Af þröngsýni og framkomuTyrkja!

Ekki það að ég ætli mér að gerast neinn sérstakur talsmaður Allah hér á landi en ég get ekki orða bundist yfir því að umsókn múslima um það að fá lóð til að byggja menningarmiðstöð (eða mosku) hér á landi hefur velkst á milli Heródesar og Pílatusar í sjö ár, síðan 1999.

Evrópuráðið hefur gagnrýnt Tyrki fyrir það að hlíta ekki sínum eigin lögum og mannréttindasáttmálum sem þeir hafa undirritað sem kveða á um það allir skráðir trúflokkar séu jafnréttháir. Ástæðan er sú að kristnir menn í Tyrklandi bera sig upp undan því að þeir séu beittir alls kyns skipulagslegum hindrunum þegar þeir ætla að koma  sér upp kirkju svo sem að vera dregnir á lóð eða byggingarleyfi.

Tyrknesk stjórnvöld hafa þó fullvissað Evrópuráðið að þetta standi til bóta.

Í skýrslu Evrópuráðsins um Ísland skrifuð snemma árs 2006 stendur að íslensk yfirvöld hafi fullvissað Evrópuráðið um að lóð hafi verið tryggð undir Mosku og menningarmiðstöð og að byggingarleyfi sé nú til skoðunar hjá Reykjavíkurborg.

Í mínum huga er víðsýni kostur. Slíkt fólk, slíkar borgir, slíkar þjóðir standast best skoðun tímans.

Mikilvægt er líka að standa við þá mannréttindasáttmála sem hafa verið undirritaðir. Og fara eftir eigin lögum.Það á jafnt við um Tyrki og Íslendinga.

Eftirmáli: Telji menn sig virkilega þurfa að óttast þá fylgjendur Allah sem hér eru – er miklu betra að vita af þeim stunda trúarlíf sitt og félagsstarfssemi í opinni mosku en í bílskúrum eða kjöllurum.  Það er a.m.k. niðurstaða Breta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sammála því svona töf er óverjandi.  Það hefði átt að neita þessari umsókn strax og ekki að vera með neitt vesen.  Múslímar leyfa ekki önnur trúarbrögð í sínum löndum og þar fæst ekki leyfi til að byggja samkomuhús eða aðrar byggingar þar sem fólk iðkar önnur trúarbrögð, því ætti að veita múslimum þessi leyfi í öðrum löndum?

Jóhann Elíasson, 19.9.2007 kl. 09:29

2 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Af hverju kaupa þessari aðilar ekki lóð á frjálsum markaði - nóg er til af lóðum.

Matthías Ásgeirsson, 19.9.2007 kl. 10:27

3 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Tek undir með þér, Baldur. Ekki er nema sjálfsagt að þeir fái sína mosku.

Svavar Alfreð Jónsson, 19.9.2007 kl. 11:42

4 identicon

Sæll Baldur,

Það er spurning hvort þú sem sérlegur gæslumaður réttlætis og bræðralags manna í milli, takir ekki að þér að sækja um lóð fyrir kirkju í Saudí Arabíu eða Íran ef því er að skipta og athugaðu svo hversu langan tíma tekur að afgreiða þá umsókn. Í besta falli yrði umsókninni neitað í verstafalli yrðirðu líflátinn á opinberum vettvangi.

Þið siðapostular og verðir réttlætisins ættuð að skoða það sem þessi blessuðu íslömsku trúrarbrögð standa fyrir og taka síðan ákvörðun út frá því.

Hvað er næst? Satanista hof? Azteka pýramídi til þess að fórna fólki?

Hlustaði enginn á Ayaan Hirsi Ali þegar hún flutti fyrirlestur hér um Íslam og þá veruleika firringu sem þar grasserar?

Jújú nú er hægt að segja að það er til fullt af kristnum brjálæðingum og öfgamönnum. En á móti segi ég: Er búið að myrða Jón gnarr fyrir síma auglýsinguna? var Bubbi hýddur fyrir lag sitt og texta "frelsarans slóð"? NEI og aftur NEI.

Íslam þolir ekki opið vestrænt samfélag og lítur á vesturlandabúa sem trúleysingja en ekki fólk svo einfalt er það, etv ekki 100% múslima en ekki langt frá 70-90% þeirra hafa þessa skoðun. Ég tala af reyslu. eftir mikla umgengni við fólk af þessum trúarbrögðum.

Umburðarlindi er þeim eins framandi og mysingur.

Kv,

Umhugsun 

Umhugsun (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 12:32

5 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Hvað er nafnið væni minn, nafnið, skrifa undir nafni, það er ekkert að óttst, en gerir mann marktækan. Þú hlýtur að sjá það eftir nokkra umhugsun!  kv. B

Baldur Kristjánsson, 19.9.2007 kl. 13:26

6 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Mér þætti þú marktækur Baldur ef þú svaraðir athugasemdum sem eru skrifaðar undir fullu nafni.  Gæti ég þó vísað á ótal dæmi þar sem þú lætur sem þú sjáir ekki óþægilegar athugasemdir.

Af hverju á það að vera hlutverk sveitarfélaga að útvega trúfélögum lóðir?  Af hverju geta kristnir og íslamskir söfnuðir ekki ósköp einfaldlega keypt fasteignir undir starfsemi sína?

Matthías Ásgeirsson, 19.9.2007 kl. 13:48

7 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Sæll Matthías!  Ég trúi því varla að þú sért að mæla nafnlausum athugasemdum bót.  En hvað um það. 

Það er rétt hjá þér að ég svara sjaldan athugasemdum. Ég nálgast bloggið sem vettvang þar sem ég get tjáð skoðanir mínar og sett fram afstöðu án þess að þröngva þeim upp á einn eða neinn. Síðan fá þeir sem lesa tækifæri til þess að gera sínar athugasemdir eða setja fram sitt viðhorf á sama stað.  Þetta finnst mér lýðræðislegt.  Sumir hrauna yfir mann þannig að manni líður hálf illa á eftir, aðrir eru málefnalegir og kurteisir en á annrri skoðun enn aðrir jákvæðir á svipaðri línu.

Mér dettur ekki í hug að mín skoðun sé sú eina rétta.  Ég set viðhorf mín fram sem sjónarmið og les sjónarmið annarra með athygli. Þau standa þarna til jafns við mín í athugasemdarkerfi sem ég vel að hafa.

Stundum fer ég inn á síður annarra en geri þá aðeins jákvæðar athugasemdir. 

Varðandi spurningu þína: Ég man að Árnessýsla gaf lóð undir Þorlákskirkju. Ég hygg að borgin hafi gefið lóðir undir kirkjur lútherskar og kaþólskar. Smærri trúfélög hafa keypt hús undir starfssemi sína.  Menn og félög fá úthlutað lóðum í þéttbýli en greiða fyrir. Mér finnst allt í lagi að það gildi um trúfélög, kristin eða ekki. En ég held að slagurinn standi ekki um það heldur hitt að menn í ábyrgðarstöðum vilja ekki að moska rísi. Annars veit ég ekkert um þetta meir en þú.  Fréttin vakti athygli mína og ég mundi að Tyrkir voru snupraðir að breyttu breytenda. Takk annars fyrir mörg góð komment, undir nafni.  kv. B

Baldur Kristjánsson, 19.9.2007 kl. 14:27

8 identicon

Sæll Baldur,

Eftir nokkra umhusun þá sé ég ekkert athugavert við það að koma með naflausar skoðanir á opinberum vettvangi. Þær eru alveg jafn lýðræðislegar og leynilegar kosningar. Fólk hefur rétt á því að segja skoðanir sínar undir nafnleynd í kjörklefanum og velja þar með ráðamenn þjóðarinnar, án þess að þurfa að sæta ofsóknum fyrir skoðanir sínar. Á sama hátt ættu menn ekki að kippa sér upp við naflaus skoðanaskipti svo lengi sem þær eru málefnalegar. þetta sem ég setti fram hér að ofan er fullkomlega málefnalegt og byggt á reynslu og þekkingu og því fordómalaust.

þú kallar mig "væna" og gerir þar með ráð fyrir því að ég sé karlkyns. það eru fordómar. 

Kv,

Umhugsun

umhugsun (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 14:49

9 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Þú ert karlkyns. Það er auðvelt að sjá það á stílnum. Rökvísi en ekki fordómar! Stígðu fram ef þú vilt sýna fram á annað. Varðandi spurningar þínar og Skúla! Svarið við þeim má lesa út úr upphafserindi mínu. Ef menn ætla að styðja kristna menn þar þá verða menn að haga sér skikkanlega hér. Við leitum ekki upp einsleitni og þröngsýni í leit að viðmiðun.  Þá kæmumst við ekki langt.  Eða mynduð þið félagar drepa kött nágrannans af því að hann drap ykkar? kv.  B

Baldur Kristjánsson, 19.9.2007 kl. 15:00

10 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Sæll Skúli! ,,Þar bjó áður þroskað, umburðarlynt Kristið fólk" segir þú. Er það ekki einkenni hins kristna manns? Kv. B

Baldur Kristjánsson, 19.9.2007 kl. 15:47

11 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Sæll Baldur

Sammála þessu hjá þér:

Í mínum huga er víðsýni kostur. Slíkt fólk, slíkar borgir, slíkar þjóðir standast best skoðun tímans.

Bara vönduð umfjöllun hjá þér.

kv.

Eyjólfur

Eyjólfur Sturlaugsson, 19.9.2007 kl. 16:01

12 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Sæll Skúli! Heimsmynd þín er svo sannarlega einföld og klár en ég deili henni ekki með þér.  Því fer víðsfjarri! Kv. B 

Baldur Kristjánsson, 19.9.2007 kl. 16:59

13 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Baldur: "Sæll Matthías! Ég trúi því varla að þú sért að mæla nafnlausum athugasemdum bót. En hvað um það. "

Ég trúi því varla að þú hafir lesið þetta úr athugasemd Matta:

Matti: "Mér þætti þú marktækur Baldur ef þú svaraðir athugasemdum sem eru skrifaðar undir fullu nafni. Gæti ég þó vísað á ótal dæmi þar sem þú lætur sem þú sjáir ekki óþægilegar athugasemdir."

Hjalti Rúnar Ómarsson, 19.9.2007 kl. 17:15

14 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Komdu blessaður! Nei, þarna mislas ég. Gott að hafa skarpan mann eins og þig nálægan.  Enda sagðist ég varla trúa því.....Fyrirgefiði..Takk fyrir...Kv. B

Baldur Kristjánsson, 19.9.2007 kl. 17:38

15 identicon

Þetta er málið "Íslam er EKKI trúarbrögð" er þá ekki hægt að halda því fram að t.d. Marxismi sé trúarbrögð ekki vantar tilbeiðsluna eins og sést í Norður-Kóreu. Hindúar t.d. hafa ýmislegt ógeðfellt í sínum trúarbrögðum en ekki er hægt að neita því að það er trú og ekkert annað, Búddismi líka. Íslam er hins vegar pólitík sem miðar að kúgun, ofbeldi og illsku. Það er agalegt þegar fólk reynir að vera svo frjálslynt að það missir sjónar á raunveruleikanum. Fordómar gagnvart samkynhneigðum, innflytjendum og öðrum minnihlutahópum er byggt á fáfræði og ótta við það sem fólk þekkir ekki. Að vera hræddur við múslima er byggt á staðreyndum, við höfum ástæðu til þessa ótta eða ætlar einhver að reyna að halda því fram að Íslam kenni ekki að hana skal breiða út um allan heim með góðu eða illu.

Steinunn Friðriksdóttir (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 18:34

16 Smámynd: Dagbjört Ásgeirsdóttir

Sæll Baldur. Ég er sammála þér að Múslimar hér á landi eigi að fá að reisa sína Mosku. Ef verið er að gera þeim erfitt fyrir í kerfinu, þá er til orð yfir það sem kallast stofnanarasismi. Ég stórefast um að þeir Múslimar sem búa á landinu verði eitthvað 'hættulegri' ef þeir fá að reisa Mosku til að stunda sína trú í, eða samkomuhús, eins og talsmaður þeirra talaði um í fréttum nýverið. Islam yrði einfaldlega sýnilegri í samfélaginu. Of ef til eru Múslimar hér á landi sem hafa eitthvað annað í huga en að lifa sínu lífi í friði, líkt og við flest viljum, þá þurfa þeir ekki Mosku til.

Dagbjört Ásgeirsdóttir, 19.9.2007 kl. 18:54

17 identicon

Ekki þyrði ég að hvetja neinn til að skrifa undir nafni um þetta málefni.

Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 19:12

18 Smámynd: Dagbjört Ásgeirsdóttir

Sæll Baldur. Ég er sammála þér að Múslimar hér á landi eigi að fá að reisa sína Mosku. Ef verið er að gera þeim erfitt fyrir í kerfinu, þá er til orð yfir það sem kallast stofnanarasismi. Ég stórefast um að þeir Múslimar sem búa á landinu verði eitthvað 'hættulegri' ef þeir fá að reisa Mosku til að stunda sína trú í, eða samkomuhús, eins og talsmaður þeirra talaði um í fréttum nýverið. Islam yrði einfaldlega sýnilegri í samfélaginu. Of ef til eru Múslimar hér á landi sem hafa eitthvað annað í huga en að lifa sínu lífi í friði, líkt og við flest viljum, þá þurfa þeir ekki Mosku til.

Dagbjört Ásgeirsdóttir, 19.9.2007 kl. 19:47

19 Smámynd: Dagbjört Ásgeirsdóttir

Afsakið Baldur, það var ekki meiningin að láta færsluna tvisvar inn. Kv.

Dagbjört Ásgeirsdóttir, 19.9.2007 kl. 19:49

20 identicon

Komið þið sæl, síra Baldur og skrifaranir !

Síra Baldur -  Síra Svavar Alfreð - Eyjólfur og Dagbjört !  

Í hvaða veröld lifið þið ? Fylgist þið ekki með fréttum, dags daglega ? Er ykkur nákvæmlega sama; um framtíð íslenzkrar þjóðar ?

Legg til, að þið skoðið upplýsandi frásagnir Skúla Skúlasonar og Lofts Altice Þorsteinssonar; á spjallsíðum þeirra, m.a., hér á vef Mbl. 

Hvílík forsmán, að lesa skrif ykkar !  Athugas. (no.16), er full hroka, og yfirlætis þíns, síra Baldur ! Ættir; að biðja Skúla afsökunar, á þessum snuprum þínum; klerklærður maðurinn; eða hvað ?  

Með ærið blendnum kveðjum, úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 20:37

21 identicon

Heyr heyr Baldur,

Árni frændi konu þinnar hérna.

Alveg sammála þér hér eins og oftast hérna á blogginu þínu. 

kærar kveðjur

Árni Einar Birgisson (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 20:50

22 identicon

Var að skoða atugasemdirnar hérna, mikið rosalega er til mikið af fordómafullu fólki hér á landi. Glúmur Gylfason, Óskar Helgi og Skúli Skúla, þið ættuð að skammast ykkar, mín ósk er þurfa ekki að deila þjóðerni með úrþvættum eins ykkur! Ef allir væru eins og þið, værum við á steinöld að slást með prikum um mammútabein. Án virðingar. Árni Einar Birgisson

Árni Einar Birgisson (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 21:04

23 identicon

Gleymdi að segja að ég er trúlaus. En eftir því sem ég man úr fermingarfræðslunni að þá stríða þessi haturkomment hér að ofan algjerlega gegn kristini hugmyndafræði......hinn vanginn, anyone?????

Árni Einar Birgisson (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 21:08

24 identicon

Ef aðeins væri barist með prikum væri óhætt að skrifa undir nafni.

Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 21:28

25 identicon

Komið þið sæl, að nýju !

Árni Einar ! ''Úrþvætti'' segir þú. Bendi þér á, að hið kyrrláta samfélag, hvert við höfum búið við, að nokkru, og við tókum í arf, frá okkar forfeðrum- og mæðrum; hefir verið undirstaða tiltölulega rólynds samfélags okkar, fram til þessa. Þarf nokkurn, að undra;  þótt mörg okkar höfum beyg nokkurn, af alþjóðahyggju þeirri, sem síra Baldur og nokkrir aðrir samlandar hafa ákveðið; að fylgja ? 

Þekki Glúm Gylfason ekki persónulega, þótt ég hafi hitt hann, en hann er einhver ágætasti tónlistar frömuður, í okkar samtíma, hefir verið Selfysskum hinn mætasti, jafnt;  sem organisti í Selfosskirkju og tónlistarkennari, austan Ölfusár. Kannast ekki við nokkurn mann, hver hefir illt að segja, um Glúm, heldur þvert á móti. Góður drengur þar, að sögn allra, sem til þekkja.

Skúli Skúlason er einhver geðþekkasti uppfræðari, hér á spjallsíðum Mbl.; um þá miklu ógn, sem af þessarri vandræða kenningu stafar, frá Arabíu skaga. Eigum honum frekar skuld að gjalda, en köpuryrða, í hita umræðunnar.

En endilega;; skjóttu föstum skotum að mér, við þjóðernissinnar hljótum að þola styggðaryrðin, að nokkru; í hita þessa leiks, sem ei sér fyrir endann á, því miður.

Umræðan hefir ekkert með hatur að gera, Árni minn, miklu fremur ýtrasta raunsæi, af hálfu okkar gagnrýnenda; síra Baldurs og hans fylgjara.

Með blendnum kveðjum enn; og af vorkunn; til Árna Einars /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 21:37

26 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Heill og sæll séra Baldur

Sammála því að muslimar fái að reisa sína mosku hér. Get ekki orða bundist vegna sumra þeirra athugasemda sem ég les hérna. Hafa menn ekki lesið kóraninn? Mæli með því. Hann er til í ágætri íslenskri þýðingu. Ég er kristinn maður, eftir langa samleið með Lútherskri kirkju gerðist ég kaþólskur. Ég rækta mína trú og er reglulegur gestur í helgidómnum á Landakotshæð. Hví skyldu múlsimar ekki fá að gera slíkt hið sama. Þorri múslima eru ekki þeir árar sem menn vilja ætla að að þeir séu. Það er hættulegt að alhæfa um alla þá sem fylgja trúarskoðunum og taka það versta sem fyrirfinnst og setja það yfir allan hópinn. Við skulum ekki gleyma því að í röðum kristinna manna má einnig finna alls konar öfgahópa sem ég myndi ekki láta líkja mér við.

Getum heimfært þetta upp á annað . Mörgum er tamt að tala um þessa "ameríkana" og það á afar neikvæðum nótum. Um hverja er verið að tala þar? Vellauðuga Texasbúa, fólk í fjöllum Mountana, eða West Virgina, Amish fólk, Fenjafólk, Indijána? Amerikani getur þýtt svo margt og ekki hægt að heimfæra eina skoðun á þá alla. Þótt Bush sé t.d. með Írak, Afghanistan og nú Íran á heilanum, þýðir það ekki að allir ameríknanr séu á sama máli, þvert á móti.  Þessi alhæfingarárátta er afar hvimleið. Ég þekki persónulega nokkuð af fólki sem telst til múslima og ræktar sitt trúarlíf. Ég veit ekki betur en að það hafi tekið þessar alhæfingar nærri sér og ekkert þeirra hefur mælt því bót sem herskáir bókstafmúslimar gera.

Við eigum öll skilið virðingu og frelsið er fyrir alla, frelsi til að trúa og lifa mannsæmandi lífi. Þótt aðrir hafi aðra trú en ég gerir þá ekki að verra fólki. Trú og trúarlíf er persónulegt samband milli Guðs og manns, og því miður hafa trúarbrögðin og öfgafullir umboðsmenn þeirra kynt undir báli sundurlyndis.

Þótt það gæti reynst torsótt að fá lóð undir kirkju í Saudi, á þá að hegna fyrir það gangvart muslimum á Íslandi? Skil bara ekki svona rök. Þarna eru menn komnir á sama stað og þeir deila á í fari hinna, þversöng þar.

Ekki óttast ég Mosku muslima hér. Allavega trúi ég því að kærleikur og víðsýni séu betri vopn en óttinn og hatrið.

Einar Örn Einarsson

Einar Örn Einarsson, 20.9.2007 kl. 02:17

27 identicon

Kæri Einar og aðrir íbúar Undralands hennar Lísu.

Ég er þér fullkomlega sammála þegar þú segir  "Allavega trúi ég því að kærleikur og víðsýni séu betri vopn en óttinn og hatrið." (no31) Þetta er einmitt kjarni málsins. Múhameðstrú og Íslam hefur náð fótfestu í fornum menningarlöndum svo sem nú eru heltekin af þeim skrípaleik þar sem svokallaðir andlegir leiðtogar þeirra hamra í sífellu á hatur, hefndir og andúð í garð þeirra sem aðhyllast fjölmenningu og opið samfélag. 

Hvenær fórst þú síðast í kirkju og hlustaðir á prestinn fara hamförum í stólnum um guðleysi útlendinga og hvernig samkynhnegð skuli refsað með dauða viðkomandi?

Ekki einusinni okkar ágæti og marg um ræddi Gunnar í Krossinum gengur svo langt að kalla eftir dauða samkynhneigðra þótt hann hafi andúð á hegðun þeirra. þvert á móti reynir hann að afhomma þá með námskeiði. Við gagnrýnum þessa starfshætti hans og árás hans á lífsstíl annara og hann er jafnvel fordæmdur fyrir uppátækið. málið er samt sem áður það að hér er ekkert ofbeldi boðað, einungis að fá fólk til fylgis með kærleik.

Vissulega eru ofbeldisfullir kaflar í Biblíunni en það eru aðferðir sem Kristur hefur sett punktinn við og jafnvel boðað það að boðorðin 10 eigi ekki lengur við því hann boðar einungis eitt: elskaðu náungann eins og sjálfan þig.

Nú er ég ekki trúaðri en gengur og gerist almennt með íslendinga en ég hef mína svokölluðu "barna trú" en viðmið og gildi seinnitíma kristni er það sem ég tel að sé hinn gullni meðalvegur. þ.e. umburðalyndi gagnvart náunganum.

Svona viljum við flest hafa Íslenskt samfélag. Eins og það hefur verið.

Baldur segir hér að ofan í eftirmála pistils síns:

"Telji menn sig virkilega þurfa að óttast þá fylgjendur Allah sem hér eru – er miklu betra að vita af þeim stunda trúarlíf sitt og félagsstarfssemi í opinni mosku en í bílskúrum eða kjöllurum.  Það er a.m.k. niðurstaða Breta." 

Hvaðan voru mennirnir sem frömdu hryðjuverkin í London og núna síðast á flugvellinum í skotlandi?

þetta voru 3-4 kynslóð breskra ríkisborgara sem aðhyllast Íslam.

Við þurfum ekki að fara langt til þess að upplifa þetta og læra af reynslu nágranna okkar; Osló, Kaupmannahöfn, Stokhólmur og Amsterdam . Hornsteinar umburðalyndis í heiminum. En hvað er þar að gerast? Viljum við svipað ástand hér?

Kv,

Umhugsun. 

Umhugsun (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 11:12

28 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Góðan daginn Skúli og umhugsun.

Undraland já, það má kannski til sanns vegar færa að kalla landið okkar undraland. Ég hef ekki gefið til kynna að ég hafi neina ofurþekkingu á Íslam, þótt svo ég hafi gluggað í kóraninn.

Vitanlega eru staðir í heiminum hvar soðið hefur upp úr. En er það alltaf einhliða sök muslima eða innflytjendanna?

Erum við ekki að umbylta eigin samfélagi í nafni gróðahyggjunnar og nýju guðanna: Ftse, nastaq og Dow Jones? Ég held því miður að við höfum ekki flest okkar gert okkur grein fyrir því að hið gamla samfélag sem ríkti hér um aldir, samfélag sjávar og sveita er liðið undir lok, því miður. Til að hið nýja samfélag geti gengið, í arðsemiskröfum og gróðavon, þarf fólk til að vinna verkin sem við viljum ekki vinna. Nú er það svo að við getum ekki pantað fólk hingað eftir lit og trúarbrögðum. Margt af því fólki sem teljast til múslima eru íslenskir ríkisborgarar, með öllum þeim rétti sem því fylgir.

Ég heyrði Jimmy Swaggart sjónvarpspredikara segja í ræðu að foreldrar samkynhneiðgra og fíkla ættu að lofa drottin ef börnin þeirra myndu deyja frá þannig líferni. Hann sjálfur var gripinn með vændiskonu við vafasama iðju.

Hvernig Íran og önnur harðlínuríki muslima taka á málefnum kvenna og samkynhneigðra er sorglegt. Aftökur á fólki í sumun þessara landa eru óverjandi og sorlegri en orð fá lýst. Mörg þessi samfélög eru langt á eftir hinum vestræna heimi á svo mörgum sviðum.

Þótt svo að ég sjái ekkert á mót því að samfélag muslima á Íslandi fái lóð undir mosku, þá er það ekki einhver yfirlýsing frá minni hendi að ég sé samþykkur öfgahópum og öfgaþjóðum muslima. Ekki frekar en öfgafullum predikurum kristninnar sem hafa gleymt grunn hugtökum hinnar kristnu trúar og siðfræði.

Þakka Baldri fyrir að opna á þessa umræðu. Hún er af hinum góða. Guðsþakkarvert að búa í samfélagi þar sem umræða er opinská.

Einar Örn Einarsson

Einar Örn Einarsson, 20.9.2007 kl. 13:37

29 identicon

Takk fyrir þetta Baldur.

Ég held nú einmitt að það væri aðeins til að auðga hið íslenska mannlíf að fá meiri fjölbreytni hingað.

Alltaf finnst mér samt jafnskrítið hvað menn eru tilbúnir að vinna að því að skapa óeiningu. Þeir sjá flísina í augum náungans en eru blindir fyrir bjálkanum í sínum eigin augum.

Eru menn búnir að gleyma þeim ódæðis verkum sem framin hafa verið í nafni kristninnar og eru enn framin? Eins og ég hef sagt á mínu eigin bloggi þá eru þessir menn einfaldlega ekki trúaðir því kjarni og tilgangur allra trúabragða er að vinna að einingu og ást, að mínu mati allavega.

 Hér er grein sem menn mættu lesa sér aðeins til fróðleiks:

9. grein fyrsta kafla mannréttindasáttmáli Evrópu

9. gr.
[Hugsana-, samvisku- og trúfrelsi.]1)

1. Sérhver maður á rétt á að vera frjáls hugsana sinna, samvisku og trúar. Í þessu felst frelsi manna til að breyta um trú eða sannfæringu svo og til að rækja trú sína eða sannfæringu, hvort heldur einslega eða í samfélagi með öðrum, opinberlega eða á einkavettvangi, með guðsþjónustu, boðun, breytni og helgihaldi.

2. Frelsi manna til að rækja trú sína eða sannfæringu skal einungis háð þeim takmörkunum, sem lög mæla fyrir um og nauðsyn ber til í lýðræðislegu þjóðfélagi vegna almannaheilla, til verndar allsherjarreglu, heilsu manna eða siðgæði eða rétti og frelsi.
1) Samningsviðauki nr. 11, 2. gr. 

Það er rétt að margir (svokallaðir) múslimar virði ekki þessa grein en hinn siðborni maður skilur það að réttlæti er kennt með því að vera réttlátur en ekki með því að vera eins og sá sem fremur afbrot.

En hvað er það sem menn eru að leggja til hérna? Á að banna Íslam á Íslandi? Gera íslenska ríkisborgara sem aðhyllast Íslam að einhverskonar óhreinni stétt? Þessu myndi ég vilja fá svar við.

Bestu kveðjur,

Jakob 

. (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 16:41

30 Smámynd: Sema Erla Serdar

Sé enga ástæðu til þess að banna múslimum á Íslandi að byggja sér moskvu.

Eitthvað bull um að bjóða hættunni heim eru bara fordómar og leiðindi.. Efast um að öfgafullir múslimar fari að streyma hingað til lands þegar moskva hefur verið byggð... þeir hafa nóg að gera annars staðar
 

Sema Erla Serdar, 20.9.2007 kl. 19:12

31 Smámynd: Sema Erla Serdar

Var ég að tala við þig Skúli?!

Sema Erla Serdar, 20.9.2007 kl. 20:07

32 identicon

Skúli þú virðist nú bara ekkert bera virðingu fyrir skoðun neins nema þín sjálfs.

Blessaður 

. (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 22:20

33 identicon

Á morgun er alþjóðlegi friðardagur Sameinuðu þjóðanna, ég ætla biðja fyrir auknu umburðarlyndi.

Jakob 

. (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 22:25

34 Smámynd: Þór Sigurðsson

Það er nú meira þvaðrið í þér Skúli. Þótt þú hafir lesið kóraninn þá getur það á engan hátt talist markverð upplýsingaöflun um íslamskt samfélag. Eða samfélög öllu heldur, því þau eru eins mismunandi eins og þau eru mörg.

Hefurðu komið til Tyrklands ? Hefurðu umgengist múslimi í þeirra heimahögum ? Eða ertu bara að láta hina margræddu tómu tunnu gjalla ?

Þeir tyrkir sem ég hef umgengist hafa sama umburðarlyndi (í sínum heimahögum) fyrir útlendingum, jafnt kristnum sem öðrum eins og flestir íslendingar myndu hafa. Ég get ekki sagt að ég þekki neinn múslima sem myndi vilja mig eða nokkurn annan feigan.

Þú málar heimsmynd þína út frá ævafornu trúarriti (lögbók, já). Á hvaða hátt er það betra en það sem öfgasinnar í röðum bæði múslima, kristinna og gyðinga eru að gera ? Vatíkanið stýrir stórum hluta hins kristna heims út frá bjagaðri heimsmynd fenginni úr kristinni lögbók. Zíonistar stýra hluta hins gyðinglega heims út frá Torah og öfgamúslimar stýra hluta hins íslamska heims út frá quran. Það gerir ekkert þessarra trúarbrota trúverðugra eða betra en annað. Flest trúarbrögð kenna umburðarlyndi og manngæsku fyrst og fremst.

Og ef þú vilt metast, segðu mér þá, hversu mörgum þúsundum hefur verið slátrað í nafni krists, "þeim sjálfum til bjargar" ?

Þór Sigurðsson, 21.9.2007 kl. 07:45

35 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Fólk eins og Skúli hræða mig.

Auðvitað er fáránlegt að það skuli þurfa að tala um þetta! Skil ekki af hverju fólk sem er búsett hér má ekki fá sína kirkju. Hvað varð um trúfrelsið?

Heiða B. Heiðars, 21.9.2007 kl. 10:54

36 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Vertu ekki með þennan útúrsnúning Skúli. Moska þjónar sama tilgangi og kirkja

Heiða B. Heiðars, 21.9.2007 kl. 14:19

37 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Sæl öll

Sammála þeim sem finnst að í  skrifum Skúla felist ekki mikið umburðarlyndi.  Hef kynnt mér skrif hans á blogginu hans og þar upplifir maður ótrúlegar alhæfingar, dómhörku og fordóma. 

Kristinn maður er umburðarlyndur.

Eyjólfur

Eyjólfur Sturlaugsson, 21.9.2007 kl. 17:10

38 identicon

 "Kristinn maður er umburðarlyndur." Tek undir þetta.

„Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum. Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.“ (Matt. 22.37-39)

„Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ (Matt 7.12)

. (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 17:19

39 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Heil og sæl öll.

Tek undir með Eyjólfi og Jakobi heils hugar.

Einar Örn

Einar Örn Einarsson, 21.9.2007 kl. 19:04

40 identicon

Þakka þér fyrir að vekja athygli á þessu Skúli,

Ég get sagt að það hafa að minnsta kosti 200 manns verið teknir af lífi frá 1978, þá yfirleitt eftir að hafa þurft að þola miklar pyntingar.
Ég get sagt það að sumir helstu og merkustu helgistaðir bahá'ía hafa verið eyðilagðir af fulltrúum klerkaveldisins og með þeim margir grafreitir virtra bahá'ía.
Ég get sagt það að bahá'í hetjurnar í Íran hafa þurft að þola stefnu menningarhreinsana og brottreksturs úr skólum vegna trúar sinnar.

Ég get líka sagt það að kjarni bahá'í trúarinnar er að stuðla að einingu í heiminum en ekki sundrung. Að bahá'í trúin viðurkennir öll helstu trúabrögð heims sem útgeislun af einni sól, þar með talið íslam.

Það er ekki íslam sem er vandamálið heldur óumburðalyndir forsprakkar þess sem þykjast hafa ,,höndlað sannleikann" og hafa túlkað íslam á þann hátt að hún er orðin að tæki ofsóknar. Þrátt fyrir þetta er kjarni íslams óhreyfður þótt hann birtist því miður ekki nógu skýrt í gerðum sumra fylgjenda sinna.

Hér er einn tengill í lokin sem talar um það sem hefur verið að gerast að undanförnu í Íran

. (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 01:03

41 identicon

Þakka þér kærlega fyrir þetta hrós Skúli.

Málið er að ef, eins og þú segir, þessir fylgjendur íslams séu aðeins að framfylgja því sem stendur í Kóraninum þá ætti það að eiga við um íslam á öllum tímum og stöðum. En reyndin er að á gullaldarskeiði íslams kom mjög margt gott úr arabaheimum eins og sjá má á eftirfarandi greinum:

Gullaldarskeiðið

Læknisfræði

Vísindi 

. (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 18:27

42 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ég efast um að íslenskir múslimar yrðu hæstráðandi í Mosku hérlendis, hingað til lands myndu koma islamskir trúmenn til að sjá um moskuna, er fólk búið að gleyma því að víða hafa moskur verið miðstöð skipulagninga hryðjuverka?

En eitt langar mig að vita frá ykkur prestunum Baldri og Svavari Erni, teljið þið að múslimar séu að iðka trú á sama Guð og kristnir menn? Sýnist ykkur það á ávöxtunum?

Skúli þú ert bara flottur

Guðrún Sæmundsdóttir, 22.9.2007 kl. 22:55

43 identicon

Ég skil ekki hvernig fólk réttlætir fyrir sjálfu sér svona alhæfingar.

Þýðir þetta að allar moskur séu miðstöðvar skipulagningu hryðjuverka? Á ekki bara að sprengja þær allar og leysa málið?
Veit ekki betur en að það var mynd í sjónvarpinu í gær (eða fyrradag) um mann var samsekur öðrum um að hafa drepið sjö gyðinga í seinni heimstyrjöldinni. Þessi maður á að hafa fengið að fela sig frá yfirvöldunum í um 30 ár í kirkjunnar húsum. Eigum við að alhæfa það á allar kirkjur að þær hýsi morðingja?

Seinni spurning Guðrúnar er ekki beind að mér þannig að ég skal halda aftur af skoðun minni sem ég held þó að sé nokkuð augljós. Hinsvegar vil ég spyrja hana á móti, þegar við tökum með í reikningin öll þau hroðaverk sem framin hafa verið í nafni kristninnar, hvað segja ávextirnir um kristna trú?
Ég spyr nú aðeins til að vekja umhugsun en ekki til að gera lítið úr kristni. Það er ekkert nema réttlátt að dæma bæði trúabrögðin út frá sömu stöðlunum.

En svo það sé alveg skýrt þá finnst mér bæði kristni og íslam mjög falleg trúabrögð. 

Með bestu kveðjum,
Jakob

. (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 21:43

44 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ávextir kristinnar trúar eru meðal annars þeir að mannréttindi barna, kvenna og samkynhneigðra eru almennt séð best í kristnum löndum ef við miðum við lönd trúleysis(kommúnista) og lönd múslima.

Guðrún Sæmundsdóttir, 23.9.2007 kl. 22:37

45 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Jahérna! Ætlar þú, Guðrún, að taka heiðurinn af réttindum samkynhneigðra til ykkar kristinna manna!! Það sem hefur áunnist er sko sannarlega ekki þér og kollegum þínum að þakka.

Heiða B. Heiðars, 26.9.2007 kl. 09:18

46 identicon

Verð að taka undir með Heiðu þarna!!!!!!!!

Það er sko engum öðrum en samkynhneigðum og konum sjálfum að þakka hversu langt réttindabarátta þeirra er komin............hvort sem þau aðhyllast kristna trú, íslam eða dýrka búdda.  Þau hafa unnið til sinna réttinda með samheldni og iðjusemi og með því að gefa ekki upp trú sína á réttlæti.

Kristín María (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 11:19

47 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Allar sömu upplýsingar og við höfum, hafa legið fyrir í öðrum menningarheimum, afhverju þróuðust ekki sömu réttindi meðal múslima og kommúnistaþjóða og hafa þróast meðal kristinna þjóða?

Guðrún Sæmundsdóttir, 26.9.2007 kl. 22:01

48 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

af hverju þróuðust ekki sömu réttindi meðal múslima og kommúnistaþjóða og hafa þróast meðal kristinna þjóða?

Svarið er fólgið í andlegum ávöxtum kristins átrúnaðar kristinna þjóða, ávöxtum eins og umburðarlyndi og náungakærleik sem Kristur boðaði.

Kirkjunar menn hafa verið allavega í gegnum tíðina stundum hafa þeir misbeitt valdi sínu, en bænalíf fjöldans til Guðs kristina manna gefur anda kærleika og umburðarlyndis sem þurfti til að leiða fram réttindabaráttu og sigur minnihlutahópa. 

Guðrún Sæmundsdóttir, 27.9.2007 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband