Viðauki nr. 12
2.11.2007 | 10:15
Íslenskir blaða- og fréttamenn mættu oftar spyrja stjórnvöld hvers vegna þau skrifi ekki upp á þennann sáttmála eða hinn. Oft skrifa ráðherrar undir alþjóðlega sáttmála en leita ekki eftir staðfestingu á þeim heima á Alþingi. Það er auðvitað gaman að líta vel út á stund undirritunar.
Þetta er vont því að sáttmálar sem yfirleitt eru um verðuga hluti öðlast ekki gildi fyrr en tiltekinn fjöldi ríkja hefur samþykkt þá.
Sem dæmi um sáttmála sem Íslendingar hafa undirritað en ekki staðfest er viðauki númer 12 við Mannréttindassáttmála Evrópu sem leggur blátt bann við allri mismunun á grundvelli uppruna, litarháttar, trúarbragða o.s.frv. Viðaukinn myndi hiklaust auðvelda fórnarlömbum misréttis að leita réttar sins og hafa þannig áhrif á mannlífið til hins betra.
Gleymum því ekki að Evrópuráðið hefur verið helsti farvegur réttarbóta fyrir íslenskan almenning á sviði mannréttinda frá því að það var stofnað fyrir tæpum sextíu árum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er ekki hægt að banka í þingmönnunum þegar þeir safnast heim frá Norge. Förum við ekki í þetta saman Baldur?
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 10:43
Þetta gengur allt út á útlitið Baldur minn. Eins og með "förðunarstofu" stjórnvalda um kvótakerfi andskotans í sjávarútvegi, Fiskistofu, ekkert nema froðan og allt fer afturábak sem kerfið átti að verða til framdráttar....
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 2.11.2007 kl. 10:43
Liðsauki vel þeginn! kv. B
Baldur Kristjánsson, 2.11.2007 kl. 10:48
Þú átt ekki, Baldur minn, að bíða eftir blaða- og fréttamönnum. Blogg þitt hér kann að kveikja áhuga hjá einhverjum slíkum, en þú berð líka skyldur sem samfélagsþegn og kjósandi. Sendu viðkomandi ráðherra bréf, formlegt og fínt og óskaðu eftir svörum án óþarfa dráttar. Væntanlega utanríkisráðuneytið í þessu tilviki? Tölvupóstur dugar vel ef þú hefur postur@utn.stjr.is sem viðtakanda og óskar eftir staðfestingu á móttöku erindisins. Þú gætir síðan sent svörin til fjölmiðla og þannig hefur þú unnið vinnuna þeirra, vissulega, en þarft kannski ekki að bíða jafn lengi eftir því að þeir sinni viðkomandi vinnu.
Ég veit! Ég sendi eina slíka fyrirspurn og þú gerir það líka. Sá sem fær svörin á undan fær kaffibolla og bakkelsi frá hinum í verðlaun. Ég byrja að telja niður, 10, 9, 8....
Friðrik Þór Guðmundsson, 2.11.2007 kl. 13:37
Gæti verið dóms- og kirkjumálaráðuneytið. Óvissan tefur mig! Ertu byrjaður Baldur?
Friðrik Þór Guðmundsson, 2.11.2007 kl. 13:48
To: thorsteinn.geirsson@dkm.stjr.is ; elisabet.jonasdottir@dkm.stjr.is ; kristrun.heimisdottir@utn.stjr.is ; gretar.mar.sigurdsson@utn.stjr.isCc: postur@dkm.stjr.is ; postur@utn.stjr.isSent: Friday, November 02, 2007 1:59 PMSubject: Fyrirspurn um staðfestingu á Viðauka 12
Friðrik Þór GuðmundssonMiðstræti 8a, 101-Reykjavík.S: 552-6365 og 864-6365Utanríkisráðuneytið, Rauðarárstíg.Dóms- og kirkjumálaráðuneytið.Erindi: Fyrirspurn um staðfestingu á Viðauka 12 við MSE.Hæstvirt ráðuneyti.Undirritaður óskar eftir því að fá, með viðunandi skjótum hætti og án óþarfa dráttar, upplýsingar um hvenær ráðgert sé að staðfesta með lögformlegum hætti Viðauka 12 við Mannréttindasáttmála Evrópu, sem ráðherra hefur skrifað undir (en stjórnvöld hafa sem sagt ekki staðfest).Hvernig með öðrum orðum hljóðar áætlun ríkisstjórnar Íslands um að staðfesta viðaukann formlega?Gjörið svo vel að staðfesta með tölvupósti um hæl móttöku erindis þessa.kv.Friðrik Þór Guðmundsson
Friðrik Þór Guðmundsson, 2.11.2007 kl. 14:07
Sæll Friðrik
Erindið hefur verið móttekið og bókað
Skjalasafn utanríkisráðuneytisins.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur móttekið fyrirspurn yðar.
Bestu kveðjur
Alexandra
Staðfest hérmeð móttaka við fyrirspurn um staðfestingu á Viðauka 12 við MSE
Nikulás Hannigan
Skrifstofustjóri alþjóðamála
Director, International Affairs
Political and Security Affairs
Utanríkisráðuneytið/Ministry for Foreign Affairs
Rauðarárstíg 25
IS-150 Reykjavík
Friðrik Þór Guðmundsson, 2.11.2007 kl. 18:28
Miðvikudagur og klukkan að verða fjögur og ekkert svar komið enn. Fylgdir þú málinu eftir Baldur?
Friðrik Þór Guðmundsson, 7.11.2007 kl. 15:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.