Saga frá Mósambik
2.11.2007 | 15:48
Margir kannast við Jóhannes Þorsteinsson málvísindamann með meiru en hann hefur verið við störf í Brussel undanfarin áratug ef ekki áratugi. Ég fékk frá honum skemmtilegt bréf og þar sem það kemur að umræðunni um strákana tíu sem verið hefur llifandi hér læt ég það lifa hér í smá tíma með hans leyfi auðvitað.
Sæll, Baldur,
Ég sé að þu hefur myndað þér skoðun á endurútgáfu bókarinnar um negrabjálfana tíu sem við ólumst upp við. Ég er þér alveg sammála að þessi endurútgáfa er á skjön við þá tíma sem við lifum á núna.
Þetta á líka við um þá ágætu bók sem ég lá löngum í ungur, Meðal blámanna og villidýra. Bókin lýsir hetjulegri baráttu Breta í Suður-Afríku við kolóða og villta zúlúnegra sem engu góðu vilja eira. Bókina þýddi Ólafur frá Faxafeni, mikilvirkur þýðandi sem gekk undir nafninu Ólafur Friðriksson þegar hann kom fram sem einn af helstu baráttumönnum jafnaðarmanna.
Það vill ef til vill einhver endurútgefa þessa bók líka til þess að halda nafni Ólafs á lofti um nokkur ókomin ár.
Fólk á okkar aldri hefur séð allmiklar breytingar í heiminum. Við ólumst upp við svo mikla einangrun að helstu fréttirnar sem bárust utan úr heimi voru úr Familie Journalen og ámóta blöðum. Það var ekkert internet fyrir unga menn að sækja sér klám í - móðir mín varð allsendis óafvitandi til þess að sjá mér fyrir nokkru af kláminu með því að bera Alt for damerne inn á heimilið en þar var lystilega falleg stúlka í sturtu auglýsandi palmolivu sápu.
Í þessari einangrun þóttu jafnvel tíðindi ef utansveitarfólk bar að garði. Og þegar það gerðist bar það með sér svo mikinn framandleika að við störðum á það eins og naut í nývirki.
Skiljanlega þótti stjórnvöldum eðlilegt að vernda stofninn. Þau fóru því þess á leit við Bandaríkjamenn að hvorki væru negrar né Filippseyingar á beisnum, svona til að koma í veg fyrir að graður hermaður í lausagöngu spillti einsleitninni.
Við þekkjum öll baráttusögu blökkumanna einkum í Bandaríkjum frá þessum árum og sjálfstæðisbaráttu Afríkuríkja. Það hefur margt breyst þótt langt sé enn í land. Mig langar til að segja þér smásögu til marks um þetta.
Vinkona okkar hjónanna, Fazila, er frá Mósambík. Afi hennar, læknir, fluttist frá Indlandi til Mósambík og tók sér þarlenda konu.
Í Mósambík bjó hann í stóru einbýlishúsi og var þar líka með praxís. Eins og títt er meðal yfirstéttarinnar í Afríku var hann með fjölda þjóna á heimilinu. Einn þeirra fór að fylgjast með hvar læknirinn gekk frá verðmætum á heimilinu, peningum og öðru. Hann ágirntist þetta og hóf því að grafa sér göng að sjóðnum.
Afi Fazilu sá til mannsins og ákvað að fylgjast með gangi mála. Hann settist því niður og beið, m.a. til þess að sjá hvort þjónninn færi með hausinn eða lappirnar á undan inn göngin.
Það reyndist vera hausinn sem fór á undan og það var ekkert annað en að höfuðið varð viðskila við skrokkinn þarna í stofunni hjá afa hennar.
Fazila segir að henni finnist sögur eins og þessi vera athyglisverðastar, þessar sögur sem segja frá sjálfsögðum atvikum, sögur sem komast aldrei á bækur. Vitaskuld gat afi hennar gert hvað sem hann vildi við þjónalið sitt og vitaskuld var engin refsing við því að höggva höfuðið af þjófóttum þjóni. Engin eftirmál.
Við þessar aðstæður er það ósköp saklaust að gera smágrín að lötum og drykkfelldum negrastrákum.
Vildi bara stinga þessu að þér.
Bestu kveðjur,
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Vek hér athygli á misheppnuðu barnsráni af börnum í Afríku. Afhverju varð ekki allt vitlaust hér? Rekur Hannes Smárason/co Flugleiðir þessa flugvél?
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 17:21
Æ fyrirgefðu Baldur. Slóðin á fréttina.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 17:29
Hvað kemur þetta klúður með börnin þeim "flugleiðu" við, að ég nú tali ekki um Hannesi Smárasyni ???? Jafnvel þó Loftleiðir, dótturfélag þeirra flugleiðu, hafi leigt þessa vél til Spánar til þriggja ára ??? Ég fæ bara ekkert vit í þessa samsæriskenningu. Viltu meina Gísli, að Hannes hafi verið að gera þarna einhvern "barnadíl"?? Þú verður að útlista þetta eitthvað betur....
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 2.11.2007 kl. 19:51
Þess heldur, þó Icelanair séu afar "flugleiðir" líka, þá sé ég ekki að það breyti spurningu minni neitt, þú hefur engu svarað "Lassarus" eða hvað þú kallar þig.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 2.11.2007 kl. 21:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.