Réttlátar tillögur Nikolovs!
21.11.2007 | 17:28
Góðar tillögur Paul Nikolov og Vinstri Grænna. Þrjú þessarar
atriða hafa lengi verið baráttumál margra. Tuttugu og fjögurra ára
reglan mismunar fólki. Réttlátast er að einstaklingar fái atvinnuleyfið
-í hinu felst vistarband. Ólíðandi er að konur af erlendum
uppruna sem lenda í skilnaði vegna heimilisofbeldis t.a.m.
eigi engan formlegan rétt til að vera hér áfram. Evrópuráðið
hefur gert athugasemdir við öll þessi lagaákvæði. Áfram allir
góðir þingmenn.
atriða hafa lengi verið baráttumál margra. Tuttugu og fjögurra ára
reglan mismunar fólki. Réttlátast er að einstaklingar fái atvinnuleyfið
-í hinu felst vistarband. Ólíðandi er að konur af erlendum
uppruna sem lenda í skilnaði vegna heimilisofbeldis t.a.m.
eigi engan formlegan rétt til að vera hér áfram. Evrópuráðið
hefur gert athugasemdir við öll þessi lagaákvæði. Áfram allir
góðir þingmenn.
Paul Nikolov: Íslenskt stjórnkerfi aðgengilegra en það bandaríska | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:58 | Facebook
Athugasemdir
Fráskildar erlendar eiginkonur íslenskra karlmanna flytji frá landinu eftir lögskilnað... Ef þær hafa ekki hlotið ríkisfang í hjónabandinu
Guðrún Magnea Helgadóttir, 21.11.2007 kl. 17:50
Er Gudda hér á undan mér að leggja til einhverjar reglur? Hvað með að gefa íslenskum körlum sem misþyrma erlendum konum sínum reisupassann. Ég veit um ýmsa staði þar sem hægt væri heygja slíka kúkalabba, svo þeir verði ekki fleirum að voða.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 21.11.2007 kl. 19:51
Vel mælt Vilhjálmur!
Það er skömm að því hvernig komið er fram við fólk sem blekkt er til að flytja til Íslands og síðan misnotað. Sama hvort um er að ræða konur eða karla.
Ásgeir Rúnar Helgason, 21.11.2007 kl. 20:52
Nei innflytjendalögin eru of slök og er það ekki góð hugmynd að minnka tökin á frjálsu flæði innflytjenda
Alexander Kristófer Gústafsson, 21.11.2007 kl. 21:00
Tek undir þetta Baldur heilshugar...en held áfram að "bögga " þig með spurningunni "...ef prestur missir trúnna (að kristur sé t.d. eingetinn og hafi upprisið til himna) lækkar þá presturinn í launaflokkum ríkisins?
Veit að þú ert góður prestur og góður maður og veit líka að "góðborgarar" (í nafni ríkiskirkjunnar") hemsækja þig.
Þetta er til umhugsunar og ekki persónulegt á nokkrun hátt, enda geri ég ekki ráð fyrir að þú svarir mér.
Er ekki á móti trú, reyndar með trú, en er eindregið á móti ríkiskirkju, sem ég svo mikið verð að borga til...án þess að vilja það!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 21.11.2007 kl. 23:54
Þetta er frábært framtak hjá Paul Nikolov. Það er með öllu óásættanlegt að atvinnurekandi sé með starfsmann í vistarbandi. Sem fyrrum starfsmaður hjá einu stærsta verkalýðsfélagi landsins var maður að sjá marga ljóta hluti í þessu sambandi. Misnotkun á fólki, bæði körlum og konum. Það sem sumum innflytjendum er boðið upp á er þjóðinni til háborinnar skammar. Hvar eru mannréttindin? Ég þurfti m.a. að aka einum félagsmanna okkur í kvennaathvarfið vegna misnotkunar. Ég skora á alþingi að þetta verði samþykkt. Gott hjá þér Paul, haltu áfram!
Sigurlaug B. Gröndal, 22.11.2007 kl. 10:35
Anna Benkovic! Ég verð að biðja þig um að snúa þér annað með spurningar um launamál t.d. til Fjársýslu ríkisins eða Prestafélags Íslands. Þakka góðar kveðju! kv. B
Baldur Kristjánsson, 22.11.2007 kl. 14:25
24ra ára reglan er brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar, að mínu mati, því þessi regla snertir einnig íslenska ríkisborgara, sem vilja búa hér með erlendum ríkisborgurum á aldrinum 18-24ra ára. Það er brot á jafnræðisreglunni gagnvart Íslendingum ef það á að skipta máli hvort hinn erlendi ríkisborgari er á aldrinum 18-24ra ára eða eldri.
Samkvæmt 24ra ára reglunni í lögum nr. 96/2002 er í lagi að 23ja ára gamall Íslendingur búi hér með 25 ára gömlum erlendum ríkisborgara en annar 25 ára gamall Íslendingur fær ekki á sama tíma að búa hér með 23ja gömlum erlendum ríkisborgara, eingöngu vegna þess að hann er 23ja ára gamall.
65. grein stjórnarskrárinnar: "Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti."
Steini Briem (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 16:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.