Skilyrðislaust afnám dauðarefsinga!

Í dag 9. október er alþjóðleg ráðstefna í Lissabon gegn dauðarefsingum og Evrópuráðið stefnir að því að gera 10. október að Evrópudegi gegn dauðarefsingum.

Í dag er búist við því að Frakkar staðfestu viðauka nr. 13 við Mannréttindasáttmála Evrópu sem bannar dauðarefsingar.  Evróðuþjóðir hafa komið sér upp á það plan að dauðarefsingar séu ekki réttlætanlegar.  Siðferðisboðskapurinn Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn eigi ekki við. Með lífláti sé ríkisvald að fara blóðuga slóð.  Afnám dauðarefsingar setji siðferðislegt viðmið. Í þessu efni skipti alvarleiki glæps engu máli.  það sé ekki manna að taka líf annarra.

Það má alveg vekja athygli á þessu.  Ekki fyrir svo löngu hrúguðust menn og konur inn á vefsíður hér á landi og vildu líflát af því að tiltekinn glæpur væri svo voðalegur. Grundvallarhugsun virtist ekki til staðar.

Evrópa, undir forystu Evrópuráðsins, er til fyrirmyndar í Mannréttindamálum. Íslendingar ættu að staðfesta viðauka nr. 13.

Ekki eru allir sammála Evróipumönnum í þessum efnum. Langt í frá. T.d. ekki stjórnvöld í Bandaríkjunum og Afganistan

 


mbl.is Fjöldaaftökur áfram við lýði í Afganistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Okkur kemur eflaust lítið við, hvað þeir gera við glæpamenn í útlöndum. Þegar Saddam Hussein var tekinn af lífi, lýstu íslenskir stjórnmálamenn (þ.m.t. þáverandi og núverandi utanríkisráðherra) því yfir að þeir "virtu" aftökuna vegna lagastoðar þar í landi líkt og aðrar sambærilega aftökur þar undanfarið þó um sé að ræða gróf mannréttindabrot, sem brjóta í bága við þær alþjóðlegu samþykktir og ályktanir um mannréttindi, sem Ísland er aðili að svo sem Mannréttindasáttmála Evrópu. Fróðlegt væri að vita hvenær stjórnmálamenn hér á landi hætta að "virða" mannréttindabrot, þ.e. hvar þeir setja mörkin? Einungis Björn Bjarnason og Biskup Íslands höfðu kjark til þess til að fordæma aftöku Saddams Husseins á sínum tíma. Aðrir stjórnmálaleiðtogar, sem rætt var við í Mbl. sögðust allir "virða" aftökur þar í Írak vegna þarlendra laga. Léleg afsökun og klaufaleg pólitík að mínu áliti. Sumir krimmar eru bara svo miklir krimmar.....  

Júlíus Valsson, 9.10.2007 kl. 09:45

2 identicon

Mér þykir þú (og Evrópubúar almennt) umgangast orðið mannréttindi af of mikilli léttúð. Ert þú svo viss um að það sé einmitt hæfileg grimmd að svipta fólk frelsinu en ekki lífinu?

Er það svo augljóst að það hafi verið mannréttindabrot þegar leiðtogar nasista voru teknir af lífi eftir seinni heimstyrjöldina, þá hafi það verið mannréttindabrot? Þeir höfðu þá fyrir skömmu ráðið þýskalandi og ef þeir hefðu verið einhverstaðar á lífi þá hefði það getað boðið alskyns hættum heim.

Fyrir mitt leiti tel ég að ef við ætlum að reyna að halda á lofti einhverri hugmynd um algild mannréttindi þá verði hún að byggjast á einhverju sem kemst nálægt því að vera sammannlegt. Þessi útfærsla þín og Evrópuráðsins, að skilgreina evrópskt grimmdarstig í refsingum sem hið algilda og rétta, er of menningarbundin til að hafa einhverja merkingu.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 10:31

3 Smámynd: Júlíus Valsson

Annaðhvort gilda mannréttindi fyrir alla eða ekki. Hvar á annars að setja mörkin?

Júlíus Valsson, 9.10.2007 kl. 10:44

4 identicon

Auðvitað eiga algild mannréttindi að gilda fyrir alla. Hinsvegar verða þau að vera nægilega vítt skilgreind til þess að stór hluti mannkyns geti samsamað sig hugmyndunum. Annars hafa þær engin áhrif. Það þýðir að það þarf að gera greinamun á algildum mannréttindum og staðbundinni "útfærslu" þeirra. Það gengur ekki að hvert menningarsvæði búi sér til sinn réttindapappír og kalli skrá yfir mannréttindi. Mér þykir eðlilegt að miða við mannréttindasáttmála SÞ sem flest ríki heims hafa a.m.k viðurkennt í orði.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 11:09

5 identicon

Það er mikið talað um aftökur í Bandaríkjunum og bandalagsþjóðum þeirra, alskyns samtök fordæmi aftökur þar af mikilli hörku. 

Minna fer hinsvegar fyrir mótmælum og fordæmingu þegar fólk er tekið af lífi í öðrum löndum eins og t.d. Íran, Kína, Kúbu og Súdan.  Skrýtið???

Leifur Hreinsson (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 11:43

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, það er ekkert skrýtið. Okkar velmeinandi vinstrimenn eiga svo erfitt með að komast yfir ranglæti Bandaríkjamanna í þessum efnum (með um 50 afökur dauðadæmdra á ári), að þeir ná því bara ekki að hugsa mikið lengra (jú, þeir víðsýnni ná því reyndar að kíkja til Afganistans) og geta alls ekki formúlerað í huga sér, að þetta gerist í hundraðatali í Íran, hvað þá heldur, að tölurnar í Kína geti hugsanlega farið upp í 7-8.000 á ári, eins og sum samtök telja.

Jón Valur Jensson, 9.10.2007 kl. 15:12

7 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Jón Valur skil ég þig rétt ertu að mæla dauðarefsingum bót eða hleypur þú bara í vörn fyrir Bandaríkjamenn og skjöplast því sýn?  Kv. B

Baldur Kristjánsson, 9.10.2007 kl. 15:44

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er ekkert í þessu innleggi mínu, sem mælir dauðarefsingum bót, eins og þú átt að sjá nokkuð auðveldlega. Ég benti hins vegar á viss atriði um ástand þessara mála í heiminum. Skjöplast mér sýn um þau atriði -- eða kannski þér sjálfum?

Jón Valur Jensson, 9.10.2007 kl. 16:01

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

"Þú skalt eigi mann deyða" ..  aftökur í Bandaríkjunum verða ekki léttvægari þó að fleiri séu drepnir í Kína - Hvert mannslíf er mikilvægt, skiptir ekki máli hvar á hnettinum fólk býr.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 9.10.2007 kl. 16:32

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sé svo (ég dreg þessa lokaályktun ekki í efa), er þá nokkur ástæða fyrir suma til að sleppa því að minnast á Kínverja í þessu sambandi? Á þessari Amnesty-vefsíðu segir: "Based on public reports available, Amnesty International estimated that at least 1,010 people were executed in China during the year, although these figures are only the tip of the iceberg. Credible sources suggest that between 7,500 to 8,000 people were executed in 2006. The official statistics remain a state secret, making monitoring and analysis problematic." -- Í Bandaríkjunum voru 53 aftökur árið 2006 og væru, ef þær reyndustu hlutfallslega jafnmargar í Kína, um 232 talsins, og þó er miklu meiri vopnaeign í Bandaríkjunum og sennilega hlutfallslega fleiri morð (eru a.m.k. margfalt fleiri en hérlendis, mig minnir um sex sinnum fleiri hlutfallslega). Þetta eru atriði til að rýna í og hugleiða svo ástæður þess, hvar við eða fréttamenn setja aðaláherzlurnar í þessum málum.

Jón Valur Jensson, 9.10.2007 kl. 16:49

11 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Ólíkt þér Jón Valur að draga athyglina frá princippinu. Dauðarefsingar ættu ekki að eiga sér stað hvort sem er í Kína eða USA. Fréttin var um Afganistan og ég tiltók USA vegna þess hve nærri þau standa okkur nálægt og við þeim.  Hefði getað nefnt Írak, Kína og fleirri lönd þar sem mannréttindi standa veikum fótum. Það er hins vegar sárgrætiklegt að sjá Bandaríkin á þessum svarta lista. Kv. B

Baldur Kristjánsson, 9.10.2007 kl. 18:09

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég get endurtekið það, sem ég sagði um þetta mál nýlega á þessari vefsíðu Magnúsar Inga Sigmundssonar (þar sem fram fór ágæt umræða um dauðarefsingar): "Yrði niðurstaðan úr umræðum um þessi mál sú, hér á landi og alþjóðlega, að bæði fósturdeyðingar og dauðarefsingar yrðu afnumdar, þá gæti ég naumast glaðari orðið hérna megin hryggjar og dæði saddur lífdaga. Geta andstæðingar okkar fósturverndarmanna sagt það sama?" -- til dæmis þú, Baldur kollega?

Jón Valur Jensson, 9.10.2007 kl. 18:14

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þarna hefði ég eflaust fremur átt að segja: eða til dæmis þú ...

Vona, að ég fái gott svar.

Jón Valur Jensson, 9.10.2007 kl. 18:17

14 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

lol, Jón Valur Jensson snýr öllum umræðum yfir í umræður um fóstureyðingar


Djöfull er hann klikkaður. 

Matthías Ásgeirsson, 9.10.2007 kl. 20:27

15 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Jón Valur þú veist að ég er andsnúinn fóstureyðingum og tel að reka eigi eindreginn áróður gegn þeim. Engu að síður tel ég að leyfa eigi fóstureyðingar á fyrstu stigum meðgöngu eftir að sú sem óskar eftir fóstureyðingu hefur fengið fræðslu hjá fagfólki. Mér finnst þetta að vísu erfið afstaða en eina færa leiðin. Í þessum efnum sem öðrum er ég lítið fyrir það að hafa vit fyrir fólki. Kv. B

Baldur Kristjánsson, 9.10.2007 kl. 20:58

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sem oftar á netinu svara ég aðeins því, sem er svaravert, og sný mér því að Baldri einum. Hvað áttu við með "fyrstu stigum meðgöngu"? Og telurðu, að þessi fræðsla miðist eitthvað við að varðveita líf fósturins? Ertu ekki á því með mér, að takmarka beri aftökur á fóstrum sem mest í heiminum, rétt eins og aftökur á föngum, og ertu þá ekki jafnreiðubúinn að segja (svipað og hér ofar í pistlinum) að "með lífláti [um 48 milljóna ófæddra á ári hverju] sé ríkisvald [fjölda landa] að fara blóðuga slóð"? Þetta eru óumdeilanlega aftökur, þess vegna spyr ég.

Jón Valur Jensson, 9.10.2007 kl. 21:44

17 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Fyrstu 12 vikurnar að hámarki. Jú það ber að takmarka eins og kostur er fóstureyðingar í heiminum og það gerum við best með fræðslu og bættum lífsskilyrðum með fátækumþjóðum og útbreiðslu getnaðarvarna. Kv. B

Baldur Kristjánsson, 9.10.2007 kl. 21:56

18 Smámynd: Sveinn Hjörtur

jæja strákar!

Baldur. Kvitt fyrir lesninguna!

kv.

Sveinn Hjörtur , 9.10.2007 kl. 22:32

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mér sýnist þú, Baldur, þurfa að kynna þér þessi mál eitthvað betur. Þú presturinn gengur m.a.s. skemmra í fyrirvörum þínum ("fyrstu 12 vikurnar að hámarki") heldur en sumir Vantrúarmennirnir! Ég trúi því, að þú munir lækka þetta niður í 8 vikna markið fljótlega eftir að hafa kynnt þér málið, jafnvel neðar, í ca. 5 vikur. En stóru tíðindin eru þó í þessu innleggi þínu, að þú vilt alls ekki, að farið sé yfir 12 vikna markið. Má ég þá ekki búast við einarðri baráttu þinni -- t.d. í greinum þínum og predikunum -- gegn þeim fósturdeyðingum, sem fara fram eftir þann tíma? Þær voru t.d. níutíu hérlendis á árabilinu 2003-2005 (þar af 34 fóstur 17-20 vikna gömul og 8 yfir 20 vikna gömul), skv. gögnum frá Landlæknisembættinu. - Með þakklæti fyrir umræðu dagsins,

Jón Valur Jensson, 10.10.2007 kl. 00:12

20 identicon

Það er alltaf sama sagan með vinstrimenn, ef þeim er bent á staðreyndir og hvað er að gerast í löndum "vinveittum" þeim þú snúa þeir alltaf út úr og snúa öllu á hvolf sbr. færslu nr. 7 hjá Baldri. 

Fyrir allar þúsundirnar sem teknar eru af lífi í Kína ár hvert, eru margir teknir af lífi í Rússlandi.  Þessum staðreyndum velja vinstrimenn alltaf að líta framhjá þegar fjallað  um þessa hluti, en beina spjótum sínum frekar að Bandaríkjunum og öðrum bandalagsþjóðum þeirra. 

Hefði þá ekki átt að þyrma Hitler (hefði hann náðst), og öðrum nazistaleiðtogum sem voru teknir af lífi?? skv. mannúðarhugsjón Baldurs.  

Það er einfaldleg svo að sumir eru svo miklir harðsvíraðir glæpamenn og hafa framið svo hrottalega glæpi að það er einfaldlega ekki hægt að snúa þeim til betri vegar.  Svona skrímslí eiga einfaldlega ekki skilið að lifa því þeir eru samfélagslega skaðandi og óforbetranlegir að best er að losna við þá fyrir fullt og allt. 

Leifur Hreinsson (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 14:14

21 Smámynd: Kolgrima

Dauðarefsingar á aldrei að leyfa. Það er ótrúleg grimmd sem felst í því að segja við mann: þú átt að deyja þriðjudaginn 15. maí klukkan fimm á þarnæsta ári eða eftir 15 ár. Skiptir engu hver á hlut, ekki heldur Saddam, háttsettir nasistar né æðstu ráðamenn Rauðu Kheranna, hvað þá minni spámenn.

Ævilöng fangelsun, jafnvel með töluverðri einangrun, er skelfilegt hlutskipti en stundum verður að koma fólki úr umferð. Um það er ekki deilt. Og það verður að gera það þannig að við hin, samfélagið, beri ekki siðferðilegan eða tilfinninganlegan skaða af.

Mér finnst það eiginlega felast klerkskapnum að vera andvígur dauðarefsingum, alltaf. Það sé meðal annars inntak kristinnar trúar. Og klerkar sem hirðar söfnuðar síns, geta varla afborið tilhugsunina um að eitthvert sóknarbarnið þurfi að drepa mann í vinnunni.

Kolgrima, 11.10.2007 kl. 03:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband