Ekki gera eins og Kolbrún Bergþórsdóttir segir!

 Kolbrún Bergþórsdóttir ku hafa sagt í  bókmenntaþætti Egils að þeir sem sjái rasisma í tiltekinni bók ættu að hætta að lesa bækur.  Ég tek þetta sem meinlausri stríðni enda Kolbrún stríðin og skemmtileg en ég held að einmitt að fólk sem gerir sér far um að sjá eitthvað samhengi í tilverunni ætti að lesa sem mest og það hyggst ég gera.

Þeim sem finnst alltaf allt í besta lagi ættu sömuleiðis að lesa sem flestar bækur.

Hvers vegna er Kiljan annars seint á kvöldin eins og manndráps og framhjáhaldsþættir?  Ég er alltaf dottinn út af um þetta leyti, sem er mjög slæmt því að ég er Egils fan og myndi horfa þó hann stjórnaði þætti um gróðurmold!  Þ.e.a.s verandi vakandi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Ég slekk orðið alltaf á sjónvarpinu eftir fréttir og hef því gleymt homum, tvisvar. En þá bjargar að fara inná Eyjuna og kíkja á þáttinn þar þegar maður hefur tíma.  

María Kristjánsdóttir, 1.11.2007 kl. 21:26

2 Smámynd: Ár & síð

Ef við gefum okkur að Kolbrúnu hafi verið alvara með þessum orðum sínum er bersýnilegt að hún misskilur illa hlutverk sitt sem bókarýnir. Gagnrýnendur/álitsgjafar eiga ekki að segja okkur hvað okkur á að finnast um bók heldur hvað þeim finnst um hana.
Matthías

Ár & síð, 2.11.2007 kl. 00:07

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég ætla nú að klára þriðja bindið af Maxim Gorki áður en ég fer að rifja upp negrastrákana tíu.... Skyldi við hann í nótt þar sem hann lá á árbakkanum, 15 ára gamall og var að ákveða að hann yrði að ná sér í menntun með einhverjum ráðum....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 2.11.2007 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband