Skotsnjór

Kannast einhver viđ orđiđ ,,skotsnjór"? Rúnar sonur minn 5 ára sagđi mér í ákafa og spenningi fyrir stundu ađ ţađ hefđi komiđ á ţá skotsnjór.  Eftir nokkur andartök áttađi ég mig á ţví  ađ hann var ađ tala um haglél og kenndi honum ţađ prýđilega orđ.  Eftir stendur spurnin?  Fundu ţeir upp á ţví sjálfir ađ kalla ţetta skotsnjó og sýndu ţar međ sömu heilatilţrif og ţeir sem fyrst töluđu um haglél eđa er ţetta ţekkt orđ úr krakkamenningunni? Er ţetta kannski ađ taka viđ?

ţađ gćti veriđ fyrir ensk áhrif. Hagl er ađ vísu hail á ensku og haglél er hailstorm en haglabyssa er shotgun.

ţetta var fyrsti skotsnjór vetrarins hér í dag!  Hvorki batnar tíđin né tímarnir.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sćll...

Góđur ţessi!Ţegar eldri stelpan mín var lítil(f.´84)kölluđu krakkarnir ţetta dreparasnjó!Svo töluđu strákarnir á leikskólanum gjarnan um ađ fara í "pabbó"ef ţeir léku tveir saman;stelpulausir.En um leiđ og kvenfólk bćttist í hópinn,var skipt yfir í "mömmó".Einhverju sinni var ég međ ţeirri eldri á gangi í fjöru.Hún fór of nálćgt flćđarmálinu og ein aldan skellti henni.Hún orgađi og hrein og kallađi ţetta vonda og blauta fyrirbćri "fellisjó".Ég held ađ ţetta hljóti ađ vera heilatilţrif!

Góđar stundir og notaleg helgi framundan 

Guđrún Garđarsd. (IP-tala skráđ) 23.11.2007 kl. 20:22

2 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Gaman ađ ţessu!  kv. B.

Baldur Kristjánsson, 23.11.2007 kl. 20:33

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

"Kannast einhver viđ orđiđ" ...  ţá man ég eftir ađ oftast var ţađ "Kristrún Matthíasdóttir Fossi segist ţekkja orđiđ ..... í merkingunni" ...

En trúlega of seint ađ leita eftir vitneskju hennar eđa Halla Matt um "skotsnjó".

                             Góđa helgi

Gunnlaugur B Ólafsson, 23.11.2007 kl. 23:15

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband