Í tilefni af 9/11 - tortryggni hefur vaxið!
11.9.2007 | 15:58
Atburðirnir 9. september 2001 og eftirmál þeirra hafa svo sannarlega breytt heiminum. Hér á vesturlöndum hefur harka í garð flóttamanna og hælisleitenda aukist. Árásirnar á tvíburaturnana og eftirmál þeirra hafa bitnað á alsaklausu fólki sem á ekkert nema örvæntinguna og er að reyna að finna betri stað í tilverunni fyrir sig og börnin sín.
Tortryggni hefur einnig vaxið í garð útlendinga í öllum löndum. Tölfræði í ríkjum Evrópu sýnir okkur að árásir sem rekja má til kynþáttahaturs á einstaklinga hafa aukist. Meira er um spellvirki á moskum og synagogum og grafreiti en áður.
Þó má ekki gleyma því að víðast hvar lifir fólk af ólíkum uppruna saman í sátt og samlyndi. Jákvætt merki er einnig að fylgi við öfgaflokka í Evrópu sem spila á kynþáttafordóma hefur dregist saman eftir að hafa vaxið um hríð. Á móti kemur að slík spilun hefur aukist heldur innan hinna stóru, hefðbundnu flokka.
Við hér erum svo gæfusöm að ekkert hefur örlað á slíku meðal okkar helstu stjórnmálaflokka. Stjórnmálamenn okkar eru á háum standard hvað þetta snertir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:31 | Facebook
Athugasemdir
Eins og einhver sagði...
Fyrst polutíkusar Bandaríkjanna geta ekki komið með lausnir þá færa þeir fólki bandarísku martröðina. Trúir fólk með öllum mjalla því að arabbar hafi staðið að þessu sjálfir ? .... í það minnsta hefur ekki einn einasti snefill af sönnunargögnum verið opinberaður um að svo sé og gæti osama bin laden alveg eins verið hulduvera. Sjö af svörtu kössunum eyðilögðustu við bruna en samt þykjast þessir menn hafa fundið heillegt vegabréf í byggingunni og það af ARABBA....
tja ég skal gangast við þessum skrípaleik um leið og ég sé sannanir...
en í þessu skrípasamfélagi getur jú allt gerst... Kenedy var skotin á þremur stöðum og yfirvöldum tókst að kenna einum manni um þetta.
Brynjar Jóhannsson, 11.9.2007 kl. 17:49
"ekkert hefur örlað á slíku meðal okkar helstu stjórnmálaflokka" Er verið að gera lítið úr Frjálslynda flokknum? Fyrr í dag, í næstu færslu hér á undan, fengu jafnaðarmenn í Hafnarfirði að heyra það. Verður höfundurinn ekki fljótlega að endurskoða skilgreininguna á sálfum sér - hér efst til vinstri á síðunni?
Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 18:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.