Birgir Andrésson

Birgir Andrésson er jarđađur í dag. Ég minnist hans međ hlýju og eftirsjá.  Hann var hlýr og elskulegur mađur.  Svo vildi til ađ ég kannađist viđ hann alla hans ćvi ef svo má segja. Hann ólst upp  í Blindrablokkinni sem var steinsnar frá okkur og hann varđ góđur vinur Benna bróđur míns.

Biggi náđi ţví ađ vaxa upp og skapa sér nafn.  Hann settist líka í huga okkar margra og verđur ţar,  hlýlegur svo af bar, góđur, áhugasamur um hag viđmćlenda sinna, sérstakur drengur, engum öđrum líkur. Stór mađur, umlykjandi.

Ekki varđ nú ţessi kunningsskapur ađ rćktađri vináttu.En ćtíđ tókum viđ tal saman ţegar viđ hittumst. Í minningunni gengur hann burt í frakkanum sínum.

Hann hverfur frá manni eins og raunar allt smám saman. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinbjörn Kristinn Ţorkelsson

Já, blessuđ sé minning Birgis Andréssonar.  Ţađ er vel orđađ hér ađ ofan ađ Birgir "settist í huga okkar margra og verđur ţar" Ţađ var einnig svo međ mig ađ ekki eignađist ég vináttu Birgis, en kynni af honum á níunda áratug seinustu aldar leiddu til ţess ađ ć síđan hefur hann veriđ mér minnistćđur - á hlýjan og jákvćđan hátt.

Sveinbjörn Kristinn Ţorkelsson, 6.11.2007 kl. 18:15

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband