Þú ert stödd/staddur í eigin jarðarför -heilræði að morgni föstudags!

Svaraðu með sjálfri/sjálfum þér þeirri spurningu hvað þú vilt helst gera með líf þitt. Gerðu það svo!

Skrepptu (vonandi) nokkra átatugi fram í tímann.  Þú ert stödd/staddur í eigin jarðarför.  Hvað viltu heyra? Farðu strax að skrifa ræðuna með lífi þínu!

Gangi þér vel! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Vá flott... takk fyrir þetta  Mig mundi langa til að geta heyrt prestinn segja, að ég hefði virkilega reynt að gera mitt besta í hvívetna.....

Jónína Dúadóttir, 9.11.2007 kl. 09:10

2 identicon

Stödd? Heilræði eingöngu ætlað konum?

Magnús (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 10:03

3 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Fyrirsögn leiðrétt. Rétt í texta.  Þakka ábendinguna. kv. B

Baldur Kristjánsson, 9.11.2007 kl. 11:35

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þetta er góð ábending Baldur. Hinsvegar held ég því miður að þetta virki ekki alveg. Ég get alveg heyrt vel látið með algerlega ónýtan drullusokk sem hefði aldrei komið neinu til leiðar, nema það gerði rassinum á honum eitthvert gagn og engu skipti hvað hann hafi troðið marga niður með lygum og óþverrahætti ??? Ég þekki nokkra slíka og þeir verða örugglega mikils metnir, bæði af sjálfum sér og sínum og jafnvel í líkræðunni ???

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 9.11.2007 kl. 11:43

5 identicon

Jarðafararbragur á þér á föstudegi, séra minn! Vonandi verður bara tóm gleði og söngur þegar ég er allur. Vísa í textann -My way-  segir það sem segja þarf. Þýddi hann á sínum tíma. Get sent þér hann Baldur ef þú vilt. gislibal@simnet.is

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 11:48

6 identicon

Satt um manninn segja ber

sjálfs af efnum bjó hann

Aldrei gerði hann illt af sér

eða gott,svo dó hann.

°Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 13:27

7 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ha,ha,  góður Gunnar...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 9.11.2007 kl. 15:30

8 identicon

því grátum við genginn bróður

að hann gladdi

ástvin

að hann elskaði

sorgin er aðeins tákn þess að við

séum verð gleði og kærleika

grátum því óbuguð

bræður og systur

með bros á vör

Sigurður Heiðar Jónsson (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 16:07

9 identicon

Gott heilræði. Raunar geri ég mikið af því að skipuleggja eigin jarðarför sem ég vona þó (7-9-13) að verði ekki fyrr en eftir mjög marga áratugi. Tek alltaf einhverjar ákvarðanir þegar ég fer í jarðarfarir, í gær ákvað ég t.d. að kassinn í kring um jarðarfararbæklinginn eigi ekki að vera gulllitaður eins og hefð er fyrir heldur femínistableikur. Held það gæti verið smart. Hvað ræðuna varðar, þá væri gaman ef hægt væri að segja að ég hefði bjargað, þó ekki væri nema örlitlu brotabroti af heiminum...

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 18:14

10 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það er náttúrlega nauðsynlegt á árinu 2007 að minna á að að allir geispi golunni á endanum. Ekki er ég að draga úr því. Þetta er gangur lífsins. Só fokking what? Þetta er nú ekki beint ný speki. Ef þú hagar þér ekki vel þá lendirðu í helvíti og þarft að borga þig frá því að brenna í því. Er enn verið að reyna að selja það?

Baldur Fjölnisson, 9.11.2007 kl. 19:38

11 identicon

Baldur Fjölisson,þetta er rangt hjá þér hefur þú ekki heyrt um sameiginguna,þ.e.a.s.himnaríkis og helvítis ?spennandi svo ekki sé meira sagt.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 20:05

12 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Hallgerður, ég get ekki beðið eftir því að heyra frekari útlistanir á þessu.

Baldur Fjölnisson, 9.11.2007 kl. 20:25

13 identicon

Jú sjáðu til Baldur eftir sameiginguna er spennan meiri,vegna þess að ekkert okkar veit hvoru megin vistin liggur að lokum.Hver er þín ágiskun,hvort samdi betur ?Guð eða Satan ? Ég veit það ekki.En gef mér að hvort heldur sem er verið hlýja í samskiftum svo ekki sé meira sagt.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 21:23

14 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Á meðan við bíðum eftir niðurstöðu (sem kemur aldrei) höldum við uppi 5 milljarða atvinnuleysisgeymslu fyrir tóma vitleysu, falsanir og blekkingar og einhvern talandi snák. Komonn.

Baldur Fjölnisson, 9.11.2007 kl. 21:39

15 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Við vorum með forsætisráðherra sem lá á bæn í hvíta húsinu með Condi Rice og Bush og þegar fannst ekki lengur nógu ofurtrúgjarn fábjáni til að taka mark á honum þá var hann gerður að seðlabankastjóra. Sem er sjálfssft í lagi ef þú ert í beinu sambandi við hann og Bush og guð  og ekki verður vart við rafleiðni í hausnum á þér. Svona geta nú jesúfríkin ruglað fólk upp úr skónum.

Baldur Fjölnisson, 9.11.2007 kl. 21:55

16 identicon

Hafðu  mig afsakað Baldur/Bush,mér fannst ég kannast við myndina í blogginu þínu,hélt mig komna til USA,og þótti það hvalreki,hafði aldrei áður talað við þann sem allt veit.Sé nún að það er eitthvað rugl í gangi...........hjá mér.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 22:09

17 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Málið snýst ekki um úthlutun á verustað eða að viðhalda ótta um örlög að jarðvistinni lokinni. Skil Baldur svo að innlegg hans sé ábending um að við, hvert og eitt, hvar sem er, höfum akkúrat núna vilja og val sem getur nýst okkur til að skila af okkur fullum hjólburum af fínum ávöxtum og góðmeti.

Gunnlaugur B Ólafsson, 9.11.2007 kl. 22:23

18 Smámynd: Vignir Arnarson

Baldur minn ef þig vantar meira cognac(koníak) þá á ég nóg til vinur

Vignir Arnarson, 10.11.2007 kl. 14:55

19 Smámynd: Soffía Sigurðardóttir

Hvernig er það séra minn, er Lykla-Pétur nokkuð búinn að taka nýjustu tækni í þjónustu sína? Heldurðu nokkuð að hann Googli okkur upp við hliðið og lesi það sem við höfum skrifað á blogginu okkar?

Bara svona vangaveltur frá einni sem er nýkomin í hóp bloggara og vara að senda ykkur sem tilheyrið samfélagi trúaðra, smá áskorun í síðustu færslu þar.

Soffía Sigurðardóttir, 12.11.2007 kl. 10:35

20 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Þetta er ekkert sérstakt trúarblogg hjá mér Soffía og vildi svona frekar halda mig við málefnið. Hvað fæst þú annars við núna?

Baldur Kristjánsson, 12.11.2007 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband