Hjartastrekkjandi umfjöllun!
21.9.2007 | 11:34
Þetta fólk sem er að flýja ömurlegar aðstæður og vill búa sér og börnum sínum betra líf reynir gjarnan að fara auk Grikklands um Möltu. Sikiley já og meginland Ítalíu á bátskriflum og allt of margir um borð. Ég heyrði hjartastekkjandi umfjöllun á BBC í gær á þá lund að Ítalír væru farnir að handsama og ákæra fiskimenn fyrir að koma með ölöglega innflytjendur til lands og skipti þá engu hvort þeir hefðu bjargað þeim úr sjónum eða ekki. Fiskimenn hafa nefnilega bjargað fólki frá því að farast, týnt konur, börn og karlmenn upp úr sjónum og flutt til hafnar. Nú eru fiskimenn neyddir til þess að láta fólk afskiftalaust og brjóta þar með helsta siðferðisboðorðið (sem sennilega er ritað í hjörtun)að bjarga fólki. Sést hefur til þeirra berja konur og börn af borðstokkum.
þessi framkoma yfirvalda í garð sjómanna hefur vakið upp deilur á Ítalíu.
48 ólöglegir innflytjendur handteknir á Grikklandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvernig ætli okkar verði minnst í mannskynssögunni?
María Kristjánsdóttir, 21.9.2007 kl. 12:27
Hér hætta menn líka lífi sínu með því að sigla yfir hafið á manndrápsfleytu - færandi varninginn heim.
Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 14:19
Ég minnist þess þó að það hafi verið frétt fyrir rúmu ári síðan þar sem talað var um að að minnsta kosti 30% af hagvexti spánar hafi verið tilkominn vegna innflytjenda.
. (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 17:22
Einmitt Spánverjar minnir mig taka létt á ólöglegum innflytjendum því að þeir geta ekki án þeirra verið og það sama gildir meira og meinna um allar þessaar þjóðir svo ég tala nú ekki um það þegar kíkt er vestur til Bandaríkjanna.
Er ekki þjóðum sem þessar manneskju koma frá haldið í greipum fátæktar af innflutningstollum og efnahagsbandalögum? kv. B
Baldur Kristjánsson, 21.9.2007 kl. 17:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.