Hvernig væri það......?
23.11.2007 | 13:07
Hvernig væri að hætta að hafa áhyggjur og fara út að ganga, hringja í sinn besta vin eða skreppa vestur í Háskólabókasafn og gramsa þar eilítið í bókum. Hvernig væri að gefa sjónvarpinu frí í viku til að byrja með, slökkva á tölvuni og skrifa það sem þarf að skrifa með vönduðum blekpenna. Hvernig væri að fara að skynja umhverfið og draga lærdóma af því sem gerist í kringum mann og í lífi manns sjálfs en hætta því að snapa allt af tölvuskjánum eða úr blöðunum. Hvernig væri að fara að lesa bækur sem tíminn einn hefur úrskurðað verðmætar í stað þess að glugga í öll þessi byrjendaverk fólks sem gleymist jafn hratt og maður sjálfur. Hvernig væri að hætta að hafa áhyggjur af morgundeginum og gefa sig að deginum í dag- hætta að hafa áhyggjur af næstu stund en gefa sig að þessari. Hvernig væri að hætta að hafa áhyggjur af misheppnaða brandaranum sem þú sagðir í fyrrakvöld og reyna frekar að segja eitthvað af viti núna. Já, hvernig væri að hætta þessum barningi hér og fara að gera eitthvað af viti.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
ringggg... ringggg... ringggg... snark snark grams... grams... skrjáf... skrjáf... zzzzzz... zzzzz.. zzz...
Ásgeir Kristinn Lárusson, 23.11.2007 kl. 13:17
haft er eftir Goethe að vísasta leiðin til lífshamingju sé að lesa dag hvern vel ort ljóð eða annað gott skáldverk hlusta á fagurt tónverk og hugleiða merkingu fallegrar myndar sem á vegi manns verður
en umfram allt að reyna af fremsta megni að segja þó ekki sé nema fáein orð af vitiSigurður Heiðar Jónsson (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 17:35
..og það reynum við báðir! kv. B
Baldur Kristjánsson, 23.11.2007 kl. 17:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.