Að bera fötluð og ófötluð börn út á götu!?
11.9.2007 | 07:49
Kemur til greina að bera út börn á Íslandi? Kemur til greina að bera út fötluð börn? Frétt sjónvarpsins í gærkvöldi um að kona með sex börn þar sem tvö væru fötluð yrði(samkvæmt þeirri áætlun sem í gangi er)borin út úr félagslegu húsnæði í Hafnarfirði hefur vafist fyrir mér. Kemur í alvöru til greina að bera slíka fjölskyldu út úr félagslegu húsnæði? Út á götu? Hvar eiga fötluðu börnin að vera? Fremst á gangstéttarbrúninni? Byrokratar sem rætt var við kváðu aðeins eina til tvær fjölskyldur bornar út á ári reyndu að gera sem minnst úr þessu og sögðu að þetta yrði ekki fyrr en í október, ef af yrði. Það er nú huggun harmi gegn. Þá verður orðið ögn hlýrra og betra að búa úti.
Hvert á fólk að fara sem er borið út úr félagslegu húsnæði í Hafnarfirði þar sem Jafnaðarmenn halda um stjórnartauma? Eru íhaldsmennirinir í Kópavogi eða í Reykjavík ,,mannúðlegri?
Nú kunna fullorðir að vera vera erfiðir viðskiptis, vilja ekki borga og vilja ekki semja og þar fram eftir götunum og það má vera tilfellið í þessu dæmi, ég þekki það ekki. En hver er réttur barnanna, hver er réttur fötluðu barnanna? Ekki er það þeim að kenna að svona er komið. Og er það yfirhöfuð möguleiki að þau verði borin út á gangstétt ásamt móður sinni?
Samkvæmt fréttinni , já.Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:19 | Facebook
Athugasemdir
Þetta eru frjálslyndir jafnaðarmenn. Ehe!
Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 13:56
Þetta er ótrúlegt. Var þetta öll sagan. Eiga þau engan annan stað til að leita til?
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 11.9.2007 kl. 14:11
nákvæmlega....
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 11.9.2007 kl. 21:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.