Má þó trúa á engla -af trú og trúleysi!

Afi þinn situr þarna í horninu hjá þér sagði skyggn vinur minn við mig um daginn og amma þín er á ferli um húsið.  Ja hérna, það er ekki laust við að mér þyki lífið aðeins skemmtilegra en áður og var það þó ekki afleitt. En svo mundi ég eftir því að rétttrúarmenn með horn og klaufir eru búnir að ræna mig þessum sérkennilegheitum.  Það er ekkert svona til samkvæmt bókstafnum hráa.  Allir eru alveg dauðir, fjarri og bíða upprisu: Hættu að láta þá dauðu stjórna lífi þínu –þú ert enginn Indíáni, þú ert viti borinn kristinn maður góurinn.

Þannig fór það og ég  er aftur farinn að setjast í stólinn minn í horninu í mínu leyndardómslausa lífi.  Má helst ekki trúa neinu skemmtilegu. Má þó trúa á engla, já,ég trúi á engla. Ég er stundum í svefnrofunum að leiða systur mína yfir brú og það eru englar að passa okkur, að við dettum ekki í gljúfrið.  Þykist verða var við þegar þeir missa flugið og falla til jarðar. Já englar eru góðir nema þeir sem eru fallnir.

 Kannski við ættum að leiða meiri leyndardóm inn í líf okkar og þess vegna meiri vitleysu ef við viljum kalla það svo.  Hver veit nema hið miskunnarlausa trúleysi sem hrjái suma sé ávísun á vanlíðan.

Það sé eins og vanti svona fitu sem verður að fylgja grænmetinu og fiskinum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef einhver gæti sannað það fyrir mér að á sveimi séu framliðnir yrði ég bæði hundsvekkt og drullufeimin

það þíðir auðvita að mennirnir eiga ekkert prívatlíf og hafa aldrei átt.Trúlega oft gaman hjá þeim "framliðnu"tel eins og ég hef sagt að þeir sem trúa því séu haldnir dauðahræðslu.............

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 14:58

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Dulúðin er yndisleg og kósý! ....

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 14.11.2007 kl. 15:05

3 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Hefur þú lesið eitthvað eftir Carl Sagan?  Hann sýnir betur en flestir að í raunveruleikanum er margt skemmtilegt, furðulegt, stórfenglegt og leyndardómsfullt.  Ég skal lána þér bækur ef þú villt.

Að mínu mati er sá aumur sem ekki getur séð neitt fagurt í veröldinni sjálfri.

 Hver veit nema hið miskunnarlausa trúleysi sem hrjái suma sé ávísun á vanlíðan.

Ég sé að þú ert kominn í flokk með biskup sem ítrekað dylgjar um stóran hóp fólks hér á landi, en vælir svo hina stundina yfir því að til sé fólk sem gagnrýnir trúarskoðanir ykkar

Matthías Ásgeirsson, 14.11.2007 kl. 15:07

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Hvað gerist ef prestur missir trúna á Guð?  Lækkar hann í launaflokkum?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.11.2007 kl. 15:29

5 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

oH,-  er semsagt myndin af englinum sem passar börnin á brúnni og hékk upp í 2hvoru barnaherbergi af þér og systur þinni ;)

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 14.11.2007 kl. 18:31

6 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Takk fyrir mér líður ágætlega, en spyr samt eins og maðurinn  forðum.  Hefur einhver séð pungsíðan engil nýlega?

Þorkell Sigurjónsson, 14.11.2007 kl. 20:39

7 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það er slæmt að lifa við lygar og falsaða heimsmynd og heilaþvotti sem því fylgir frá blautu barnsbeini og margir eru farnir að átta sig á því. Kirkjan riðaði til falls eftir að prentlistin kom til sögunnar (upplýsingabylting þess tíma) og prestum og munkum var ekki lengur kleift að halda vitleysu biblíunnar frá almúganum. Það dugði ekki lengur að mumla eitthvað á latínu, sem enginn skildi, í gullskreyttum kirkjum til að hræða lýðinn til hlýðni og peningagjafa til að kaupa sig frá brennslu í helvíti. Það er engin leið að sanna ósanna hluti og það var jafn augljóst þá og og það er nú. Efasemdum var mætt með terror og ofbeldi og pyndingum og dauða. Það er þekkt rútína. Mikil völd og gífurlegur auður og stórkostlegir hagsmunir voru í húfi og eru enn. Morð og pyndingar telja kirkjunnar menn undirstöðu vestrænnar menningar og það hefur lengi verið stefna og því sitjum við uppi með morð- og pyndingasjúka ruglustrumpa og aðdáendur þeirra og aftaníossa í æðstu stöðum í heimi vorum. Amen og kúmen.

