Að rífa í sig veiklaða bráð!
21.9.2007 | 11:06
Þegar Alfreð Þorsteinsson er látinn stíga til hliðar hefst söngurinn um framsóknarmenn sem hafi raðað sér alls staðar og það er oftar en ekki talað um þá í niðrandi tón, þeim valin ýmis meinyrði, þeir hrakyrtir, flokkurinn talinn upphaf og endir alls sem misfarist hefur í íslensku samfélagi.
Hreint út sagt hef ég oft vorkennt þessum fyrrum félögum mínum. Að sama skapi ber ég ekki mikla virðingu fyrir þeim sem láta svona. Þeim má líkja við hýenur sem rífa í sig veiklaða bráð. Það þarf ekki hugrekki til.
Menn stíga hins vegar varlega til jarðar í kringum raunverulega valdaaðila nema þá helst Björn Bjarnason en það er mest af því að hann hefur svo gaman af því að munnhöggvast sjálfur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.