Sáttmáli til varnar börnum!

Í dag hafa 23 ríki af 47 sem eru í  Evrópuráðinu undirritað sáttmála sem hefur þann tilgang að verja börn gegn kynferðislegu ofbeldi og kynferðislegri misnotkun. Meðal þeirra ríkja sem hafa undirritað sáttmálann eru Noregur, Svíþjóð og Finnland en ekki Danmörk og ekki Ísland.

Vonandi á Ísland eftir að undirrita sáttmálann fljótlega og staðfesta hann í kjölfarið (staðfesting Alþingis) en hann fær þá fyrst gildi er fimm ríki hafa staðfest hann.

Sáttmálinn skyldar ríki til þess að vernda börn betur gegn ofangreindu m.a. með fræðslu til þeirra sem starfa með börnum og hann á að tryggja það að misnotkun á börnum í kynferðislegum tilgangi telst alltaf glæpsamleg. Þá er í sáttmálanum gert ráð fyrir hertum viðurlögum þegar reynt er að nálgast börn í kynferðislegum tilgangi í gegnum internetið. Nánar á http://www.coe.int/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég myndi halda að um þetta mál ættu nánast allir að vera sammála.

Brynjar Jóhannsson, 25.10.2007 kl. 15:37

2 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Já, hvað dvelur ?

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 25.10.2007 kl. 23:09

3 Smámynd: Dísa Dóra

Þetta er svo sannarlega sáttmáli sem allar þjóðir ættu að undirrita.  Vonandi undirrita íslendingar sáttmálan sem allra allra fyrst - og fara svo eftir honum.

Dísa Dóra, 26.10.2007 kl. 08:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband