Fáfróðir páfagaukar

Öfgamenn í Múslimskum sið, bókstafstúarmenn í þeim sið hafa opnað augu fólks um allan heim fyrir hættum bókstafstrúar. Þegar menn hafa að engu 2000 eða 1300 ára túlkunarhefð en stökkva á texta í ritningunni sem best hæfa fordómum þeirra en sleppa öðrum sem eru þá of öfgakenndir til þess að vera viðeigandi. Illugi Jökulsson sá ágæti hugsuður gerir þessu ágæt skil í Blaðinu í gær. Þannig draga menn upp texta sem þeir telja að fordæmi samkynhneigð en sleppa öðrum sem fyrirskipa líflát samkynhneigðra. Kross kristninnar um þessar mundir er allur sá sægur af ,,frelsuðum"sem hafa farið í Biblíuskóla og telja sig vita allt og klifa á textum sem passa við skoðanir þeirra en sleppa öðrum.  Misnota ritninguna. Hafa að engu 2000 ára túlkunarhefð kirkjunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Bíddu nú við Baldur, ertu að segja okkur að samkvæmt 2000 ára túlkunarhefð séu samkynja mök ekki fordæmd í 1 Rm og 1 Kor 6? 
Var kirkjan sem sagt á þeirri skoðun í heil 2000 ár að samkynja mök væru allt í lagi?
En nú fyrst eru bókstafstrúarmenn að snúa úr úr orðum biblíunnar?

Ég sem hélt að þeir sem teldu Pál vera að fodæma samkynja mök væru einmitt að fylgja blessuðu túlkunarhefðinni.

Alltaf lærir maður eitthvað nýtt.

"...og klifa á textum sem passa við skoðanir þeirra en sleppa öðrum."

Og gerir fólkið sem hefur farið í gegnum guðfræðideild HÍ alveg laust við þetta?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 10.9.2007 kl. 14:28

2 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég var að rekast á að í trúfræðsluriti kaþólsku kirkjunnar er samkynhneigð einmitt fordæmd meðal annars vegna vísunar í bréf Páls. Ég er nokkuð viss um að kaþólska kirkjan vill
ekki lífláta samkynhneygða, þannig að hún er þá líklega samkvæmt þér samansafn "fáfróðra páfagauka" sem "hafa að engu" og "misnota" "2000 eða 1300 ára" "túlkunarhefð kirkjunnar". Ég sem hélt alltaf að túlkunarhefðin væri svo mikilvæg í augum kaþólsku kirkjunnar. Merkilegt.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 17.9.2007 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband