Nýjar línur í íslenskum stjórnmálum - horft til morgundagsins!

Birkir J. Jónsson og Valgerður Sverrisdóttir verða að átta sig að breyttri stöðu á taflborði stjórnmálanna og hætta að berja á Samfylkingunni. Átökin í borginni hafa mótað nýjar línur í íslenskum stjórnmálum

 Annars vegar eru þeir sem vilja að landsmenn allir njóti hinna gífurlegu tækifæra sem hugdjarfir Íslendingar eiga á Alþjóðavettvangi. Þeir sem vilja að opinberir aðilar ríki og sveitarfélög séu þátttakendur ásamt einstaklingum og leggi til áhrifavald sitt, skipulag og eitthvað fjármagn, þjóðin öll njóti ábatans. Í augnablikinu er fyrst og fremst talað um jarðvarma en tækifærin liggja miklu víðar.

  Hins vegar eru þeir sem ekki hafa vaxið upp úr því að misskilja Adam Smith og kjósa að láta einkaaðilum þetta allt eftir, fólki sem mun flytja úr landi, og einskorða ríkisvaldið við það að halda uppi löggu og her og einhverri sjúkraþjónustu og skólakerfi sem þó verður að mestu leyti í höndum einkaaðila.

 Hið fyrrnefnda er auðvitað ný tegund af sósialisma en hún gæti þegar öllu er á botninn hvolft verið eini góði kostur eyríkisins og gæti gert okkur rík. Ef oligarkaranir eru alfarið látnir um þetta verður við óbreytt jafn fátæk og fyrr en þeir ríkari en áður, munu búa í afgirtum hverfum ef þeir þá á annað borð hafa fyrir því að búa hér því að næsta kynslóð þeirra mun verða hagvanari í London, Róm og París en í Reykjavík.

Þeir sem eru í stjórnmálum verða að átta sig og skipa sér upp á nýtt í fylkingar líkt og gerst hefur í Reykjavík. 

Þá verður ekki horft til gærdagsins heldur morgundagsins!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst Birkir Jón enn vera að sletta í áttina að Samfylkingunni en Valgerður hefur áttað sig. Mér finnst ekki karlmannlegt hjá Birki að leyfa ekki athugasemdir á bloggsíðu sinni.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 09:52

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þegar ég hnerra þá segir konan mín "Guð hjálpi þér!"

Þegar talið berst að félagslegum rekstri samfélagslegra fyrirtækja fá markaðshyggjumennirnir dollaraglampa í augun og segja einum rómi:

Það vita það nú allir að ríkið/sveitarfélagið á ekki að standa í rekstri sem einstaklingar geta sinnt miklu betur."

Markaðshyggjan er trúarbrögð sem vitnar í spámenn.

Sósíalisminn er af sömu rót og á sína spámenn.

Þegar ég var stákur þekkti ég fjölmarga sem trystu sér til að mynda sér skoðanir.

Í minni sveit höfðum við enga hugmynd um Adam Smith.

Árni Gunnarsson, 5.11.2007 kl. 11:34

3 identicon

Þetta er nú doldið skrýtið, Baldur. Og rökstuðningurinn er litlu betri..

Hvað áttu til dæmis við með þá „sem ekki hafa vaxið upp úr því að misskilja Adam Smith ...“?

Og svo er það hitt. Ef opinbert einokunarfyrirtæki eins og Orkuveitan hefur umtalsverða fjármuni afgangs til að fara í einhverja „útrás“ þá er það fyrst og fremst vegna þess að við höfum borgað of mikið fyrir þjónustuna?

Ég á þess kost að ferðast með Icelandair eða versla í Bónus. Mér kemur það eiginlega ekkert við hvað eigendurnir gera við gróðann svo framarlega sem verðlagninin á þjónustunni eða vörunum er mér geðfelld.

Annars er það umhugsunarefni hvernig dollaramerkin (eða Evrumerkin) hafa kviknað í augum jafnaðarmanna sem endilega vilja gera okkur rík.

Sigurdur Sigurdarson (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 13:28

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Kratar eru komnir í alltof miklar lykilstöður í þjóðfélaginu, skömm sé Sjálfstæðisflokknum í landsstjórninni, og skömm sé Framsókn í borgarstjórn.
Kratar eiga að hafa sem minnst áhrif á Íslandi, það sýnir sagan. Þjóðinni
vegnar best þegar þeir eru víðsfarri, enda byggist hugmyndarfræði þeirra
á mjög óþjóðlegum viðhorfum og gildum, eins og þeim t.d að vilja troða Íslandi
inn í Evrópusambandið með tilheyrandi fullveldisafsali. Þannig bara gott mál
hjá Valgerði og Birki að berja sem mest á krötunum..........

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 5.11.2007 kl. 16:53

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það er gaman að lesa bloggið þitt Baldur og er ég búin að setja þig efst á bloggvinalistann, án þess að öðrum sé þar raðað eftir vinsældum. Hef áhyggjur af því að félagi okkar Bjarni Harðar telji að stjórrnmál mogundagsins felist í því að kynda undir einhverri þjóðrembu. Ég þori ekki að fara að skamma hann fyrir þetta, þykir allt of vænt um hann til þess. Það þarf bara að fá hann í rólegheitum og aðra félagslega sinnaða Framsóknarmenn til þess að stofna flokksdeild sem nefndist Búnaðarfélag Samfylkingarinnar. Þá væri líka búið að jarðtengja jafnaðarmenn og allir myndu græða á slíkri samvinnustefnu.

Gunnlaugur B Ólafsson, 6.11.2007 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband