Kynþáttafordómar meðal barna
11.10.2007 | 13:50
Alltaf bregður mér jafn mikið þegar ég heyri börn, kannski niðrí sjö ára gömul, bregða fyrir sig rasistaónotum í garð bekkjarsystlkina sinna sem eru af öðru þjóðerni og/eða öðrum litarhætti. Ég hef upplifað senur þar sem krakkar ráðast að einum með orðbragði sem ekki er hafandi eftir. Maður sér hvernig útskúfunin þróast. Hún á rætur sínar í feðrum eða mæðrum sem vita ekki hvað þau eru að gera (og fá því kannski fyrirgefningu) og láta vafasamar athugasemdir fjúka á heimilinu í garð annars fólks, í garð aðkomufólks. Athugasemdir sem eru kannski ekki eins illa meintar og þær hljóma fullorðið fólk lætur nefnilega ýmislegt fjúka heima hjá sér eða í vinnuhópi sem það meinar svo sem ekki, sem yfirsjálfið veit að eru ekki réttar eða sanngjarnar. En börnin verða fórnalömbin, bera óhróðurinn út án þess að skilja innihaldið eða alvöru málsins. (Tek það fram að ég hef upplifað ofangreint og hlýtt á frásagnir annarra víðar en á heimaslóðum t.d. í Reykjavík).
Nú væri gaman að fá að vita. Er farið að kenna börnum í skólanum eitthvað um þessa hluti t.d. sex til átta ára gömlum börnum. Er farið að kenna þeim þýðingu þess að meta ekki aðra eftir uppruna eða litarhætti og að ráðast ekki að öðrum vegna slíks fer fram einhver kennsla í mannréttindum?
Evrópuráðið (ECRI ) mælir með því að þetta sé kennt og það sem meira er: það sé fylgst með því innan skólanna hvað sé látið fjúka á göngum og í sturtuklefum leikfimihúsanna, svo dæmi séu tekin, og brugðist við. Markmiðið er að stemma stigu við kynþáttafordómum í samfélaginu.
Nú spyr ég, af því að ég er ekki innan veggja neins skóla en veit hins vegar að margt ágætt skólafólk les stundum það sem ég hripa. Er einhver kennsla í þessa veru meðal ungra barna?
Gaman væri að fá einhverja vitneskju um þetta.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll, því miður verð ég að hryggja þig, ég hef heyrt allt niður í tæplega 3 ára börn koma með slíkar meiðandi athugasemdir. Kennsla í fjölmenningafræðum er að einhverju marki í báðum megin kennaramenntunarstofnunum, HA og KHÍ. heilmikið efni er til og bendi ég þér á að skoða t.d. greinar á Netlu og heimasíðu Hönnu Ragnarsdóttur, lektors við KHÍ.
Kristín Dýrfjörð, 11.10.2007 kl. 14:24
Og spáðu þegar "kærleiks" þjóðkirkjan ræðst inn í skólana með sína ó-vinaleið, hvað eiga þau mannréttindabrot eftir að afreka, hversu mörg börn munu þjást gífurlega vegna innrásar þjóðkirkju.
Þetta mál hefur engin hugsað til enda og á eftir að enda með hörmungum ef ekkert verður gert til þess að stöðva ósóman
DoctorE (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 15:10
Þakka þér Kristín fyrir innleggið. Ég fæ ekki af mér að eyða orðum en innlegg nr. tvö er nátturulega bara ruddaleg nafnlaus tilraun til að reyna að eyðileggja umræðu og hefur ekkert að gera með mál mitt. Kv. B
Baldur Kristjánsson, 11.10.2007 kl. 15:29
Þetta sem þú kallar "rasisma" er meðfætt og við erum sko ekki eina dýrategundin sem hefur þessar tilfinningar.
Ætlarðu etv að kenna foreldrum hrafnana að þeir þoli ekki að hafa hvíta hrafna í nálægð við sig.
Fransman (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 15:42
DoctorE
Talandi sem bahá'íi sem fór í sunnudagsskóla og upplifði þar bæði jákvæða og neikvæða hluti get ég sagt í einlægni að ég myndi glaður leyfa börnum mínum að taka þátt í vinaleiðinni. Hið jákvæða í kristninni gæti ekki gert þeim annað en gott og þær neikvæðu upplifanir sem sem þau gætu mögulega upplifað myndu, held ég, ekki gera þeim neitt slæmt heldur gera þeim enn betur grein fyrir því hver munurinn er á þeim sem fylga boðum Biblíunnar og þeirra sem aðeins segjast fylgja þessum boðum.
Það eina sem mér finnst neikvætt við vinaleiðina er að önnur trúabrögð hafa ekki sömu tækifæri til að kynna þann andlega boðskap sem í þeim býr.
. (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 16:45
Fransmann
Hver er tilgangurinn með að fylgja nokkrum sköpuðum siðferðislögmálum ef við ætlum alltaf að nota hið lægra eðli mannsins sem afsökun til að þurfa ekki að fylgja þeim.
Eigum við ekki bara að fara og rúlla okkur um í drullunni með svínunum?
Mæli með:
THE DIFFERENCE EXISTING BETWEEN MAN AND ANIMAL
. (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 16:54
Kæri Baldur það má vel vera að ég sé nafnlaus en ruddalegur er ég ekki þegar ég bendi á þær augljósu hættur og misrétti sem er í uppsiglingu með að vera með trúboð í skólum.
Ef þú sérð ekki tengsl skrifa minna við grein þína þá veit ég ekki hvað segja skal nema að ég grípi til ókurteisi, sem ég geri ekki
Ef ég er ruddi við að benda á svona augljóst dæmi þá er gott að vera ruddi.
DoctorE (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 17:12
Hvernig getur það ekki tengst þessari umræðu að Þjóðkirkjan vill stuðla að trúarlegri aðgreiningu í leik- og grunnskólum?
Viljum við ekki skóla án aðgreiningar útfrá kynþáttum eða trúarbrögðum?
Matthías Ásgeirsson, 11.10.2007 kl. 21:24
Viljum við ekki skóla án aðgreiningar útfrá kynþáttum eða trúarbrögðum?
En er þetta ekki soldið það sem er verið að gera þegar trúleysi, sem er óneitanlega ákveðið trúarviðhorf, er gert hærra undir höfði heldur en öðrum trúabrögðum eins og verið er að fara fram á?
Hið eina rétta í þessu máli væri, að mínu mati, að gera öllum trúarhópum (siðmenntsmönnum þar með) kleift að vera með sér fræðslu og að foreldrum yrði gefið val um hvaða tíma börn þeirra myndu sækja. En ég held persónulega að það sé ekkert val að gera einum hópi, hvort sem það eru kristnir eða vantrúarmönnum, hærra undir höfði en öðrum en það virðist oft gleymast að til séu aðrir trúarhópar en þessir.
. (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 00:17
Láttu ekki svona jakob, sérðu ekki fáránleikann við að vera með skóla fulla af trúarbrögðum sheesh
Það sem skólar ættu að gera er að fara heimspekilega og hlutlaust yfir þessa hluti.
Það er hið eina rökrétta í þessu máli svo geta þeir foreldrar sem VILJA sett sín börn í eitthvað trúardæmi utan reglulegs skóla, þetta er svo augljóst að menn þurfa að vera blindir til þess að sjá þetta ekki í hendi sér
Ef á að fara í einhverja trúarjöfnun í skólum þá gerist ekki mikið meira en það í þeim skólum
DoctorE (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 09:51
Matthías Ásgeirsson, 12.10.2007 kl. 09:56
DoctorE og Matthías
Ég er nú ekki að tala um eitthvað Biblecamp eins og sýnt var í sjónvarpinu í vikunni. Það er rétt að það ætti að fara nokkuð hlutlaust í málin en eins og ég sé það þá er manneskjan í eðli sínu fyrst og fremst andleg vera. En það er nú eins og með andlegleika og annað að það þarf að þjálfa og kenna hann. Hér er ég að tala um dyggðir og vitundina um manneskjuna sem andlega veru.
Að mínu mati er verið að gera það sama þegar þessum atriðum er ýtt út úr okkar daglega lífi, eins og t.d. í skólum, og þegar verið er reyna koma í námskrá kennslu á vitrænni hönnun. Þetta eru tveir öfgar sem, að mínu mati, ekkert gott geta gert.
Þetta er það viðhorf sem ég myndi fyrst og fremst vilja sjá kennara vera með gagnvart nemendum sínum:
Lítið á mannin sem námu fulla af ómetanlegum gimsteinum. Aðeins uppfræðsla getur fengið hana til að opinbera fjársjóði sína og gert mannkyni kleift að njóta góðs af þeim.
Að mínu mati er það algjörlega villandi að halda það að börnin þurfi aðeins á efnislegri uppfræðslu að halda og þetta er það sem ég er að tala um þegar ég segi að með því að útiloka með öllu trúarumræðu úr skóla þá sé verið að gera trúarviðhorfi trúleysis hærra undir höfði en öðrum trúarviðhorfum. En eins og DoctorE segir þá má gera þetta á þann hátt að foreldrar hafi val um málið og að þetta sé fræðandi frekar en uppáþrengjandi.
En ef við tengjum þessa umræðu aftur við upphaflega blogg Baldurs þá tel ég að það mætti vel breyta viðhorfum barna með því einu að kenna þeim þá andlegu staðreynd, að mínu mati allavega, að allt mannkynið sé eitt og að við séum öll sköpuð af einum Guði sem elskar okkur öll.
. (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 19:26
Jakob, það hefur enginn farið fram á að öll umræða um trú sé útilokuð úr skólunum.
Við viljum aftur á móti koma trúboði úr skólum, við viljum ekki aðgreina börn eftir trúarviðhorfum ólíkt Baldri og kollegum hans.
Auðvitað er það viss tegund rasisma að aðgreina börn eftir trúarskoðunum og þeir sem þann rasisma stunda ættu að reyna að átta sig á því.
Matthías Ásgeirsson, 13.10.2007 kl. 10:25
Mér sýnist að séum sammála um það að öll trúarviðhorf eigi að fá sömu tækifæri þegar kemur að fræðslu um þau og að trúboð eigi að sjálfsögðu ekki heima í skólum en ég get persónulega ekki dæmt um það hvort vinaleiðin sé trúboð eða ekki þar sem ég þekki hana ekki nógu vel.
Með þökkum fyrir skemmtilegar umræður,
Jakob
. (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 01:20
Blessaður Baldur. Svoldið sein með innlegg,- hef ekkert verið á netinu um helgina ;) Já,- það er kennt alveg töluvert um mannréttindi í amk grunnskólum og samkvæmt minni reynslu í leikskólum líka. Auðvitað er ekki "bein" fyrirlestrakennsla heldur eru börnunum kenndar ýmsar sáttaleiðir, haldnir bekkjarfundir o.fl. o.fl. sem hafa allar það að markmiði að læra það að allir eru jafnir og hafi sama rétt. Allar eineltisáætlanir skóla hafa einnig sama markmið. Olweusaráætlunin sem ég þekki vel er einmitt frábært dæmi um þetta ;) Þarna erum við náttúrulega komin að þessari umhyggju sem ætti að vera nr.1.2.og 10 í skólum!! Síðan er margt fleira gert í skólum sem tengist þessu og sem betur fer eru skólar að verða æ fjölmenningarlegri.
og bæ ðí vei....það er ekki bara frá foreldrunum sem börnin grípa svona leiðindi,- það þekki ég því miður.....veit alveg um ungling sem fékk mjög mannréttinda og fordómalaust uppeldi,- var fermdur af kristilegum og góðum presti ( eða fékk fræðsluna þar amk...) en samt á tímabili var hann alveg óþolandi í garð útlendinga !! en ég held að það sé nú búið að brá af honum..........eftir að hann hóp búskap með þýskri frauku ;)
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 15.10.2007 kl. 23:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.