Lífsháski skáldsins!

Matthías Johannessen flottur í Kiljunni í gćr.  Grand old man virkilega en mikiđ fór nú Kalda stríđiđ illa međ marga af hans kynslóđ.

Smá minningarbrot: Ţađ var 1973 eđa 1974 sem 1. des. nefnd stúdenta fór í mál viđ Morgunblađiđ vegna ţess ađ okkur hafđi veriđ líkt viđ landráđamenn í nafnlausum ritstjórnardálki í blađinu, Staksteinum held ég. Stúdentar höfđu skipulagt 1. des. hátíđ og heimtuđu herinn burt og Ísland úr NATÓ. Viđ vorum ekki haldin neinum kaldastríđsótta.  Ungt fólk sem upplifđi engan lífsháska. Skáldiđ upplifđi tímana allt öđruvísi.  Viđ áttum sáttafund međ honum á skrifstofu Moggans í Ađalstrćti. Hann hafđi líkt okkur viđ landráđamenn og gaf sig hvergi. Viđ lágum ekkert á okkar viđhorfi, létum hann hafa ţađ óţvegiđ, vorum óhrćdd, mundum ekki Stalín, nýkomin úr öryggi foreldrahúsa, skáldiđ ennţá statt í lífsháskanum. Ég held ađ máliđ hafi dagađ uppi.

Viđ Matthías höfum síđan hist í kirkjulegum tebođum- Hann er kirkjunnar mađur- gert ţetta upp -og hlegiđ saman.  ţetta voru fáránlegir tímar sem vonandi koma ekki aftur. Og ţó - eins og Matthías sagđi: Ţađ var gaman. 

Máliđ er ađ ţađ er ósköp leiđinlegt núna. Venjubundiđ borgaralegt líf er ósköp trist!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Borgaralegt er lífiđ trist."

Lát nú heyrast svar.

Hvernig verđur Himnavist?

Hvergi barist ţar? 

Glúmur Gylfason (IP-tala skráđ) 18.10.2007 kl. 21:43

2 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Ég var nú alltaf sammála Matthíasi Johannesen.  Og ósköp fannst mér ţetta eitthvađ slappt baráttuefni stúdenta á sínum tíma. Ég upplifđi ţetta sem eitthvađ tómarúm međal stúdenda ţess tíma, eins og ţú segir nýkomnir úr öryggi foreldrahúsa.

Nei, ţađ er rétt ţessi kynslóđ ţekkti ekki Stalin.

Bendi á leikrit Vésteins Lúđvíkssonar, "Stalín er ekki hér" og

Ljóđabók Jóhanns Hjálmarssonar  "Myndin af afa mínum".

Sólveig Hannesdóttir, 19.10.2007 kl. 16:32

3 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Sćl! Varstu svona ,,ábyrg" ţá líka?  Kv. B

Baldur Kristjánsson, 19.10.2007 kl. 16:46

4 identicon

Datt ekki í hug ađ ţetta vćri svona augljóst,.... Ber eiginlega ábyrg á heiminum...........................

Sólveig Hannedóttir (IP-tala skráđ) 20.10.2007 kl. 19:20

5 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Vantar eđiđ í ábyrgđ..lyklaborđ ađ stríđa mér.

Sólveig Hannesdóttir, 20.10.2007 kl. 21:48

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband