Já, þessir karlar - óður til Kiwanis -
14.9.2007 | 13:43
Ég hef í nokkur ár vermt bekki aftarlega á fundum í Kiwanisfélagi staðarins sem ég bý á. En nú var komið að því að virkja guttann og hann sendur á þing til Reykjavíkur. Ég dró fram sparifötin og hélt af stað.
Á Hótel Sögu sá ég mikið af mönnum sem mér fannst líkjast mér. Komnir um eða aðeins yfir miðjan aldur með fallega ístru og lausir við það að þurfa að setja upp hárið á morgnana. Nema þá þeir sem skarta kollu. Ég þarf ekki spegil þessa helgina hugsaði ég með mér.
Ég hef svo sem áttað mig á því, frá öftustu bekkjunum mínum í félaginu heima, að Kiwanishreyfingin er ágætis hreyfing. Hún hefur það að aðlamarkmiði að hjálpa börnum heimsins. Ekki fullorðnu börnunum sem kunna ekki að stjórna heiminum heldur börnunum sem taka við ef þau eru svo heppin að vera ekki í 10 miljón barna hópnum sem lætur lífið fyrir fimm ára aldur af völdum sjúkdóma sem auðvelt er að lækna.
En ég áttaði mig ennþá betur á þessu þar sem ég sat á Radison SAS.
Kiwanishreyfingin á Íslandi styður til dæmis Spes samtök Njarðar P. og Össurar sem eru að byggja skóla í Tongó. Hún styður líka ABC barnahjálpina og UNICHEF auk þess sem hinir einstöku klúbbar styðja og styrkja börn og ungmenni sem til þeirra leita vegna erfiðleika eða góðra verkefna.
Þess utan leggja Kiwanis menn á sig mikið starf við að selja K lykil en ágóði af sölu hans rennur óskiptur til samtaka geðfatlaðra ekki síst BUGL sem einbeitir sér að börnum.
Ég heyrði um daginn af vörum kvenréttindakonu -feminista-hið fordómafulla hvæs: ,,Þessir karlar. Já, ég segi nú bara með töluverðri virðingu Já, þessir karlar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heyr Heyr BALDUR minn ,gott hjá þér vinur.
Vignir Arnarson, 14.9.2007 kl. 17:55
Olís hætt að borga of fjár til útlanda fyrir að mega heita BP, Esso orðið N1. Af hverju geta íslenskir kallar ekki etið og talað saman á íslensku án þess að það sé undir erlendum fána, Kivanis, Lions, o.s.frv. ? Ekki hefur Kirkjan það svo.
Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 20:58
Sæll Glúmur! Allt á þetta uppruna sinn í útlöndum,kristnir einnegin og þeir mega vera hreyknir af starfi Kiwanis því að allt er þetta í kristnum anda, ekki satt. kv. B.
Baldur Kristjánsson, 14.9.2007 kl. 21:25
Skil nú ekki alveg samhengið á milli Kiwanis og gagnrýninnar á femínista... karlmenn eru reyndar ekki þeir einu sem hafa selt K lykilinn eða aðra Kiwanis tengda hluti - segir femínisti sem hefur gengið í ófá húsin og staðið í Kringlunni og fleiri stöðum til að selja lykilinn, arkað í hús til að selja jólapappír og happdrættismiða. Heldurðu að þú gætir einhvern tímann sagt með töluverðri virðingu "já, þessir femínistar"? Eða er það bara frátekið fyrir karla - og fordómarnir fyrir femínista?
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 15.9.2007 kl. 00:10
Kivaniskarlar eru góðir "karlar"! Komnir með þroska, auk bumbunar og háu kollvikanna!
kv. amma gamla (orðin umburðarlynd gagnvart karlagreyjunum!)
amma (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 02:42
Sæl Katrín Anna: það hef ég oft sagt og ekki bara með töluverðri virðingu heldur mikilli. Var að vitna í raunveruleikann, má það? Kv. B
Baldur Kristjánsson, 15.9.2007 kl. 06:33
Neibb, stranglega bannað!
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 15.9.2007 kl. 17:23
OK! kv. B
Baldur Kristjánsson, 15.9.2007 kl. 17:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.