Baldur Fjölnisson, 14.11.2007 kl. 21:20

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Baldur Fjölnisson. "Þú verður áreiðanlega brenndur!"

Árni Gunnarsson, 14.11.2007 kl. 21:30

9 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Árni, þegar menn eru skipulega heilaþvegnir til að trúa himneskum mýtum í blindni þá verða þeir að sjálfsögðu þeim mun móttækilegri fyrir jarðneskum mýtum sem valdsmenn á vegum drottins dæla í lýðinn. Þetta er grundvallaratriði. Nútímamaðurinn virðist telja sig staddan í eilífum nútíma. Sagan og hefðir hennar eru talaðar niður skipulega. Hvers vegna halda menn að allt sé morandi í stjórnmálum hvert sem er litið í hinum vestræna heimi af einhverfum skissófrenum, með öðrum orðum frábærum bílasölum sem raunverulega trúa eigin lygavellingi? Þegar enginn heilvita maður tekur lengur mark á þeim þá fara þeir í norðurlandaráð eða seðlabankann eða eru gerðir að samningamönnum í mið austurlöndum. Komonn. Bush fær áreiðanlega friðarverðlaun Nóbels þegar hann snautar loksins úr embætti.

Baldur Fjölnisson, 14.11.2007 kl. 21:57

10 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Erlingur, trúgjarnir hálfvitar með í mesta lagi pungapróf í lögfræði, sem taka mark á Bush eru vandamál ekki síður en hann. RISASTÓRT VANDAMÁL. Það kostar sitt að líma fyrir þeirra hálfvitakjaft.

Baldur Fjölnisson, 14.11.2007 kl. 22:14

11 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Guð er hommi og það kemur skýrt fram í steypunni sem menn hafa verið í örvæntingarfullum flótta frá síðan prentlistin kom til sögunnar. Þessi mjúki og kvenlegi metró maður sem hefur stjórnað pyndingafluginu og vel snyrtir og sléttir ruglustrumpar sem hafa kóað með því eru rökrétt afleiðing. Gjörið svo vel að vakna.

Baldur Fjölnisson, 14.11.2007 kl. 23:01

12 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég hlýt að votta blessuðum klerkinum samúð vegna þessara árása George Bush á vefsíðuna. Bush er greinilega búinn að tapa alveg þeirri litlu glóru sem hann hafði fyrir einhverri allsherjar geðvonsku!

Þorsteinn Siglaugsson, 14.11.2007 kl. 23:39

13 Smámynd: Svanfríður Guðrún Gísladóttir

 Séra Baldur! 

Svanfríður Guðrún Gísladóttir, 14.11.2007 kl. 23:44

14 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Skólakerfið hefur skilað trúgjörnum hálfvitum í æðstu stöður í seðlabankanum og norðurlandaráði með þeim árangri að alls enginn tekur lengur mark á þeim stofnunum, og hvað kostaði að koma algjöru innihaldsleysi í þennan Geir veit ég ekki. Niðurstaðan af þessum góða árangri Jesúsar og kó er að það þurfi endilega að framleiða enn heiladauðari leiðtoga framtíðarinnar með því að láta "atvinnulífið taka við skólakerfinu".

Baldur Fjölnisson, 14.11.2007 kl. 23:54

15 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ef þetta er eitthvað torskilið þá dettur hvítasunnusöfnuðurinn ekki af sjálfu sér inn í lögregluna og þar áður í menntamálaráðuneytið.

Baldur Fjölnisson, 15.11.2007 kl. 00:05

16 Smámynd: Svanfríður Guðrún Gísladóttir

Séra Baldur! Haltu áfram að trúa því að afi þinn sitji í stólnum í horninu og amma þín rölti um húsið,ef það gerir lífið hjá þér aðeins skemmtilegra,þó það sé ekki afleitt fyrir. Ég trúi því að þau sem mér þykir vænt um ,en eru farin héðan (á undan mér) séu enn með mér.Mér finnst ég oft finna fyrir nálægð þeirra,sérstaklega ef ég er mikið veik,eins og gerðist einu sinni enn nú nýlega . Ég vil trúa því áfram.

Svanfríður Guðrún Gísladóttir, 15.11.2007 kl. 00:12

17 Smámynd: Árni Gunnarsson

Já, mér þykir þið segja fréttirnar!

Árni Gunnarsson, 15.11.2007 kl. 00:27

18 Smámynd: Svanfríður Guðrún Gísladóttir

 Ég las það í einhverju blaði nýlega að þið eruð búin að fá annan ,,Kirkjuorganista",það finnst mér vera gleðitíðindi (mér er málið skylt). Velkomin til starfa Hannes Baldursson. 

Ég var Skálholti sl. helgi og las þar í bókinni ,, Lífið og tilveran "eftirfarandi :Kirkjan á að vera sjúkrahús fyrir syndara en ekki safnhús fyrir dýrlinga. Höf: A.V.B    Hvað finnst þér um þessi stóru orð?

Svanfríður Guðrún Gísladóttir, 15.11.2007 kl. 00:47

19 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Merkilegt! Ég bloggaði í gær einmitt svolítið um bókina "Játningar Láru miðils" sem ég var að enda við að lesa og svo byrjar Baldur að tala um framhaldslíf og afturgöngur og trúleysingjarnir ryðjast fram. Tveir af þeim prestum sem ég hef kynnst um æfina voru ekkert prestlegir en það voru þeir Helgi Sveinsson og Gunnar Benediktsson sem báðir kenndu mér fyrir margt löngu í Barna- og Miðskóla Hveragerðis. Mér hefur alltaf fundist að það hvort trúað er á einhver æðri máttarvöld hafi ekkert með trúarbrögð að gera og að svikamiðlar og allskyns hræsnarar séu að gera sér dauðaótta fólks að féþúfu. 

Sæmundur Bjarnason, 15.11.2007 kl. 00:55

20 Smámynd: Soffía Sigurðardóttir

Mér finnst ekkert vitlausara að trúa á tilvist drauga en Drottins. Hef þó trú á hvorugu!

Í bernsku minni var Kapmholtsmóri jafn mikil staðreynd og mórauður hrútur í haga. Það voru álfar í hólnum rétt við bæjarhlaðið heima með tilheyrandi álögum og draugur í barnaskólanum. Síðar vann ég á vinnustað þar sem framliðinn starfsmaður fór um svo aðrir starfsmenn höfðust ekki við á ákveðnum stöðum, nema ég.

Ég hef aldrei orðið vör við álfa, drauga eða Guð. Ég er bara náttúrulaus á þessu sviði!

En eins og landslag væri lítils virði ef það héti ekki neitt, þá gefa álfarnir náttúrunni karakter. Meðan vegagerðin leggur lykkju á veg sinn fram hjá álfasteini, á náttúruverndin ennþá von.

Haltu bara áfram að rugga þér í stólnum og láta þig dreyma um engla, afa þinn við hlið þér og ömmu þína á ferli um húsið, að góðrar húsfreyju sið að gæta þess að allt sé í lagi á heimilinu. Þú þarft ekki að sjá neitt þeirra með opnum augum, það eru hughrifin sem skipta máli.

Dreymi þig vel.

Soffía Sigurðardóttir, 15.11.2007 kl. 01:45

21 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú mátt að sjálfsögðu hafa hvaða heimsmynd í kollinum, sem þér þykir skemmtilegust og þú ert sælastur með.  Það er réttur þinn. Hinsvegar er ekki affarasælt að reyna að pranga henni upp á óviljugt fólk sem endanlegum sannleik. Þá verður lítill friður.  Sérstaklega ef reynt er að seilast inn í hugskot óspjallaðra barna með fantasíur sínar. Sé lítinn mun á því og að seilast ofan í brókina á þeim og það gerir mig pissed. Virkilega pissed.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.11.2007 kl. 08:52

22 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Rómv. 12.2.

Ásgeir Kristinn Lárusson, 15.11.2007 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband