Það besta er sprengingin sjálf!
11.10.2007 | 20:13
Mig langar til þess að óska Degi B. Eggertssyni til hamingju og óska nýjum meirihluta í borginni velfarnaðar.
Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar var ekki afleitur. Gerði marga góða hluti t.d. í verðlagningu dagvistar í leikskólum og í tómstundarmálum og undirbjó góða hluti í málefnum aldraðra.
Vilhjálmur var þægilegur borgarstjóri og stóð sig örugglega mjög vel. Björn Ingi kaus að slíta samstarfinu. Áður höfðu samstarfsmenn Vilhjálms fundað í sífellu án hans m.a. með formanni flokksins. Slíkt er örugglega einsdæmi og þau bera mikla ábyrgð. Ágreiningurinn var undarlegur. Þau vildu takmarka mögulegan hagnað borgarbúa.
Það skemmtilegasta við daginn er þó sprengingin sjálf. Svona atburðir eru allt og sjaldgæfir í íslensku stjórnmálalífi. Þetta lífgar uppá skammdegið og fólk stendur sig alltaf best fyrst.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:40 | Facebook
Athugasemdir
Já er bara nokkuð sammála þarna
Katrín Ósk Adamsdóttir, 11.10.2007 kl. 20:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.