Fyrrverandi forseti hins framsækna Íslands
2.10.2007 | 23:09
Þetta var framboðsræða hjá forsetanum. Landsbyggðin dásömuð, arfleifðin, fólkið, firðirnir, fjöllin, uppruninn. Forsetaframbjóðendur dásama alltaf landsbyggðina. Allir hrífast, því allir eiga sinn Skagafjörð nálaægt hjartarótum. Hann dásamaði líka tunguna, ekki skipta henni út eins og einhver hafi talað um það. Þar hljómaði Ólafur líka eins og frambjóðandi.
Ólafur er líka góður í þessu. Það besta við hann er að hann er ekki vitund flughræddur. Meira að segja Jón Baldvin var smeykur(og segir frá því einhvers staðar) þegar þeir voru á rauðu ljósi og flugvél þeirra hentist upp og niður í manndrápsveðri yfir Djúpinu. Ólafur rýndi í bók allan tímann. Hann á því gott með að vera í Kína á morgnana og í Washington á kvöldin!
Annars hef ég það á tilfinningunni að Ólafi hafi ekki gengið eins vel og hann ætlaði að gera sig gildandi sem forseti á alþjóðasviðinu(fyrir þjóð sína og sjálfan sig). Þetta er sennilega eitthvað að lagast núna. Hann er orðinn meira nafn en áður. Hugsanlega er hann að verða nógu þekktur til þess að þurfa ekki á embættinu að halda. Gæti orðið friðarsprauta sem fyrrverandi forseti ala Carter og Clinton. Vitaskuld ekki eins þekktur og aflmikill en þó fyrrverandi forseti hins framsækna Íslands þar sem fólkið á rætur á landsbyggðinni og talar sitt eigið móðurmál.
Orðið á götunni telur að Þórólfu r Árnason myndi þá bjóða sig fram. Ég væri alveg tilbúinn til að styðja hann. Það væri afskaplega mikið við hæfi að Þórólfur risi upp til nýrra verkefna eins og áður hefur hent þá sem eru látnir taka á sig syndir annarra.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.10.2007 kl. 09:09 | Facebook
Athugasemdir
Ég væri líka tilbúinn að styðja Þórólf. Hann yrði verðugur fulltrúi lands og þjóðar.
Sveinn Ingi Lýðsson, 3.10.2007 kl. 08:46
Ólafur verður í 4 ár í viðbót. Þá verður framboðslandslagið annað. Ég skima reyndar kvennabekkinn. Kominn með nokkrar í sigtið sem frambjóðendur.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 14:06
Þjóðin hefur gaman af því að breyta um forsetatýpu, því veðja ég á að ef Ólafur heldur ekki áfram að það verði það gift kona með börn. Veit ekki alveg hver en á eftir að sigta það út. Annars er Þórólfur þægilegur og kemur vel fyrir.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 3.10.2007 kl. 15:57
Þórólfur er fæddur heimsborgari. Hann er fluggáfaður, vel menntaður í öllum góðum skilningi, vel máli farinn og hefur hlýja og trausta nærveru. Hann yrði þjóð sinni og föðurlandi hvarvetna til sóma.
Árni Gunnarsson, 3.10.2007 kl. 16:01
Hei, ég er gift kona með börn !!!!
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 3.10.2007 kl. 20:08
Ólafur er í miðju verkefni við að koma okkur á kortið í þessum jarðvarmamálum út um allan heim. Það er ekki séns að hann hætti núna. Hann klárar sín 16 ár eins og hefð er fyrir.
Eftir fjögur ár verður Þórólfur búinn að vera forstjóri Skýrr í sex ár og er nú þegar að standa sig vel í því starfi. Þá er hárréttur tími fyrir hann að bjóða sig fram. Þekki hann ágætlega. Hann yrði frábær forseti.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 4.10.2007 kl. 23:49
Þórólfur er flottur,en hvað með Sigríði Dúnu Kristmundsdóttir ?
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 09:32
Sigríður Dúna? æ nei. Þórólfur já ok.
Gísli Sigurðsson, 5.10.2007 kl. 19:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.