Hugguleg Herðubreið

Herðubreið er komin úr, stútfull af efni. Ég er ekki hlutlaus þar sem ég á grein í blaðinu en blaðið er áhugavert –í raun og veru skyldulesning.  Karl Th. Birgisson ritstjóri fer svipaða slóð og gert hafa lífseig og heitt elskuð amerísk tímarit.  Ritið er eins og t.d. Harper´s borið upp af vitibornum stofngreinum um þjóðfélagsmálefni, þá sögulegum fróðleik, greinum um bókmenntir og listir, rispum ritstjóra, flottum myndum. Þetta er allt á sínumstað í ritinu og allt með hinum besta róm.

Athyglisverð þykja mér skrif Péturs Tyrfingssonar um kosti hugrænnar atferlismeðferðar við kvíða og þunglyndi.  Skemmtilegast var að lesa  dóm ritstjórans um bók Ólafs Teits Guðnasonar en hann leiðir líkum að því að Ólafur sé hægri sinnaður pólitíkus.

Jónas Hallgrímsson fær sinn ágæta sess í ritinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Er þetta ekki alveg ómögulegt vinstrimannatímarit, Baldur minn, með ykkur þrjá í forsvari? - Nei, ég er að stríða þér, þið kunnið svo sannarlega allir að skrifa, eruð vel viðræðuhæfir sem slíkir, og til hamingju með nafnið á málgagninu. En um hvað ertu sjálfur að rita í þessa Herðubreið? Vonandi ertu þar annaðhvort að gagnrýna hið óásættanlega vændi á Íslandi, sem býður heim glæpahringjum og kvennaþrælkun, eða hið afleita, gersamlega óþarfa frumvarp heilbrigðisráðherrans um að gjörnýta fósturvísa sem efnivið og til tilrauna. Það er tímabært að ræða þau mál. - Með góðri kveðju,

Jón Valur Jensson, 20.11.2007 kl. 10:55

2 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Sæll Jón Valur! Þessi grein er raunar skyldulesning fyrir þig. Hún fjallar um kirkju og samkynhneigð. þakka þér fyrir að benda mér á viðfangsefni. Hver veit nema annað hvort þeirra komi næst.  Bkv. B

Baldur Kristjánsson, 20.11.2007 kl. 13:46

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Fyrir nokkrum árum fór ég í hálendisferð með ágætu hestafólki. Óviðjafnaleg ánægja alla daga í glöðum hópi manna og hesta.

Einn ferðafélaginn var með nokkuð baldna hesta og óvenju stygga og stundum olli þetta nokkrum töfum. Margt var skrafað um hvaða ráðum væri vænlegast að beita til að spekja kláragreyin.

Einn ferðafélaginn var læknir og auðvitað kom honum fyrst í hug akademisk lausn á vandanum.

Og hann stakk upp á "hugrænni athyglismeðferð" sem hann sagði með skelmislegu glotti að væri nýjasta aðferðin í sálfræðimeðhöndlun vandræðafólks.

Árni Gunnarsson, 20.11.2007 kl. 14:45

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

P.s.

 Þarf ekki sérlega frjótt ímyndunarafl til að láta sér koma til hugar að Ólafur Teitur sé svona eitthvað hægra megin við miðjuna?

Mikið fjandi er Karl Th. skarpur!

Árni Gunnarsson, 20.11.2007 kl. 14:49

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ólafur Teitur er náttúrlega hreinn snillingur, rökvís og skarpur í greiningu. Þið verðið bara að sætta ykkur við það.

Jón Valur Jensson, 20.11.2007 kl. 15:55

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Æ, Baldur minn, þurftir þú nú að vera að skrifa um kirkju og samkynhneigð! Gátuð þið ekki fengið til þess einhvern þeirra fáu, sem eftir eru rétttrúaðir í því efni? Ne88i, það er víst ekki stefnan hjá okkar skammsýnu vinstrimönnum. En þú ert það ungur maður enn og hress, það eru alveg líkur á því, að reynslan verði farin að kenna þér það rétta í málinu í tæka tíð til að gera bragarbót í þessu efni og þið allir ofurfrjálshyggjumennirnir.

Jón Valur Jensson, 20.11.2007 kl. 17:59

7 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Margt gott í Herðubreiðinni m.a. um Michael Porter eftir H'akon Gunnarsson - - en ég hvet menn líka til að nálgast fyrirlestra Porters frá heimsókn hans til Íslands fyrir rúmu ári - - þá geta menn í leiðinni lagt svolítið mat á grein Hákonar - sem er amk. þörf ef ekki annað.

Benedikt Sigurðarson, 20.11.2007 kl. 18:23

8 Smámynd: Soffía Sigurðardóttir

Þakka þér fyrir grein þína í Herðurbreið. Hún er skynsamlegt innlegg í umræðuna um krikju og sam-tíma.

Ertu ekki búinn að fá athugasemdir við fyrirsögnina á forsíðu  Herðubreiðar: "KIRKJAN og kynvillan"?

Hvaða, hvaða!

Þeir sem ekki fylgja norminu, eru alltaf taldir villtir af leið. Normið er að karlkyn hneigist að kvenkyni og gagnkvæmt. Þeir sem ekki fylgja því normi eru því kynvillingar. Sem er í sjálfu sér jafn gott mál og að vera trúvillingar. Villimenn auðga mannlífið og efla framfarir, enda hafa þeir margoft orðið uppvísir að því að færa okkur ný viðhorf og nýja þekkingu.

Þess vegna er það hverju samfélagi hollt að eiga bæði kynvillinga og trúvillinga.

Soffía Sigurðardóttir, 23.11.2007 kl. 10:20

9 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Sæl!  Þú ert sú fyrsta sem veltir forsíðutilvísuninni fyrir þér. Hún er djúpræð, það er satt. Hún er hins vegar blaðsins og ritstjórans.  kv.  B

Baldur Kristjánsson, 23.11.2007 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband