Hatursfull umræða!
20.9.2007 | 08:49
Hatursfull umræða er víða hér á netinu og vefsíður fullar af hatri í garð annarra á hverju strái. Nýnastar eru sennilega stórtækastir með hatur sitt á Gyðingum og innflytjendum. Herská múslimsk samtök eru einnig áberandi magnaðar af hatri í garð vestræns þjóðskipulags. Hatursmenn Islams eru áberandi. Þessar síður skipta hundruðum þúsunda á netinu. Málstaður mannanna að baki þessum síðum er alltaf heiður og klár. Allir þeir sem tilheyra trúflokki eða hópi eru fyrirlitnir. Bullandi rasismi er í gangi.
Í stað þess að beina gagnrýni sinni að hernaðarstefnu Ísrael eru allir Gyðingar útmálaðir sem illmenni. Í stað þess að beina gagnrýni sinni að öfgafullum múslimum eru trúarbrögðin sjálf og allir fylgismenn þeirra ataðir auri. Heimurinn svart/hvítur. Offors þeirra á vefsíðum er einnig viðbrugðið. Hatursfullur áróður hefur alltaf verið til staðar. Átök og stríð legíó í sögu mannsins. Á sama hátt hafa alltaf verið öflugar hreyfingar sem hafa boðað og talað fyrir umburðarlyndi og skilningi t.a.m. hefur umburðalynt fólk veriöð í miklum mirihluta fylgjenda allra trúarbragða.
Með netinum verða fulltrúar hatursins áberandi. Hinn hatursfulli málsstaður fær vængi. Það er e.t.v. hættan við tímana. Öfgamenn eru yfirleitt bráðvirkir eins og títt er um þá sem hafa fundið sanleikann, efast ekki. Ungir ómótaðir hugir verða fórnarlömb þeirra og einnig fólk á öllum aldri sem óttast hið óþekkta og kaupir einfaldar skýringar á böli heimsins.
Ég er ekki að lesa um fjöldamorðingjann Maó. Sú bók bíður þess að ég komist í gegnum bók Simon Sebag Montefiore um Stalín. Þvílíkt illmenni Stalín. Það er alveg ótrúlegt að lesa hvernig eitt stykki verðandi illmenni gat náð tökum á heilum flokki og heilli þjóð. Maó var víst verri. Samkvæmt Jung Chang og Jon Halliday í bókaþætti Egils í gær drap hann 70 milljón manns.
Og ungir draumóramenn á Vesturlöndum elskuðu Maó, gengu með merki hans í barminum og kölluðu sig Maóista, sátu kvöld eftir kvöld í hring og lásu úr(ómerkilegum)verkum hans. Það fer hrollur um mann þegar maður hugsar til þessa. Ungt fólk með ómótaðar hugmyndir er jú oft auðveld bráð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:51 | Facebook
Athugasemdir
ég er sammála þér að þetta má ekki vera bara svart og hvítt, og er það alls ekki alltaf þegar fólk gagnrýnir trúarbrögð, einsog t.d Islam, það er ALLS EKKI það sama og rasismi enda er um trúarbrögð að ræða en ekki kynþátt. En hvað á fólki að finnast um það þegar hundruðir múslima safnast saman á götuhorni, einsog t.d í Osló, til þess að brenna fána, fagna hryðjuverkum, og fordæma líf og störf fólksins sem býr þarna með þeim? Fullt af löndum hafa forðast að gera eitthvað í því, staðan er orðin bara ógnvænleg í dag. Að múslimar komi saman í svona ofbeldisfullu tilgangsleysi er orðið norm víðast hvar í Evrópu, og það er það sem hefur komið óorði á þá sem fylgja trúarbrögðum Múhammeðs. Þeir hafa það úr sínum helgiritum að ef þeir deyja og drepa í nafni trúarinnar, þá fái þeir ómælda sælu eftir dauðann. Svo drepa þeir í nafni trúarinnar, en hófsamir múslimar segja að það sé ekki Islam og að það séu ekki trúaðir menn.... humm, gengur ekki alveg upp. En hvað er hægt að gera?
halkatla, 20.9.2007 kl. 09:29
Það er nú bara þannig í lífinu, að stærri hlutinn er oft dæmdur eftir litlum minnihlutahóp. Það sjáum við til dæmis í Reykjavík, einhver (vonandi) lítill hópur hagar sér eins og "asnar" og umræðan er um að allir sem eru í bænum um helgar kunni ekki mannasiði. Þannig er mannfólkið jú oft, afar dómhart. Oftar eru það líka þeir sem vita "allt" sem að dæma. En þeir sem að vita "allt" vita oft bara harla lítið.
Það er oftast þannig að í kring um trúarbrögð er því miður oft stríð. Því túlkun fólks á "helgiritinu" er æði misjöfn.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 20.9.2007 kl. 09:57
Einn góðann sólskinsdag í sumar gerði ég mér ferð í bæinn í góða veðrinu og hitti á förnum vegi unga og fallega stúlku sem sem dreifði áróðursmiðum gegn fordómum.
Stúlkan kom mér í gott skap með sínu saklausu augum og fallega brosi. Gott mál. Seinna þegar ég fletti bæklingnum sem beint var gegn fordómum þóttist ég greina verulega fordóma gegn þeim "sem haldnir eru fordómum". (að mati þeirra sem ekki eru haldnir sömu fordómum og þeir sjálfir) Skilur þetta einhver?
Sigurður Þórðarson, 20.9.2007 kl. 12:30
Ef til vill erum við haldin fordómum gagnvart annarri menningu eða trúarbrögðum. Áleitnar spurningar geta komið upp t.d. hjá sveitarfélögum varðandi flóttafólk. EF beiðni berst, eru allir velkomnir? Burtséð frá menningu eða trúarbrögðum? Er engin ástæða til að spyrja? Allir eru, í byrjun, haldnir fordómum, það er að segja öll vanþekking kallar á fordóma enda bendir nafnorðið til þess. Ég skil samt ekki að menn geti í nafni trúar sagt heilli þjóð stríð á hendur vegna teikningar sem líkist trúarleiðtoganum. Er skilningsleysið mitt bara fordómar?
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 13:21
Sæll Gísli,
Samkvæmt alnnarómi hér á landi þá ert þú haldinn bullandi fordómum og tilheyrir jafnvel Nasistaflokknum og þú persónulega berð ábyrgð á dauða fjölda manns í Írak og víðar um heim.
Nei Gísli þú ert ekki haldinn fordómum ef þú talar út frá efni sem þú hefur kynnt þér, þ.e. horft er upp á það í fréttum og fjölmiðlum að heilögu stríði sé lýst yfir gegn heilli þjóð vegna þess að einn maður teiknar skopmynd.
Ég spyr ykkur öll: Hvar er heilaga stríðið gegn Jóni Gnarr vegna símaauglýsingarinnar? Hversvegna lætur biskupinn sér nægja að koma fram í sjónvarpi og tjá þá skoðun sína að sér finnist auglýsingin ósmekkleg?
Ps. Baldur: Ég skora á þig að lesa bókina um Maó formann. Ég vara þig þó við fyrir fram að þér mun finnast þessi bók þeirra Jung Chang og Jon Halliday vera vita ómerk, þar sem stuðst er að miklu leyti við frásagnir fólks sem kýs að segja sögu sína undir nafnleynd af ótta við fordæmingu og ofsóknir.
Kv,
Umhugsun.
Umhugsun (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 14:14
Fordómar, fyrirdæming, ég held að allir séu sekir um slíkt, enn hvort að það sé hægt að mæla slíkt með sömu mælistiku og rasisma tel ég afar ólíklegt. Mætti ekki ætla að Íslendingar séu ekki eins og málshátturinn "brennt barn forðast eldinn" eldurinn kú vera í Vestur Evrópu þessa dagana þar sem umburðalyndi frænda vor er haft að háði, frelsið er haft að háði og svona mætti endalaust telja Hversu langt eigum við að sitja undir fána umburðalyndis? Kannski þangað til að frelsið verður tekið frá okkur, sakir þess að það er mógandi fyrir öfga hópa? Hvenær verður umburðalyndi að heimsku?
Góður pistill hjá þér, vekur upp margar hugsanir og eflaust skoðanir. Takk fyrir mig.
Linda, 20.9.2007 kl. 17:00
Islam á í ákveðnum erfiðleikum, um það er ekki deilt, hvorki meðal múslima né kristinna manna. Endurbóta er þörf, rétt eins og með kristnina á sínum tíma.
Lokatakmarkið hlýtur að vera að menn geti búið saman, burtséð frá trú eða trúleysi. Til að ná því marki ættum við að undirstrika það sem vel er gert, en gagnrýna harðlega öfgarnar; hvar sem þær birtast.
Til eru kristnar kirkjur sem beinlínis hvetja til morða, t.d. á þeim sem framkvæma fóstureyðingar. Þá er hávær krafa kristinna um dauðarefsingar til handa þeim sem framkvæma slíkar aðgerðir. Margt fleira mætti nefna; jafnvel án þess að horfa til baka á blóðuga sögu kirkjunnar.
Er mér þá óhætt að stimpla alla kristna sem fylgismenn slíkra öfga? Alhæfa að kristnir menn tali fyrir morðum? Auðvitað ekki. Það væri fráleit stimplun á (upp til hópa) ágætu fólki og trúarbrögðum.
Það er misjafn sauður í mörgu fé. Ég get tekið undir að krafan um nútímavæðingu islam á fyllilega rétt á sér, en hófsömum múslimum er síst hjálpað í þá átt með alhæfingum.
Þá örprósentu múslima sem láta illa á götuhornum má að sjálfsögðu fordæma, en menn verða sýna þá lágmarksskynsemi að átta sig á að á bakvið tjöldin eru svo mun fleiri sem láta sér einmitt duga að segja teiknimyndirnar margfrægu ósmekklegar. Það teljast hins vegar ekki forsíðufréttir.
Dálítið einkennilegt samt, að hinir sömu og stimpla hér ALLA fyrir óeirðir ÖRFÁRRA, gera í leiðinni þá kröfu á múslima að þeir átti sig á að aðeins EINN maður teiknaði myndirnar.
Því skyldu þeir ekki setja alla kristna undir einn hatt, rétt eins og gert er við þá?
Baldur McQueen (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 17:03
"Allir þeir sem tilheyra trúflokki eða hópi eru fyrirlitnir. Bullandi rasismi er í gangi. "
Kynþáttahatur í garð "kynþáttarins" múhameðstrúarmenn?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 20.9.2007 kl. 17:31
Já, Hjalti Rúnar. Ég nota orðið racismi yfir hvers kyns ,,stereotyping"á grundvelli kynþátta, litarháttar, trúarbragða. það er ekki bókstafleg merking en vel viðurkennd sérstaklega þar sem oft fer saman uppruni og trú. Ég veit Hjalti hvað ég syng í þessum efnum. Annað skaltu lesa þetta í samhengi og þá sérðu að racismi í því samhengi sem þú vitnar til vísar ekki endilega til trúarhóps -en má sem sagt alveg gera það.
,,Nýnastar eru sennilega stórtækastir með hatur sitt á Gyðingum og innflytjendum. Herská múslimsk samtök eru einnig áberandi magnaðar af hatri í garð vestræns þjóðskipulags. Hatursmenn Islams eru áberandi. Þessar síður skipta hundruðum þúsunda á netinu. Málstaður mannanna að baki þessum síðum er alltaf heiður og klár. Allir þeir sem tilheyra trúflokki eða hópi eru fyrirlitnir. Bullandi rasismi er í gangi. " Kv. B
Baldur Kristjánsson, 20.9.2007 kl. 17:56
Það vildi ég einnig óska að við settum oddinn á stjórnmálastefnu Ísraela frekar en Gyðinga alla í heild sinni, mér líður ekki vel þegar umæðan snýst upp í það. Þetta með að heimurinn sé alltof oft metinn svart hvítur, er búið að ganga allof lengi, eiginlega með eindæmum eins og mikið er búið að ræða þessa hluti í gegnum seinustu 20 ár. Og hinir ungu ómótuðu verða oft fórnarlömb og eru notaðir til áróðurs málstaðnum. Það eru hinir ungu ómótuðu sem ganga um götur borga erlendis með ýmis skilaboð sem sýnast í fyrstu ósköp saklausir sneplar, en eru finnst mér eitthvað dulbúnir... innihaldið.
Þetta var mjög sérstakt hvernig stefna Maós gat náð til Íslands, ég skildi það aldrei. Síðar kom í ljós hversu grimmur þessi maður var. Það eru eiginlega slæmar minningar um að við skyldum í það heila hlusta á þetta. Vitað er að Stalinistar á Íslandi, töldu sig vera með hina heilbrigðu skoðun gegn Nasismanum, og voru það trúarbrögð í augum margra manna uppúr seinna stríði. Mig langar að benda á ljóð Jóhanns Hjálmarssonar "Myndin af langafa". Ennfremur r mér mjög minnisstætt leikrit Vésteins "Stalin er ekki hér".
Sjálfri er mér ekki nógu vel skiljanlegt hversu mikið t.d. Muslimar, ætlast til af okkur hinum, sem erum að verða hálfgerðir minnihlutahópar, þá er ég að meina hversu mikið tillit við verðum að taka til ytra útlits, einsog t.d. blæjuburð, og klæðnaðar sem segja okkur strax haða trúflokki við tilheyrum. Þetta er hálfgerð klípa hjá mér, og miklu fleirum. Kona í skandinaviu getur ekki farið til kvensjúkdómalæknis, öðruvísi en að hafa mann sinn með sér, ekkert má fara á milli í samskiptum t.d. Mýmörg dæm eru tiil með ýmislegt í sambandi við umgengni í ýmsum kerfum þar. Ég er stundum að hugsa um hvernig ég geti kennt mínum barnabörnum hvernig þau eiga að umgangast heiminn eftir 20 ár, þó ég beri ekki ábyrgðá uppeldi þeirra. Við getum mjög mikið lært af Dönum (Þó þeir ráði nú ekki alveg við sín eigin mál), og Norðmönnum. Ennfremur Þýskalandi, þeir hafa tekið mjög vel á innflytjendum, hefi ég heyrt, en að vísu bara frá þjóðverjum.
En umræðan hjá þér Baldur er af hinu góða, gott væri ef við Íslendingar gætum verið framarlega í flokki umburðarlyndis-stefnu.......
Sólveig Hannesdóttir (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 18:35
"Já, Hjalti Rúnar. Ég nota orðið racismi yfir hvers kyns ,,stereotyping"á grundvelli kynþátta, litarháttar, trúarbragða."
Ég legg til að þú notir eitthvað annað orð, því orðið kynþáttahatur ("racismi") hefur hingað til verið notað á hatur á meðlimum meints kynþáttar.
En mér fannst þetta áhugavert:
"Í stað þess að beina gagnrýni sinni að öfgafullum múslimum eru trúarbrögðin sjálf og allir fylgismenn þeirra ataðir auri. "
Nú er það spurning hvort sjálfum trúarbrögðunum sé ekki að kenna um meinta "öfgafulla múslíma". En er eitthvað athugavert við að "ata" trúarbrögðin sjálf "auri"?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 20.9.2007 kl. 20:12
þegar múslimar eru orðin meiri hluti í ríkisstjórnum evrópu hvernig verður tilvera okkar?
Ætlum við þá að standa upp og verja okkar rætur?
Verður hlustað á okkur minnihlutahópinn?
Þurfum við að hafa áhyggjur af því að börnin okkar verði steinuð?
Svo finnst mér þetta væl yfir gyðingum er alveg komið út í öfgar. Það fer alveg eftir því hver segir ævisögu þína hvernig hún verður. Gyðingar og bandaríkjamenn hafa unnið saman frá seinniheimstyrjöld...horfið á myndina zeit geist the movie sem er á netinu... í alvöru talað.
Mér finnst hræðilegt hvað Þýskaland hefur gert vegna "rasisma"...til dæmis að banna rúnastafrófið sem var til löngu fyrir síðari heimstyrjöld. þar að auki eru stafir í rúnastafrófinu sem eru í því arabíska líka..ætli þeir séu bannaðir líka?
Merkilegt að neita eigin sögu en hlusta á heimatilbúna sögu gyðinga um "helförina" og þeir eru ennþá að herja út peninga frá þjóðverjum vegna þessa, skyldu þeir peningar fara í vopn til að ráðast á Palestínumenn??
Það þarf að passa að halda málfrelsi og stökkva ekki bara á fólk og kalla það rasista. Það er hættulegt hvað búið er að vega mikið að málfrelsinu.
Miðausturlandabúar, þeldökkir, og Japanir eru oft mun meiri rasistar en við og hafa oft engan áhuga á því að börnin þeirra venjist nýjum siðum og blandist okkar kynstofni.
Ég er afskaplega ánægð með það að flestir innflytjendur á Íslandi eru Pólverjar og austantjalds fólk og Íslendingar ættu að prísa sig sæla yfir því að hafa þetta fólk hér.
Svo er annað að Þessu fólki bregður þegar það sér misviturt ungt fólk á íslandi sprangandi um í cccp og che-guevara bolum. Austantjalds fólk veit hvað það þurfti að þola frá kommúnistum.
En það er sennilega bullandi rasismi að tala um að passa uppá fólkið sitt og menningu.
Dís
Sigríður Baldvinsdóttir (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 22:02
Mig langar að koma með smá athugasemd vegna þess að talið hefur borist að fordómum. Það virðist svo að fólk megi ekki viðra skoðanir sínar nema vera fordómafullt. Fordæming er athöfn sem dæmir fyrirfram eitthvað sem það veit ekkert um. Hins vegar er dómharka þar sem fólk veit um hvað það er að tala, en er dómhart um málið. Þeir sem hafa kynnt sér Islam og aðrar trúarkenningar geta verið dómharðir í garð þessa fólks og eins má fólk ekki tala um rasista þótt einhver minnist á að útlendingar séu ekki velkomnir. Fólk hefur rétt á sínum skoðunum og á ekki að þurfa að kalla það einhverjum nöfnum þó það hafi skoðanir. Gangrýnin hugsun gerir öllum gott.
Helgi Jónsson, 21.9.2007 kl. 02:04
Áhugaverð umræða. Aðalatriðið er að vita fyrst hvað maður vill vera og standa fyrir sjálfur áður en maður eyðir lífsorku sinni í að dæma aðra. Að vera fyrirmynd frekar en vera iðinn við að finna flísar í auga náungans.
Það sem að ég tel líklegast til óróleika og átaka milli hópa er hollusta við hugmyndakerfi, sem verður skynsemi og virðingu fyrir manngildum yfirsterkari. Það er veikleiki að sjá ekki það hugmyndasamhengi sem fólk dæmir út frá.
Stjórnmálaskoðanir og trúarskoðanir eru oft útgangspunktar. Nú er sett bók á markað sem lýsir Maó sem miklu illmenni og þýdd er af einum aðalpenna íhaldsmanna hér á landi. Skiptir það máli? Myndi hann þýða bók sem skrifuð væri af araba sem myndi lýsa George Bush sem grimmum harðstjóra og fjöldamorðingaja?
Það er óumdeilt að innrás hans í Írak hefur leitt til þjáninga og dauða fleiri hundruð þúsunda saklausra borgara. Allan Greenspan fyrrum seðlabankastjóri Bandaríkjanna segir nýlega að innrásin snúist fyrst og fremst um græðgi og þrá BNA að ráða yfir olíuauðlindum. Erum við hinn almenni meðaljón á Vesturlöndum sem eltumst við Mammon og lífsgæðakapphlaupið samábyrg fyrir þessum fjöldamorðum með Bush?
Það er ekki nein ástæða til að dæma þá sem hrifist hafa af skrifum og orðum Krists, Múhameðs, Hitlers, Jónasar frá Hriflu eða Maó. Ég held að í öllum tilfellum sé hægt að skilja samhengið. Hinsvegar þegar skrif og hugmyndakerfi er notað sem grundvöllur múgsefjunar, þar sem einstaklingurinn hættir að byggja ákvarðanir á eigin skynsemi og hyggjuviti er hætta á ferðum.
"Imagine there´s no religion ... "
Gunnlaugur B Ólafsson, 21.9.2007 kl. 11:08
Umburðarlyndi er í tilfelli Baldurs hrein og klár afneitun, það er ekkert sem réttlætir afneitun á verkum öfgamúslima. Að líkja gagnrýnendum islam við rasisma er röng notkun á orðinu rasismi eins og Hjalti Rúnar bendir réttilega á.
Þó svo að Georg Bush hafi framkvæmt hrottalega hluti í sinni forsetatíð, er ekkert sem að réttlætir öfgaislam, og ég vil bæta við að með því að leyfa byggingu Mosku á Íslandi munu koma hingað til lands Islamklerkar sem eru líklega mjög ólíkir íslenskum múslimum sem að hingað til hafa reynst vera ágætis íslendingar.
Guðrún Sæmundsdóttir, 23.9.2007 kl. 12:33
Sæl Guðrún! Það er enginn ekki nokkur maður að afneita verkum öfgamúslima. Ég er að prédika það er rangt að setja alla undir sama hatt. Lestu svo svar við mitt við athugasemd Hjalta Rúnars um notkunina á orðinu rasisti. Á notkun þess orðs hef ég óvart svolítið vit. Kv.B.
Baldur Kristjánsson, 23.9.2007 kl. 13:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.