Skotsnjór

Kannast einhver við orðið ,,skotsnjór"? Rúnar sonur minn 5 ára sagði mér í ákafa og spenningi fyrir stundu að það hefði komið á þá skotsnjór.  Eftir nokkur andartök áttaði ég mig á því  að hann var að tala um haglél og kenndi honum það prýðilega orð.  Eftir stendur spurnin?  Fundu þeir upp á því sjálfir að kalla þetta skotsnjó og sýndu þar með sömu heilatilþrif og þeir sem fyrst töluðu um haglél eða er þetta þekkt orð úr krakkamenningunni? Er þetta kannski að taka við?

það gæti verið fyrir ensk áhrif. Hagl er að vísu hail á ensku og haglél er hailstorm en haglabyssa er shotgun.

þetta var fyrsti skotsnjór vetrarins hér í dag!  Hvorki batnar tíðin né tímarnir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll...

Góður þessi!Þegar eldri stelpan mín var lítil(f.´84)kölluðu krakkarnir þetta dreparasnjó!Svo töluðu strákarnir á leikskólanum gjarnan um að fara í "pabbó"ef þeir léku tveir saman;stelpulausir.En um leið og kvenfólk bættist í hópinn,var skipt yfir í "mömmó".Einhverju sinni var ég með þeirri eldri á gangi í fjöru.Hún fór of nálægt flæðarmálinu og ein aldan skellti henni.Hún orgaði og hrein og kallaði þetta vonda og blauta fyrirbæri "fellisjó".Ég held að þetta hljóti að vera heilatilþrif!

Góðar stundir og notaleg helgi framundan 

Guðrún Garðarsd. (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 20:22

2 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Gaman að þessu!  kv. B.

Baldur Kristjánsson, 23.11.2007 kl. 20:33

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

"Kannast einhver við orðið" ...  þá man ég eftir að oftast var það "Kristrún Matthíasdóttir Fossi segist þekkja orðið ..... í merkingunni" ...

En trúlega of seint að leita eftir vitneskju hennar eða Halla Matt um "skotsnjó".

                             Góða helgi

Gunnlaugur B Ólafsson, 23.11.2007 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband