Fínn bókmenntaþáttur, en..........
13.9.2007 | 09:51
Fínn bókmenntaþáttur hjá Agli Helgasyni í gær. Maðurinn er eins og Mídas konungur allt verður að gulli sem hann snertir. Margt var til í því sem hollenska baráttukonan (í Hollandi var hún lengi) Hirsi Ali sagði um þýðingarmikil helstu gildi vestrænna samfélaga en mér þótti hún alveg skauta fram hjá því að mannúð og umburðarlyndi eru kjarnagildi í vestrænni menningu dugar ekki bara að nefna frelsi og málfrelsi.Meðvitað ruglaði hún saman Islam og Islamistum. Skilgreiningin á fjölmenningarsamfélagi var einföld og villandi.
En aðalagagnrýnin er þessi. Islam er ekki endilega það fyrirbæri sem Ali lýsir. Flestir múslimar á vesturlöndum styðja lýðræði og frelsi og gera aldrei flugu mein. Ég fer að minnsta kosti frekar í smiðju til Terry Davis, Bretans sem er framkvæmdastjóri Evrópuráðsins þegar hann segir efnislega: Það er ekki Islam sem ógnar vestrænum gildum heldur Islamistar(herskáir múslimar) annarsvegar og svo hins vegar þeir sem ala á útlendingaphobíu með einstrengingslegum og öfgafullum skoðunum þar sem allir áhangendur þessara trúarbragða eru settri á sama bekk.
Áhangendur Islam eru nú 5% af dönum, 10% af frökkum og 4% af þjóðverjum og 6% af Hollendingum og Belgum og ekkert ósvipað í öðrum löndum norður og mið Evrópu. Þessar manneskjur búa í Evrópu sem fullgildir borgarar, áar þeirra komu þangað iðulega umbeðnir, velkomnir sem vinnkraftur. Margir búa í hverfum þar sem Múhameðstrúatrmenn eru fjölmennir. Þú varst hreinlega ekkert boðinn velkominn í Laugarásinn. Fjöldamargir hafa þó komist þangað og eru giftir eða kvæntir evrópskum köllum eða kellingum að langfeðratali. Það er allur gangur á þessu. Þú vinnur ekkert með því að segja að í Islam, sé fræ sem leiðir óhjákvæmilega til öfga og mannfyrirlitningar. Það er bara ekki rétt. Það er hins vegar nauðsynlegt að vinna af hörku gegn Islamistum í Evrópu þ.e. a.s. herskáum múslimum.
En það gerum við ekki með því að kasta fyrir róða helst eigindum vestrænna samfélaga þ.e. mannúð og mannhelgi. Það gerum við ekki með öfgum eða valdi, með því að skipa fólki að kasta trú sinni, með því að ráðast að trú þess, heldur með rökræðu og fræðslu og með samfélögum þar sem þess er gætt að innflytjendur verði ekki fyrir barðinu á misrétti, njóti menntunar og þess frama í samfélaginu sem hæfni þeirra og menntun býður upp á.
Það vantar mikið upp á að þetta sé tilfellið í Evrópu og það fólk, gjarnan þriðja kynslóðin svonefnda, gleymd og atvinnulaus, vansæl verður Islamistum auðveld bráð.
Þeir sem hrópa úlfur úlfur. Þeir sem eru með einfaldar lausnir gera í þessum efnum illt verra. Þeir ala á mannhatri og skilningleysi. Átta sig ekki á meginstoðum vestrænnar menningar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:18 | Facebook
Athugasemdir
Hver hefur stungið upp á því?
Matthías Ásgeirsson, 13.9.2007 kl. 10:48
Hárrétt hjá þér nafni.
Hatursfullur málflutningur í garð Islam (undir einum hatti) hjálpar lítið þeim sem daglega berjast gegn öfgaöflunum.
Slíkt hatur er einmitt sá jarðvegur sem Islamistarnir blómstra í.
Baldur McQueen (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 11:29
Mér fannst hún skauta svolítið framhjá því reyndar í viðleitni sinni til þess að verja mannúð og mannhelgi! Mótsagnakennt ekki satt?
Baldur Kristjánsson, 13.9.2007 kl. 11:29
Af hverju er gagnrýni á trúarbrögð sjálfkrafa "hatursfullur málflutningur" ?
Hver hefur talað um að "kasta fyrir róða" mannúð og mannhelgi?
Mikið finnst mér þetta ómerkilegur málflutningur hjá ykkur.
Matthías Ásgeirsson, 13.9.2007 kl. 13:04
Mér finnst þú misskilja!
Baldur Kristjánsson, 13.9.2007 kl. 13:11
Mér finnst þú misskilja viljandi málflutning þeirra sem gagnrýna íslam.
Matthías Ásgeirsson, 13.9.2007 kl. 14:55
Matthías,
Gagnrýni á trúarbrögð er ekki sjálfkrafa hatursfullur málflutningur. Hafi ég gefið í skyn einhvers konar sjálfvirkni í því sambandi, bið ég þig að afsakað það.
Baldur McQueen (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 22:09
Blessaður Baldur og takk fyrir síðast, gaman að heyra í þér þarna í Firðinum! Persónulega þekki ég múslíma sem falla vel undir þá lýsingu sem þú dregur upp = umburðarlyndir, víðsýnir etc. Sú lýsing á vel við þá kynslóð innflytjenda sem kom til Vesturlanda á fyrstu áratugunum e. stríð.
Kjarninn í gagnrýni Ali held ég hins vegar að sé sá að í vestrænum samfélögum virðist mönnum vefjast tunga um tönn þegar kemur að því að gagnrýna þau voðaverk sem öfgahópar innan islam vinna . Það að menn skuli eiga í vandræðum með að fordæma hugmyndakerfi sem kallar á slík ofbeldisverk er vitaskuld forkastanlegt. Sjálf segir hún í þessu sambandi (tekið af www.andriki.is):
Menn þurfa ekki að "skipa fólki að kasta trúnni" til þess að fordæma slík verk. Hins vegar hljóta menn að kalla slíkan fasisma sínu rétta nafni og berjast gegn honum af öllum mætti. Þar gæti t.a.m. frjálslynd og umburðarlynd þjóðkirkja gengið á undan með góðu fordæmi.
Skúli S. Ólafsson (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 09:44
Það er alveg nauðsynlegt að vinna af hörku gegn hugmyndafræði Islamista og sæmdarmorðum og öðrum slíkum glæpum. Þar erum við alveg sammála. Það sem verður hins vegar yfirleitt til þess að ég stekk upp á nef mér er þegar mér finnst fólk stytta sér leið með því að afgreiða alla jafnt. Stimpla allan skóginn þó flákar í honum sé skemmdir. Það er kannski vegna þess að ég hef hitt fórnarlömb götuofbeldis og upplifað nánd við fólk hvers unglingar hafa verið stungnir fyrir það eitt að vera öðruvisi í útliti eða aðhyllast aðra trú. Málflutningur öfgaflokka í Evrópu og öfgamanna svokallaðra kallar því miður á slík atvik. Takk fyrir innlitið Kv. B
Baldur Kristjánsson, 14.9.2007 kl. 13:15
Komdu sæll Baldur, ég vildi að fleiri menn væru jafn víðsýnir og þú. Margir hafa haft á orði að múslimar væru hreinlega "hættulegir" vestrænum samfélögum, þessu er ég að mörgu leyti sammála og nefni máli mínu til stuðnings hvernig er tekið á móti múhameðstrúarfólki hér á vesturlöndum. Þessu fólki er ekki ætlað að samlagast því samfélagi, sem það flytur til, heldur eiga þeir sem eru fyrir í því samfélagi að aðlagast þeirra siðum og þjóðfélagsháttum. Gott dæmi um þetta er Svíþjóð, en frá því að Írakstríðið hófst hafa Svíar tekið á móti 100.000 flóttamönnum frá Írak, um þetta er ekki nema gott eitt að segja og mættu fleiri ríki fylgja fordæmi þeirra (svo sem Bandaríkjamenn). En það fylgir böggull skammrifi: Svíar leggja svo mikið á sig við að gera þessum flóttamönnum til hæfis að t.d til að styggja ekki múslimana eru margir skólar í Svíþjóð búnir að taka svínakjöt af matseðlinum og það er verið að endurskrifa nokkrar námsbækur svo þær séu múslimum þóknanlegar. Hvað næst? Ekki er það ætlunin að skella allri skuldinni á múslima að sjálfsögðu er sökin að nokkru leiti okkar vesturlandabúa, að við sýnum þessu liði ekki nokkurt umburðarlyndi, þannig að ef þeir flytja á okkar menningarsvæði verða þeir bara að taka upp okkar lífshætti og aðlagast okkar þjóðfélag, ég veit ekki til að neinn afsláttur sé gefinn í þeirra löndum ef vesturlandabúi flytur til þeirra landa. Í framtíðinni vilég geta farið í Bónus og verslað skinku og hamborgarahrygg í Fjarðarkaupum.
Jóhann Elíasson, 14.9.2007 kl. 14:04
Til að byrja með á að skrifa orðin íslam, íslamisti og múhameðstrúarmaður með litlum staf.
Síðan finnst mér baldur vera full fljótar að staðhæfa að það sé ekki trúin sjálf sem ógni vestrænum gildum, heldur herskáir múhameðstrúarmenn ("íslamistar"). Raunin er sú að margt í Kóraninum og hadítunum gengur þvert á vestræn gildi. Ekki bætir úr skák að múhameðstrú er trúarbrögð sem tekur bókstafinn ansi alvarlega. Ekkert af þessu kemur herskáum múhameðstrúarmönnum við.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 14.9.2007 kl. 19:16
Takk fyrir Hjalti. Kv. B
Baldur Kristjánsson, 14.9.2007 kl. 20:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.