,,heimskasti" pabbinn ræður móralnum

Allt of margir Íslendingar eru gangandi fordómapakkar í garð útlendinga sem eru á Íslandi ef þeir eru ekki frægir. Umræður um aðlögun innflytjenda stöðvast gjarnan á einhverjum klisjum um mikilvægi íslenskunnar.  Fólk á flestum fjölmiðlum tíundar af samviskusemi þjóðerni meintra glæpamanna nema ef það er íslenskt. Lítil börn segja ógeðslega hluti við bekkjarfélaga sem eru sýnilega af öðru þjóðerni.

Það ætti hiklaust að taka upp skipulagðar forvarnir gegn kynþáttaforndómum strax í leikskólum. Eins og nú er það ,,heimskasti" pabbinn sem ræður móralnum í hópnum. Sonur ,,heimskasta" pabbans kemur með mergjuðustu glósurnar í skólann.  Fæst það fólk sem vinnur í (leik)skólum hefur fengið nokkra kennslu eða leiðbeiningar um hvernig taka eigi á slíku.

Kennsla í mannréttindum og kynþáttafordómum er lítil sem engin.

Ef við ætlum að lifa í góðu samfélagi til framtíðar verðum við að fara að taka á kynþáttafordómum af meiri alvöru.


mbl.is Vaxandi fordómar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

það er verið að taka á þessum málum inná leikskólum (leikskólastefnurnar) og ég held að það sé skipulagt alveg útí gegnum grunnskólann. Hef enga trú á því að kennara skorti færni eða þekkingu á þeim sviðum - flestir skólar amk á landsbyggðinni eru blandaðir með börnum frá öllum heimshornum og einsog ég man grunnskólann var okkur kennt mjög mikið um mannréttindi og kynþáttafordóma - að þeir væru bannaðir, hinsvegar er í dag ekkert gert til að kynna jafnréttissjónarmið og margar litlar stelpur vita ekki einu sinni að konur geti orðið forsetar.... Annars er ég mjög sammála því sem þú ert að segja. Það er ógnvekjandi tilhugsun að fólk geti hugsað sér að vera með leiðindi við einstaklinga útaf einhverju sem það telur "hópinn" standa fyrir.  Ég er að verða mjög mikið vör við fordóma í fjölmiðlum  (blogg er fjölmiðill) gagnvart austur-evrópuþjóðum núna, og ég bara hreint og beint skil það ekki, enginn sem ég þekki hefur nokkuð neikvætt til að segja um það fólk.

halkatla, 19.10.2007 kl. 09:47

2 identicon

Er nokkur stoltur af því að vera Íslendingur eftir tapið á móti Lichtensstein?

Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 11:23

3 identicon

Baldur, hvad åttu vid med " einhverjar klisjum um mikilvægi islenskunnar " ?  Eg vona ad ther finnist islenskan vera nægilega mikilvæg til ad vid gerum allt til ad vernda hana og halda henni lifandi ?  Mer thykir thad sjålfsøgd krafa ad folk sem flyst til annars lands, læri tungumålid.  Thad skortir stundum upp å thad her i Noregi, adallega vegna thess ad konur frå t.d. Somaliu, Pakistan, og ødrum muslimskum løndum er neitad um ad læra nokkurn skapadan hlut af eiginmønnum sinum.  Slikt gerist vonandi ekki å Islandi.  En her er ætlast til ad thu talir norsku og er thad sjålfsagt mål.  Sama å ad gilda å Islandi.  Svo thykir mer thu dæma Islendinga allhart, thetta er ju mjøg nytt fyrir okkur ad svo mikill fjøldi utlendinga se busettur å landinu.  En kynthåttafordoma og einelti å ad berjast gegn med øllum rådum.  Annad er olidandi.  En tortryggni og brandarar um thå sem eru " ekki eins og vid " hafa fylgt mannkyni frå upphafi.  Ad berjast gegn thvi er eins og D.Q. gamli komst ad, vonlaus baråtta gegn vindmyllum.

Þórarinn Jóhann Jónsson (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 11:29

4 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Mér finnst hræðslan við útlendingana alveg með ólíkindum.  Kannast við nokkra innflytjendur og get bara ekki séð hættuna.  Þeir sem ílengjast á Íslandi læra flestir íslensku með tímanum,  Líka fyndið að margir sem eru hræddir við ,,útlendinga innrásina" eiga margir hverjir útlenska afa eða ömmu ef ekki bara pabba eða mömmu,nema hvortveggja sé.  Segi bara brosið til útlendingana, ,,gefið þeim blóm og rúsínublöndu í poka".  Það marborgar sig.

Ég þekki persónulega íslenska , innflytjanda, sem á heima í Noregi.  Hún kenndi barnabörnunum sínum þar, að látast ekki sjá útlendingana.  Hvernig ,,velkomst er það? Ekki furða að það eru vandamál.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 19.10.2007 kl. 11:45

5 Smámynd: Toshiki Toma

Sæll.
Góð ábending hjá séra Baldri. Alveg sammála honum á að styrkja forvarnastarf gegn fordómum og mannréttindavanþekkingu.
Samtímis langar mig til að segja að mikilvægi íslensku er eitt og fordómar gegn útlendingum eru annað mál í eðli sinu, þó að þau tvö blandast oft saman. Mér finnst nauðsynlegt að við aðskiljum annað frá öðru.

Toshiki Toma, 19.10.2007 kl. 11:48

6 identicon

Hef meiri áhyggjur af íslenskukunnáttu fjölmiðlamanna en nýbúa.

Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 13:36

7 identicon

Af því hér var nefnt að það sé verið "að taka á þessum málum inná leikskólum" þá er það gott og blessað. Einnig að það er verið að taka á þessum málum á öðrum skólastigum. Það sem þarf er að mynda og móta almenningsálitið. Það er grunnt á neikvæðri þjóðerniskennd hjá ansi mörgum. Hér nota ég þetta orðalag yfir fordóma og rasisma. Litlu skiptir góð verkefni í lífsleikni ef barnið fær þann skammt heima hjá sér að helv. pólararnir og slæðufólkið ætti að hipja sig heim til sín. Nýbúar standa sig betur í því að læra málið en dönsku kaupmennirnir á fyrri öldum.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 13:55

8 Smámynd: Sveitavargur

Skemmtileg staðreynd er að heilanum er svo gott sem líffræðilega ómögulegt að læra nýtt tungumál þegar maður hefur náð vissum aldri.  Það þýðir að því fólki sem mest yfir útlensku kvartar væri flestu ómögulegt að læra það tungumál sem til staðar er ef það væri sjálft í þeirri aðstöðu að þurfa að flytjast til annars lands til að hafa lífsviðurværi.

Það ætti bara að líta í eigin barm.

Sveitavargur, 19.10.2007 kl. 14:42

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mestar áhyggjur hef ég nú af því ef íslenskir kennimenn eru farnir að trúa á þensluna í samfélaginu sem hið eina og sanna Evangelium.

Það er deginum ljósara að til þess að nýbúarnir okkar geti eignast hér öryggi í samfélaginu þarf að halda í horfinu með ríkisframkvæmdir, framhald á uppbyggingu orkufreks iðnaðar og þar með fleiri stórvirkjanir. Semsagt framhald þenslunnar og kapphlaupsins kringum gullkálfinn.

Mér sýnist uggvænlegt ástand hjá þeim hópum þjóðfélagsins sem heltast úr þessari hraðlest hagvaxtarhyggjunnar.

Og ég læt engan segja mér að við komumst framhjá árekstrum við og á milli nýbúa ef við höldum áfram óheftum innflutningi fólks af ólíkum þjóðernum og menningarheimum.

Hvort ég sé rasisti? Sennilega er ég ekki fær til að dæma um það sjálfur. Hitt er ég sannfærður um að hægfara blöndun samfélags okkar við ólikar þjóðir er hluti af eðlilegri framvindu og við það hef ég ekkert að athuga.

Ég er á móti því að svo hratt sé farið í innflutningsfrelsið að eftirlitshlutverkið verði ofviða þar til settum stofnunum og við sjáum erlenda verkamenn skríða út úr gámum í byrjun vinnudags. Og þessir menn séu notaðir af óvönduðum vinnuveitendum með því að þiggja þau laun sem þeir sjálfir ákveða.

Að brot á mannréttum séu sjálfsögð árum saman vegna þess að þetta séu bara byrjunarörðugleikar.

Við eigum að byrja á því að skammast okkar fyrir glópskuna í þessu máli öllu og biðja alþjóðasamfélagið afsökunar. 

Og að trúa því að tungumálið sé aukaatriði í samskiptum fólks er glórulaus heimska.

Hvatvísleg ályktun að vísu en fullkomlega meint.

Árni Gunnarsson, 19.10.2007 kl. 16:02

10 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Tek undir með Þórarni Jóhanni Jónssyni, ég þekki þetta afar vel frá Noregi, hlutirnir eru ekki einfaldir í þessum málum. Toshiki Toma ennfremur með reynslu í þessum málum, og ég er afar sammála.  Ég á sjálf nýbúaömmubörn og er alveg á kafi í að fylgjast með, akkurat hvernig t.d. kennsla fer fram, og ekki síst hvernig þeim tekst að bæta sig.  Mín skoðun er að við verðum að vera mjög vel vakandi í þessum málum. Íslenska er eitt og kynþáttafordómar annað, en vissulega eru fordómar til staðar, þeir eru allsstaðar, og gott væri ef værum til fyrimyndar, eins og við viljum helst vera.

   Íslenskan hefur oft fengið á sig brotsjó, og ég vil trúa því að ábyrgðin er okkar. Fjölmiðlafólk er misjafnt það er staðreynd, og þau verða að vanda sig.

Sólveig Hannesdóttir, 19.10.2007 kl. 16:24

11 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Þórarinn Jóhann og aðrir sem hnutu um orðalag mitt um íslenskuna.  Íslenskukunnátta er mjög mikilvæg.  Ég er einfaldlega að vísa til þess að mér finnst umræðan vart komast lengra og hver hefði tilfinninguna til að éta upp eftir öðrum.  Umræðan sem sé frasakennd.  Góð ábending hjá Thosiki sem Sólveig tekur undir..

Mér þykir líka gott að heyra það (Anna karen)að að einhver fordómavörn er uppi í skólakerfinu.  Mætti vera meiri.

Ástæðan fyrir því að ég skrifa svona er m.a. sú að ég hef heyrt óharnaða unglinga gráta út af glósum sem þeir hafa fengið.  þannig má samfélagið ekki verða. Kynþáttafordómar er fyrirbrigði sem hægt er að vinna á.  Þakka ágætar athugasemdir.

Baldur Kristjánsson, 19.10.2007 kl. 16:31

12 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Blessaður Baldur.  Ég var nú búin að setja komment inn í fyrri færslu þína um kennslu mannréttinda í grunnskólum.  En vil semsagt ítreka hana.  Það er fullt kennt um mannréttindi í grunnskólum,- og þar eru mannréttindi iðkuð, þannig læra börnin best.  Þau læra að allir eru jafnir og að virðing skuli borin fyrir öllum hvernig svo sem þeir eru skapi farnir, á litinn, frá hvaða landi o.s.frv.  Þegar er tekið á einelti t.d. er grunnurinn ætíð mannréttindi hvers og eins.  En auðvitað þarf að halda umræðunni opinni og þetta þarf að vera þverfaglegur þáttur í skólastarfinu, samofið öllu.  Það þarf alltaf að taka á því þegar börn segja hvað sem er af eftirtöldu..helv....útlendingur,hommi eða kelling!!!  Ekkert réttlætir niðurlægingu.

og aftur,- þetta þarf ekki að vera komið frá foreldrum.  Þannig að í öllum bænum ekki hengja alla foreldra fordómafullra barna ( eða barna sem vita ekki hvað þau gjöra/segja).  Þekki semsagt sjálf dreng sem var alinn upp í mjög fordómalausu umhverfi og fékk fermingarfræðslu hjá mjög fordómalausum presti ( BK ;) og var fermdur af afa sínum.  Sá drengur gekk samt í gegnum fordómafulla stæla gagnvart útlendingum, en það er sem betur fer bráð af honum. Mamma hans hefði ekki viljað láta dæma sig fyrir það tímabil drengsins.

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 19.10.2007 kl. 17:40

13 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Ég held að það sé ansi grunnt á fordómum einhvers konar hjá okkur öllum. Mér finnst Árni Gunnarsson benda á ákaflega mikilvægan punkt sem er að við verðum að hafa stjórn á efnahagslegri þróun og ekki láta þá sem eru með peningasýkina ráða för svoað við getum með reisn tekið á móti þeim útlendingum sem hér vilja hafa búsetu. Ég verð að segja til dæmis að ég skammast mín fyrir að hafa ekki enn bloggað um mennina sem ég sé paufast í strætó út úr iðnaðarhúsnæðinu hér  í næsta hverfi en til þess þarf ég að fara í rannsóknarleiðangur og athuga úr hvaða húsi þeir koma. Þrælarnir okkar!

P.S.

Ég gleymdi Mr. Skallagrímsson. Algjört möst!

María Kristjánsdóttir, 19.10.2007 kl. 20:14

14 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég vil taka undir með þér Baldur og ekki síður er ég sammála Glúmi. Það er miklu meiri ástæða til að hafa áhyggjur af málfari fjölmiðlafólks en útlendinga. Ég hlustaði til að mynda á á hundvanan útvarpsmann margítreka í morgun að einhversstaðar  væru "tóm stórmenni" .....?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 19.10.2007 kl. 21:09

15 identicon

Þetta er þörf umræða.Nýlega kom ung kona að vinna á mínu vinnustað,pólsk,talandi eingöngu móðurmál sitt,við tókum henni fagnadi og erum "sjálfskipað"að kenna henni íslensku.Henni tókst að koma því til skila að hún vildi kenna okkur pólsku á móti !.........þá, hvort sem okkur líkaði betur eða ver fundum við á eigin skinni þessa skínandi erfiðleika sem blasa við fólki sem velur að koma til Íslands talandi eingöngu móðurmál sitt.Það er hægara um að tala en í að komast.

Hallgerður langbrók (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 21:27

16 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Frábær umræða ég er algerlega sammála þér Baldur og reyndar ykkur hinum að flestu leyti.

Hallgerður langbrók þetta er gott dæmi hjá þér, Ég er sjálf með tímabundna búsetu í Finnlandi vegna náms, samhliða læri ég Finnsku, en Guð minn góður, þetta er meira en að segja það.  Með mikilli æfingu gæti ég  hugsanlega talað málið eftir nokkur ár. Þetta er ekkert einfalt fyrir innflytendur að læra íslenskuna, tekur langann tíma og ekki getum við neitað þeim um að vinna þangað til.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 20.10.2007 kl. 00:57

17 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Ég tek undir það sem Árni og Þórarinn segja.En ég vil benda á eitt,innflytjendur skiptast í tvo hópa,þeir sem ílengjast hér og ætluðu sér að vera hér til frambúðar strax frá byrjun þeir læra íslensku og okkar siði,síðan eru það þeir  sem eru hér aðeins til að vinna og senda peninga til sína heimalands þessi hópur kemur ekki til með að læra málið og kærir sig ekki um það.Annað vil ég benda á ,það erum ekki við sem eigum að aðlagast útlendingunum það eru þeir sem verða að aðlagast okkar samfélagi og okkar siðum,við skulum passa okkur á því að falla ekki í þá gryfju.Ég vil líka láta ykkur vita að ég hef verið gift útlendum "íslendingi" í yfir 30 ár.Ekki nýbúa.

María Anna P Kristjánsdóttir, 20.10.2007 kl. 08:21

18 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Ég er mjög ánægð með þessa umræðu, orðið fordómavörn verður að fara inn í skólana. Sjálf er ég á miklu varðbergi gagnvart fordómum, sem mér finnst vera afar neikvætt orð, ég vil frekar kalla þetta tortryggni. Sjálf er ég tortryggin gagnvart ýmsu í fari mínu gagnvart innflytjendum, og í vörn með barnabörnin mín. Þetta er vinna á báða bóga.  Ég vil endilega halda því fram (Er ekki komin lengra í úrvinslunni...) að innflytjendur verði einnig að taka tillit til okkar, menningu okkar, hegðunar osfrv. annars verður alltaf togstreita. Innflyjendur verða einnig að læra að vanda sig í nýju þjóðfélagi, mér finnst það ekki alltaf vera við......Er þetta óréttlát hugsun???Geri mér ekki alveg grein fyrir því.

Sólveig Hannesdóttir, 20.10.2007 kl. 14:21

19 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það sem ég gleymdi í minni færslu er kannski það mikilvægasta. Það er erfiðara að eyða fordómum eftir á en að fyrirbyggja þá. Við höfum hugsað okkur að takast á við þetta vandamál dálítið eins og með því að byrgja brunninn eftir að barnið er dottið ofan í.

Með því að láta innflytjendamálin þróast líkt og við gerðum við upphaf flóttamannaverkefnisins verður hægara að efla skilning samfélagsins á þessum viðkvæmu samskiptum.

Hæfilega fáir nýbúar vekja forvitni og athygli. Við þau skilyrði eiga vingjanleg samskipti auðvelt með að þróast.

Skyndileg flóðbylgja sem hvolfist óvænt yfir kallar oft á ergelsi líkt og við öll höfum orðið vör við hjá öðrum og jafnvel sjálf fundið fyrir.

"Það er sama hvar maður kemur, allstaðar er fullt af þessum helv....."

Hver hefur ekki heyrt þetta?

Mikilvægast er að nálgast þetta nýja viðfangsefni af fordómalausri virðingu fyrir öllum sem það snertir. 

Árni Gunnarsson, 20.10.2007 kl. 17:22

20 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Sæl öll. Sammála þér félagi. Byrja sem fyrst, en þó fyrst og fremst heima hjá okkur sjálfum. Bendi á skrif mín þar sem ég varð fyrir fordómum... http://sveinnhj.blog.is/blog/sveinnhjartar/entry/337296/

Sveinn Hjörtur , 21.10.2007 kl. 16:17

21 Smámynd: Sveinn Hjörtur

lesa má um það HÉR.

Sveinn Hjörtur , 21.10.2007 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband