Hinn alþjóðlegi Kristur!

Nú er Páli Vilhjálmssyni fyrirgefið því að þó hann sé ekki málefnalegur þá er hann skemmtilegur (sjá nýjustu færslu hans).  Og ég skal hans vegna vera enskukallinn og Björgólfsprestur.  Það fer um mig (fávíslegur) sæluhrollur hér í einangruninni.

 

Raunar ætti hvergi að vera meiri alþjóðahyggja en í kristindómi. Laus úr fjötrum Gyðingsdóms er Kristur alþjóðlegur. Ekki barn neinnar einnar þjóðar, neins tungumáls. Hann er hvorki Íslendingur eða Serbi, Makedónímaður eða Englendingur, Gyðingur né grískur. Þrátt fyrir söguna um Babelsturninn sem Glúmur Gylfason uppgjafa orgelsnillingur teflir fram (í athugasemdarkerfi mínu) þá er áhersla á þjóðríkið, áhersla á alla aðgreiningu fólks, á skjön við alheimstré kristninnar þar sem allir eru eitt í Kristi og Guð er einn o.s.frv.  Og höfundar Guðspjallanna rituðu á grísku sem þá var heimsmálið þó að móðurmál þeirra sumra a.m.k. væri arameiska.

 

Þannegin að það má athuga það hvort að kirkjan taki upp ensku eða eitthvað annað heimsmál, latínu t.d. eins og Rómverska kirkjan, í náinni framtíð!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Við sama heygarðshornið situr prestur,

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.9.2007 kl. 10:14

2 identicon

23Ef þér fyrirgefið einhverjum syndirnar, eru þær fyrirgefnar. Ef þér synjið einhverjum fyrirgefningar, er þeim synjað."

Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 20:59

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þó að Kristur fari ekki í manngreinarálit er ekki þar með sagt að mismunandi einkenni þjóða sé af hinu illa og það beri að steypa alla í sama mótið, sem enginn veit hvernig er.

Það er til fullt af kristnum einstaklingum af flestum þjóðum. Þrátt fyrir að þeir fylgi Kristi og boðum Hans í Biblíunni þá hafa þeir samt sín þjóðareinkenni. Bandarískur kristinn maður er öðruvísi í háttum en þýskur svo dæmi sé tekið. Afrískir kristnir menn leggja meira upp úr tónlist og líkamlegri tjáningu við lofgjörð en bræður þeirra og systur í Evrópu.

Hvert ætti síðan alheimstungumálið að vera? Ætti það frekar að vera enska heldur en franska, þýska eða spænska? Er ekki spænskan móðurmál fleiri manna en enskan?

Útbreiðsla enskunnar er að stórum hluta vegna hernaðar- og efnahagslegra yfirburða enskumælandi þjóða. Bandaríkjamenn hafa í hundrað ár troðið sinni menningu upp á aðrar þjóðir og kalla það síðan fjölmenningu.

Er það sanngjarnt að aðrar þjóðir en ensku þjóðirnar leggi sína tungu niður (og þar með menningu?), en engilsaxneskar þjóðir fái að halda sinni tungu og kalla það síðan alheimstungumál? 

Theódór Norðkvist, 28.9.2007 kl. 01:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband