Hin ólýsanlega fegurð Stafafellsfjalla!

Ég sé að bloggvinur minn (sá næst efsti) Gunnlaugur B. Ólafrsson er að skipuleggja gönguferðir í Stafafafellsfjöllum á sumri komanda.  Þeir bræður í Stafafelli hafa verið ötulir við að byggja upp ferðaþjónustu og er það vel því að fegurðin þarna í fjöllunum er ólýsanleg.  Eitt af því sem enginn ætti að svíkja sig um er gönguferð um þetta svæði. Litirnir eru engu líkir.

Ég hef nokkrum sinnum farið í dagsferðir þarna inneftir og verð að segja eins og er að þegar ég loka augunum og slaka á þá eiga  Lónsöræfin það til að koma óboðin fram í hugann í allri sinni litadýrð.

Vissara er að hafa með sér kunnugan því að svæðið er líka torfarið og hrjóstrugt. Áfram Gulli!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

já svo sannarlega...Guð er eins og í þáttum Carl Sagan...Stór og ekki smámunasamur (í nærbuxunum, ...eins og allt of margir!) TAKK

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 24.11.2007 kl. 19:39

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Fyrir mér Baldur, er það svoleiðis að ef ég loka augunum þá sé ég fyrir mér fegurðina séð af "Humarklónni" eða af nágrenni Skálans á Skálafellsjökli. Það eru mestu undur sem ég hef upplifað í Íslenskri náttúru Baldur, Vatnajökull í allri sinni dýrð....en eins og alltaf....hverjum þykir sinn...og allt það....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 25.11.2007 kl. 02:01

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Takk, takk ... Baldur !  Lónmenn allra landa sameinist!  

Gunnlaugur B Ólafsson, 25.11.2007 kl. 02:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband