Sáttmáli gegn mansali-hvað dvelur íslensk stjórnvöld?

Með staðfestingu sinni á Evrópusáttmála gegn Mansali hefur Kýpur tryggt það að sáttmálinn tekur gildi og það verður 1. febrúar n.k.

Kýpur er tíunda ríkið sem staðfestir sáttmálann.  Hin eru Albanía, Ástralía, Búlgaría, Króatía, Danmörk, Georgía, Moldavía, Rúmenía og Slóvakía.

27 ríki að auki hafa undirritað sáttmálann þ.á.m. Ísland, Noregur, Finnland og Svíþjóð. Það er athyglisvert hins vegar að þessi ríkjahópur skuli ekki þegar hafa staðfest samninginn og þar með flýtt fyrir gildistöku hans. Hvað dvelur t.d. íslensk stjórnvöld?

Sáttmálinn sé honum fylgt felur það í sér að öll verslun með manneskjur hvort sem það er í kynlífsskyni eða öðru skyni verður torveldari. Auðveldara verður fyrir fórnarlömb að sleppa og glæpamenn reka sig á fleiri hindranir.

Þrælaverslun er í örum vexti í Evrópu.  Manneskjur er felldar í ánauð í kynlífsskyni, einnig til þess að vinna í verksmiðjum t.d fiskverksmiðjum opg bómullarverksmiðjum, börnum er rænt og þau gerð út til þess að betla og þannig mætti halda áfram. Mannleg illska, græðgi og ófyrirleitni brýst út með ótrúlegum hætti og hefur í för með sér ólýsanlega lífskvöl fyrir einstaklinga og fjölskyldur.

Vonandi er staðfesting af Íslands hálfu í pípunum. Það hefði verið fallegt að nota kvennafrídaginn til slíkra verka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband