Evrópskum gildum ógnað af þröngsýnum ofstækismönnum!
12.9.2007 | 09:34
Evrópskum gildum er ógnað en hættan stafar ekki af Islam (múhameðstrú) segir Terry Davis framkvæmdastjóri Evrópuráðsins í viðtali í tilefni af gærdeginum 11. september. Okkar sameiginlegu Evrópsku gildum er hins vegar ógnað af þröngsýnum ofstækismönnum og róttæklingum bæði Islamistum (herskáir múhameðstrúarmenn)og þeim sem ala á ótta og hleypidómum í garð Islam í pólitísku eiginhagsmunaskyni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:39 | Facebook
Athugasemdir
Einhvern óvin verða menn að hafa fyrst allir eru hættir að predika um hið evrópska gildi, Helvíti, nema Gunnar í Krossinum.
Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 14:16
Það er ástæða til að leggja eyrun/augun við þetta. Það þróast í öllum menningarsamfélgöumóg einkum í dag menningargettó sem hafa sitt fyrir satt og sum þeirra ereu öfgafyllri og úfnari en önnur. Ég vek athygli á slöknun félagslegs taumhalds sem er góð í sjálfu sér, aukið frelsi og þess háttar en hefur einnig sínar skuggahliðar. Þá getur vitleysan vaðið uppi. Eigum við ekki að hugsa svolítið sem svo að okkur sem viljum að friður ríki í þjóðfélaginu látum á okkur skilja að við líðum ekki ofstopann fremur en reykingar. Við megum halda fram gildum mannúðar og sáttar, samræðu og lýðræðis, laga og réttar og standa á þeim.
Jakob Ágúst Hjálmarsson, 12.9.2007 kl. 14:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.