Konur flýja völdin og valdið forðar sér frá konunum!
12.11.2007 | 10:16
Í skýrslum sé ég að Finnar bera af öðrum ríkjum hvað varðar þátttöku kvenna í stjórnmálum. Forsetinn er kona, meirihluti ráðherra í ríkisstjórn, 42% fulltrúa á þjóðþinginu. Ég sé jafnframt að konur eru að meðaltali 41% af fulltrúum á þjóðþingum norðurlandanna og það er helmingi hærra hlutfall en meðaltal Evrópuríkja.
Eftir ágæta rispu undir lok síðustu aldar er bakslag í jafnréttinu hérlendis. Konur hafa reyndar sótt fram og eru meiri hluti þeirra sem útskrifast úr háskólum. En eru þær ekki bara um þriðjungur þingmanna hér og fæstar þeirra áberandi nema þær sem hafa valist í ríkisstjórn? Þá er mjög fátítt að sjá konur í hópi ráðandi manna í orkugeiranum og fjármálageiranum en þangað hafa hin raunverulegu völd flust. Það má segja að völdin flýji konurnar.
Og margar af þeim konum sem ná þeirri stöðu að láta ljós sitt skína flýja völdin og fjalla helst ekki um annað en að konur séu ekki hafðar með. Það er eins og þær kinoki sér við að láta til sín taka á hefðbundum vettvangi stjórnmála sem er kannski ekkert spennandi þegar öllu er á botninn hvolft .stöðugar bollaleggingar og þref um fyrirkomulag hluta.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.