Það er annað fólk....
27.9.2007 | 16:31
Þetta er hastarlegt og ég veit að Hjörleifur Brynjólfsson fyrrverandi oddviti gerir þetta ekki að gamni sínu. Enn ítreka ég efasemdir mínar um mótvægisaðgerðirnar svokölluðu. Það fólk sem hér missir vinnuna á ekki ýtur eða vörubíla eða tæki og tól til hafnargerðar. það er annað fólk. Auk þess býr þetta fólk í Þorlákshöfn og þangað rennur ekkert mótvægisaðgerðarfé. Vonandi taka atvinnumiðlun Suðurlands, fyfirtækið og sveitarfélagið saman höndum um það að hjálpa þessu fólki til að finna önnur störf.
En auðvitað hefði mótvægisaðgerðarfé átt að með einhverjum hætti að gagnast því fólki sem missir vinnuna sína.
það er svo aftur umhugsunarefni á hverjum niðurskurður á þorskkvóta bitnar helst.
Tæplega 60 starfsmönnum Humarvinnslunnar á Þorlákshöfn sagt upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.