Hernaðarhyggja í barnamyndum
25.9.2007 | 18:31
Davíð Þór Jónsson er rétt í þessu að lesa í bundnu máli inn á teiknimynd á barnaefnistíma í sjónvarpinu. Hann gerir þetta vel guðfræðingurinn og efnið er til fyrirmyndar.
Það er tvenns konar barnaefni í sjónvarpinu, annars vegar myndir á borð við þessa, teiknimynd um börn og foreldra sýnist mér, og myndir á borð við littlu snillingana (little Einsteins) sem toppa annað barnaefni að mínu viti. Hins vegar harðar, hraðar, slagsmálamyndir ógurlega fyrirbæra fullar af einslags hernaðarhyggju. Ég finn mun á mínum börnum eftir því hvora tegundina þau hafa horft á. Þau verða pirruð og æst við að horfa á síðarnefndu gerðina en ósköp eðlileg eftir að hafa horft á hina fyrri gerð.
Ég hef svo sem aldrei skilið í þágu hverra þessar síðarnefndu eru sýndar
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Og sjá, Drottinn gekk fram hjá, og mikill og sterkur stormur, er tætti fjöllin og molaði klettana, fór fyrir Drottni, en Drottinn var ekki í storminum. 12Og eftir storminn kom landskjálfti, en Drottinn var ekki í landskjálftanum. Og eftir landskjálftann kom eldur, en Drottinn var ekki í eldinum. En eftir eldinn heyrðist blíður vindblær hvísla. 13Og er Elía heyrði það, huldi hann andlit sitt með skikkju sinni, gekk út og nam staðar við hellisdyrnar. Sjá, þá barst rödd að eyrum honum og mælti: "Hvað ert þú hér að gjöra, Elía?"
1. Kon. 19: 11-13
Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 21:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.