Af landnámskúnni og miskunnarlausum bændum!
30.10.2007 | 10:00
Guðni Ágústsson gerði mig að ráðgjafa sínum þegar hann var að velta því fyrir sér hvort hann ætti að skipta um kúakyn hérna rétt eftir síðustu aldamót og ég skrifaði skýrslu fyrir hann um málið, launalaust Nota Bene (þá var ég í Framsókn en reyndi ekki að hagnast á því).
Ég held að Guðni hafi ekki áttað sig á því hvað hann var þarna snjall og alþjóðlegur að láta mann af öðru fræðsviði (siðfræði) fjalla um málið og komast að rökrænni niðurstöðu en sennilega hafa strákarnir í kringum hann sem bara voru menntaði í beljurössum strítt honum á þessu og hann gerði aldrei mikið úr þessu. Þetta var samt ábyggilega með því besta sem hann gerði á sinni tíð sem landbúnaðarráðherra og aðhafðist þó margt ágætt og verður sennilega minnst sem síðasta alvöru landbúnaðarráðherrans.
Niðurstaða mín var sú að það ætti að skipta um kúakyn. Það væri hagkvæmara. Rök um að landnámaskýrin ætti einhvern rétt væru gervirök og ættu ekki við. Eðlilegt væri þó að hafa sýnishorn af henni á sérstökum svæðum.
Nú þegar sumir bændur vilja aftur breyta um kúakyn og fá núna sænskt af því að það mjólkar meira hefst upp sami söngurinn um landnámsmanninn og landnámskúna og fjallið sem staðið hefur óhreyft fyrir botni dalsins frá landnámstíð. Það spaugilega í málinu að þessi væntumþykja á stofninum nær ekki til einstakra kúa. Þrátt fyrir alla þessa væntumþykju á landnámskúastofninum slátra bændur þessum skepnum af fullkomnu miskunnarleysi um leið og fer að draga úr arðsemi þeirra. Stundum er blessuðum skepnunum slátrað þegar þær eru aðeins þriggja vetra gamlar og ættu að eiga lífið framundan með landnámsmanninum og fjallinu.
Blessaðri landnámskúnni er þá slátraði á altari gróðahyggjunnar af fullkomnu hagrænu miskunnarleysi.
Ekki er öll vitleysan eins, en eiga þó vitleysuna sameiginlega.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:54 | Facebook
Athugasemdir
Landnámskýrin á fyrst og fremst þann skýlausa rétt að nafn hennar fá að vera í friði í þolfalli, eintölu og vera - landnámskúnni !!!
Í öðru lagi á hún að fá að vera í friði fyrir erlendum stofnum.
Þegar kemur að verndun íslenskra landnámsstofna búfénaðar skal ég stíga fram sem hinn dæmigerði rasisti.
Það mun verða snörp barátta áður en þessari deilu lýkur.
Hinn brosmildi púki gróðahyggjunnar mun víða finna sér öxl til að tylla sér á meðan verkamenn hans timbra saman söluborðunum í hverju musterinu á fætur öðru hjá okkar,- að því er virðist bláfátæku og fákænu þjóð.
Árni Gunnarsson, 30.10.2007 kl. 10:29
Held að það þurfi ekkert að óttast um tilvist og framtíð íslenska kúastofnsins, þó opnað sé á fjölbreytni. Þessi lokunarstefna byggir á óæskilegri þjóðrembu. Væri ekki rétt að setja bann á öll hundaafbrigði hér á landi nema þáð íslenska?
Gunnlaugur B Ólafsson, 30.10.2007 kl. 11:08
Er landnámskýrin í frjálsu falli?
Ásgeir Kristinn Lárusson, 30.10.2007 kl. 12:13
.....Góóóóður Baldur....ha,ha
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 30.10.2007 kl. 13:43
Niðurstaða mín var sú að það ætti að skipta um kúakyn. Það væri hagkvæmara.
Byrjum á því að skipta um og fá nýja íslendinga. Það væri sanngjarnara. Hvað segiði um pólverja eða bandaríkjamenn? Einhverja sem eru ekki svona eigingjarnir og miskunnarlausir. Og, það besta, einhverja sem virða það sem gert hefur verið fyrir þá og eigin menningu.
halkatla, 30.10.2007 kl. 14:31
Árni! Villa leiðrðétt. Var í þgf. eint. kv. B
Baldur Kristjánsson, 30.10.2007 kl. 18:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.