Aumingjahrollur!

Ég verð að játa að ég fékk samskonar aumingjahroll og Guðmundur Steingrímsson talar oft um þegar upplýst var í fréttum Stöðvar 2 að allmargir þingmenn hefðu svona gert það fyrir vini sína og að óathuguðu eða lítt athuguðu máli að skrifa upp á beiðni til norska stórþingsins að Cri Chinmoy fengi friðarverðlaun Nóbels. Alls mun 51 þingmaður af 63 hafa skrifað upp á.

 

Nú kann vel að vera að Cri Chimnoy sé alls góðs maklegur, friðarhugleiðslumaður er hann, þó ekki virkaði það neitt sérstaklega merkilegt að lyfta Steingrími Hermannsyni á Lækjartorgi (sem er þó þungaviktarmaður.)  Manni brá  hins vegar við það að þingmenn skuli ekki liggja betur yfir þessum heilaga rétti sínum – sem er réttur sem fulltrúar á þjóðþingum heimsins hafa, að fá að tilnefna mann til friðarverðlauna Nóbels.  Það fylgdi fréttinni að þeir gerðu það sjaldnast.

 

Það er greinilegt að enn eru einhver skref eftir að fullu sjálfstæði þjóðarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband