Alvarlegt mál fyrir Moggann og mig!
17.10.2007 | 09:59
Ég hef stundum borið mig illa yfir því að fólk útí bæ skuli selja aðgang að mér í formi auglýsinga sem ég greiði svo fyrir dýrum dómum. Þetta á við kvikmyndahús og ekki síður ríkissjónvarpið en af því er ég neyddur til að greiða. Það fer líka í taugarnar á mér þegar ég kaupi þröngan pólítískan áróður í áskrift. Reyndar hefur Mogginn skánað. Fréttir í morgun af málefnum borgarinnar eru vel skrifaðar. Það er bara í fyrirsögnum og í Staksteinum sem maður sér gamla ísmeygilega neikvæða tóninn.
Þetta er alvarlegt mál fyrri Moggann og mig þar sem, Morgunblaðið er þrátt fyrir allt besta blaðið og eina blaðið sem ég kaupi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mogginn hefur breyst nokkuð upp á síðkastið, er orðinn hvassari og beinskeyttari. Staksteinar hafa líka breyst, eru oft mjög hnitmiðaðir og góðir og þar er skotið á alla flokka, jafnt Sjálfstæðismenn sem aðra. Svo frjálslyndur sem þú ert Baldur, þá er útilokað að þú finnir einhverja sem þú getur alltaf verið sammála, ekki einu sinni Samfylkingarfólk ...! Mogginn er fínn þó maður sé stundum ósammála því sem þar er prédikað.
Sigurður Sigurðarson (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 11:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.