Meira af nátttröllum og skábrautum
19.11.2007 | 20:15
Fékk tölvupóst frá Tinnu Gunnlaugsdóttur þjóðleikhússtjóra þar sem hún útskýrir skort á aðgengi fyrir fatlaða að Þjóðleikhúsinu. Það er greinilegt að það er ekki aðeins listrænn metnaður í gangi í þjóðleikhúsinu heldur einnig markaðlslegur metnaður á borð við þann að útskýra mál á borð við þetta þó það sé aðeins sett fram á bloggsíðu.
Að sögn Tinnu eru í mesta lagi nokkrar vikur þar til góð skábraut verður komin upp við vegg Þjóðleikhússins þar sem gengið er niður í Þjóðleikhúskjallarann að austan verðu. Gott mál, sæmilegt a.m.k.. Best hefði verið að hafa brautina að framanverðu en húsið er erfitt. Eftir stendur að bráðabirgðaleiðin er alls endis ófær og vonlaus. Einni manneskju sem þarf að þrælast hana í hjólastól er einni manneskju of margt. Það er ekki gert ráð fyrir þér góða eru hin duldu skilaboð.
En auðvitað er þetta ekki sök þjóðleikhússtjóra heldur þeirra sem veita fé til viðhalds. Það hefur yfirleitt verið naumt skorið í þetta hús. Nátttröllin eru ekki innandyra í Þjóðleikhúsinu nema þá á sviðinu. Í hinu ágæta verki Skilaboðaskjóðan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
...smá ítrekun á ómerkilegri spurningu skattgreiðanda!...ef prestur missir trúnna (að kristur sé t.d. eingetinn og hafi upprisið til himna) lækkar þá presturinn í launaflokkum ríkisins?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 20.11.2007 kl. 00:34
Er ein af mörgum sem les bloggið þitt nokkuð reglulega og líkar vel. Sé einnig oft og iðulega á forsíðum vefmiðlanna, tilvitnanir í skrif þín. Í tilefni þess, undrast ég orð þín hér að ofan um að Þjóðleikhússtjóri hafi í einhverjum ,,markaðslegum tilgangi" skrifað þér tölvupóst með útskýringum á lagfæringum á aðgengi fyrir fatlaða - vegna gagnrýni þinnar á þeim málum á bloggsíðu. Því þarf það að vera ,,markaðslegur tilgangur" þ.e. annarlegur tilgangur, að veita upplýsingar um lagfæringar á aðgengi fyrir fatlaða í leikhúsið. (Burtséð svo frá því hversu vel sú lausn gagnast fötluðum og hvaða skilaboð gætu falist í því)
Bloggskrif eru til opinberrar birtingar - mjög lýðræðislegt form, en um leið mjög vandmeðfarið eðli málsins samkvæmt. Til að mynda sýnir það sig hér að Þjóðleikhússtjóra er ,,gerður upp" tilgangur, nema hún hafi sjálf sagt tilgang sinn vera markaðslegan.
Alma Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 01:02
Alma! þetta var sett fram sem hrós, jákvætt. Ég var ánægður/hrifinn af því að hún skyldi hafa samband. Ég er búinn að lesa setningu yfir nokkrum sinnum og get ekki séð nema jákvæðni í henni. Fyrir mér er þetta augljóst. Betra hefði verið að nota orðið almannatengsl en það kom bara ekki í huga mér þegar ég var að skrifa þetta. Hvað í ósköpunum er ljótt við það að hafa markaðslegan metnað í því samhengi sem þarna er sett fram? Ég hrósa leikhússtjóra fyrir það að hafa samband þó að mál sé aðeins sett fram á bloggsíðu. Kv. B
Baldur Kristjánsson, 20.11.2007 kl. 09:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.