Íslenskur þéttleiki
29.9.2007 | 09:06
Datt niðrí A Hard Days Night í danska sjónvarpinu í gærkvöldi. Mynd sem ég sá oft á unglingsárum. Sláandi hvað allir voru grannir í myndinni, bæði Bítlarnir sjálfir, mennirnir í kringum þá og svo allar stelpurnar.
Hérlendis voru allir grannir á þessum tíma, þetta mun hafa verið 1967, bara einn og einn var þéttvaxinn. Nú hefur þetta snúist við. Fólk er nú miklu þéttvaxnara en þá, nema einn og einn sem er grannur.
Er þetta ekki svona? Og er þéttleikinn ekki aðallega íslenskur? Og amerískur? Norðmenn eru ekki svona, er það?
Og í þessu þéttvaxna landi ríkir samt krafa tískuheimsins að konur séu eins og horrenglur?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þessu er ég nú ekki alveg sammála, Baldur minn. Mér finnst vera mun fleiri en bara einn og einn sem er grannur. En það er þó ekkert vafamál að íslenska þjóðin er svo sannarlega að fitna. Þökk sé (t.d.) löngum vinnudegi sem veldur því oft að fólk nennir ekki að elda almennilegan mat og kaupir því frekar einhvern óhollan og fitandi skyndibita. Þessi langi vinnudagur orsakast af hinum mikla lífsgæðakapphlaupi sem landinn er stöðugt í.
Kaldhæðnislegt samt að vinna það mikið að maður hefur ekki tíma til að elda almennilegan mat sem orsakar svo aukakíló. Og þurfa því að vinna enn meira til að eiga efni á rándýru líkamsræktarkorti til að losna við áðurnefnd aukakíló. Það er náttúrulega bara nett bilun.
En þetta blogg minnti mig á það að kvikmyndanördið ég á enn eftir að sjá þessa mynd
Það er náttúrlega bara skammarlegt.
Annars bið ég bara að heilsa. Vona að þú hafir það gott, borðið hollt og haldir áfram að horfa á góðar kvikumyndir
Kv. Jóhanna í Sandvík
Josiha, 29.9.2007 kl. 16:23
Ég var einmitt að hafa á þessu orð á dögunum þegar við vorum í Norge. Meira að segja mér finnst ég sjá verulegan mun á holdarfari fólks, almennt séð, í Noregi og á Íslandi, Íslandi í óhag og það svo að ég hafði á þessu orð. Mér finnst þessum málum stefna hér mjög hratt í Ameríska ástandið þessi árin og það er örugglega ekkert sem hægt er að kalla eftirsóknarvert....
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 29.9.2007 kl. 19:42
Baldur minn! Maður horfir ekki á A Hard Days Night með holdarfar fólks í huga. Hvernig gastu dottið í þessa gryfju? Nema Bítlarnir hafi haft öðruvísi áhrif á mig en þig. Hver veit! Ég veit það bara að þegar ég horfi á þessa "frábæru" bíómynd verð ég grönn og ung og æðisleg og sé heiminn í "gleðiljósi."
Guðrún S Sigurðardóttir, 29.9.2007 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.