Glæsilegt!

Flottur leikur. Langt síðan ég hef séð íslenska landsliðið svona gott. Harðir, agaðir, góðir, jafnvel leiknir. Mikil batamerki á liðinu. Besti leikur undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar. Glæsilegt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

já, flott hjá þeim!

María Kristjánsdóttir, 9.9.2007 kl. 10:49

2 identicon

Við "stökkvum á það" að hafa náð jöfnu, en finnst "ekki viðeigandi" að minnast á liðsmuninn, 11 - 10, "sleppum því ".

Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 00:03

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Vissulega var þetta góður leikur.  Fyrst og fremst finnst mér þessi leikur sýna okkur það að Eiður Smári ætti ekki að leika með landsliðinu, ekki vegna getuleysis heldur vegna þess að hann er bara nokkrum númerum of stór leikmaður fyrir landsliðið okkar.  Það hefur sýnt sig að þegar Eiður Smári er inná vellinum þá hefur það þau áhrif á hina leikmennina að þeir bíða alltaf eftir því að hann fari að gera hlutina, en yfirleitt er hann í "strangri" gæslu hjá andstæðingunum og getur ekkert gert.  Þetta held ég að sé stór hluti af vanda Landsliðsins og svo er ég alveg sammála Guðjóni Þórðarsyni með það að kannski er of stutt síðan Eyjólfur Sverrisson spilaði sjálfur með landsliðinu og því erfitt fyrir hann að halda uppi aga.  Ég hef og er talsmaður þess að skipt verði um þjálfara og meira segja bendi á einn þjálfara sem náð hefur afburða árangri en það er Helena Ólafsdóttir.

Jóhann Elíasson, 10.9.2007 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband