Ekki er nóg að Byggðarlög lifi..af
12.9.2007 | 16:37
Enn og aftur viðra ég þær áhyggjur mínar að mótvægisaðgerðir komi ekki þeim til góða sem munu missa atvinnu sína í komandi atvinnuleysi í fiskvinnslunni hvort sem það verður mikið eða lítið. Þær manneskjur sem þar missa lífsbjörg sína munu tæplega fá vinnu við vegalagningu eða flugvallargerð og eiga hvorki ýtur né vörubíla. Hvernig hefði verið að styrkja fyrirtækin í fiskvinnslu í námskeiðahaldi t.d. íslenskukennslu fyrir útlendinga og fiskvinnslukennslu sem þekkt er með því skilyrði að ekki kæmi til uppsagna. Með því móti myndu fyrirtækin styrkjast til framtíðar litið.
Ekki er nóg að Byggðarlög lifi af. Slík hugsun er Stalinísk. Fólk verður að lifa...af.
Datt þetta svona í hug!
Samtals varið 10,5 milljörðum til mótvægisaðgerða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
"Datt þetta svona í hug!"
Þekkjum öll fólk sem aldrei dettur neitt í hug. Ættum að þakka Guði fyrir hvern þann dag sem okkur dettur eitthvað í hug.
Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.