Silfur-Egils, ekki gallalaus þáttur!

Það fer um mig óþægilegur hrollur þegar talskona Feminista gagnrýnir Silfur Egils harkalega – vill hann sýnilega af dagskrá – og lætur hafa eftir sér í 24 stundum að......,,ruv eigi að bjóða upp á vandaða og hlutlausa stjórnmálaumræðu þar sem raddir og málefni beggja kynja fái pláss..”  Guð minn almáttugur hvað ég held að slíkur þáttur verði leiðinlegur.

 Þó að Silfur Egils sé ekki gallalaus þáttur þá er hann lang besti stjórnmálaumræðuþáttur sem fram hefur komið í íslensku sjónvarpi.  Raunverulega sá eini sem eitthvað hefur kveðið að.

 Sjálfur er ég stundum óánægður með efnistök Egils t.d. með þá rafta sem hann dregur á flot í útlendingaumræðunni.   Með aðrar ákvarðanir hans er ég hins vegar oft ánægður.  Þannig er það. Gallar þáttarins og kostir gera hann að því skemmtilega og merkilega fyrirbæri sem hann er.

 Mitt álit er að konur eigi að láta meira að sér kveða í samfélaginu.  Það dregur hins vegar úr afli þeirra þegar hver prýðisheilinn eftir annann í konulíkama  getur vart hugsað um annað en það hvort að konur fái að vera með.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolgrima

Jahérna! Ef hver prýðisheilinn á fætur öðrum í konulíkama hefði ekki spurt sig af hverju hann (prýðisheilinn) fengi ekki að vera með, hefði kirkjan aldrei orðið þeirrar náðar aðnjótandi að fá (þessa) prýðisheila í sínar raðir! 

Kolgrima, 27.11.2007 kl. 11:56

2 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Silfur Egils og konur - - er ein birtingarmynd á göllum þáttarins.  Egill hefur hengt óþarflega sig á nokkra tiltekna einstaklinga - sem eru í uppáhaldi hjá honum  - án þess að þeir hafi almennt nokkuð sérstaklega mikið að segja.    Þannig eru  fáeinir stjórnmálamenn alltaf  að koma í þáttinn - - eins og þeir séu með "samning við Egil" - sem er auðvitað þá um leið óþolandi slagsíða.  Aðrir koma gjarna með hörkuinnlegg  - og nefni ég þar Guðmund Ólafsson og Þorvald Gylfason - Konur vegna þess að þær eru konur eiga ekkert endilega að komast að í þættinu - - en meiri velta á viðmælendum  - sem hafa til mála að leggja - - mundi styrkja þennan langbesta þjóðmálaþátt sem við höfum séð í sjónvarpi.

Benedikt Sigurðarson, 27.11.2007 kl. 12:11

3 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Konur mættu vera meira áberandi innan kirkjunnar (hvað sem kirkjan kemur þessu við) eins og í samfélaginu í heild. Í stjórnmálaþáttöku kvenna höfum við verið að dragast afturúr öðrum Norðurlandaþjóðum því miður (dragast afturúr sumum, aðrar að draga á okkur).  Hvers vegna? Konur eru helst kallaðar til þegar ræða á jafnrétti og mansal? Hvers vegna?  Hluti af skýringunni kann að vera að konur láti mikið í sér heyra á þessum sviðum en láti minna í sér heyra á öðrum sviðum. Kv. B

Baldur Kristjánsson, 27.11.2007 kl. 13:42

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Sá feminismi sem nú er mest í tísku snýst einfaldlega um það að það hvernig veröldin veltist og snýst megi alltaf skýra í ljósi kynjamunar og oftast sé að baki einhvers konar samsæri gegn kvenfólki. Þess vegna verða feministarnir gjarna lítt umburðarlyndir.

Þetta er ekkert ósvipað svonefndum dólgamarxisma. Þar er allt samsæri gegn öreigum.

Þorsteinn Siglaugsson, 27.11.2007 kl. 13:54

5 identicon

Í baráttu verður stundum að beita hinu breiðu spjótum og þar af leiðandi er umburðarlyndið sparað. Annars hittir Benedikt naglann á höfuðið. Ég kallaði þetta álitsgjafaiðnaðinn, það er ákveðnir iðnaðarmenn álita er alltaf til kallaðir og lítið horft í aðrar áttir. T.d. mætti Bensi vera oftar hjá Agli.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 14:14

6 identicon

Sá femínismi sem lætur mest í sér heyra er svokallaður "fórnalamba Femínismi" sem gengur út á að fá í gegn breytingar út á að konur séu fórnarlömb.

Sóley skrifaði mikinn pistil eitt sinn um að það væri enginn náttúrulegur munur á konum og körlum, nema líkamlegur.  Niðurstaðan var svo samsæriskenning sem kallast "Feðraveldið" sem við nánari skoðun verður að vera haldið uppi af alheims samsæri karlmanna um að kúga konur.   Annars gengur hugmyndin ekki upp.

Nýlega var svo mikil umræða  á Femínista póstlistanum um hvenær"Feðraveldið" hefði byrjað, án þess auðvitað að þær kæmust að neinni niðurstöðu.

Fransman (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 19:26

7 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Sælir herrar mínir.

 Hvernig eiga konur að "láta" til sín heyra? Þær verða líka að "fá" að heyrast.  Konur fengu kosningarétt á sínum tíma, þær tóku hann ekki. Þær beittu rökum, fengu karlmenn í lið með sér og þannig vannst málið. Þetta var auðvitað forsenda þess að konur gætu yfirleitt haft áhrif sem þegnar í lýðfrjálsu ríki. Sama á við um hina svokölluðu opnu umræðu. Á meðan karlpeningurinn stjórnar umræðuþáttunum og velur aðra karlmenn til skrafs er ekki von að konur "láti" mikið til sín heyra. Þær heyrast einfaldlega ekki ef þær komast ekki að í umræðunni.

Ég hef meiri áhyggjur af vaxandi ofstopa í garð hinna svokölluðu femínsta - eins og hann birtist m.a. á bloggsíðunum. Hvað er femínisti? Hafið þið hugleitt það? Og hvers vegna er það skammaryrði í hugum fjölda karlmanna? Það er umhugsunar virði.

Friðarkveðjur.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 27.11.2007 kl. 20:38

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessar femínistakonur eru alltaf að biðja um sérmeðferð. Væru konur áberandi og virkar í umræðu um málefni, væri kallað í þær til jafns við karlmenn. Það sást t.d. í Kastljósi um daginn, þegar kona kom þar fram að ræða um kostnað þjóðfélagsins af offitu, en hún hafði verið í fréttum a.m.k. Morgunblaðsins að morgni sama dags. Það var kallað í Arnþrúði Karlsdóttur, Brynjar Níelsson og Magnús Þór Hafsteinsson af því að þau höfðu verið virk í umræðu vikuna fyrir þáttinn hjá Agli -- og Atla Gíslason, af því að hann er ágætur fulltrúi fjölmenningarviðhorfa m.m.

Og Baldur minn, þetta fólk eða þremenningarnir eru ekki "raftar". Vertu ekki að hólfa fólk svona niður eða spara þér rökræðu með því að nota neikvæða merkimiða.

Jón Valur Jensson, 28.11.2007 kl. 09:18

9 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Þú ert föðurlegu og fínn!  ,,Raftar" má nú ekki skilja of bókstaflega.  Auðvitað er þetta allt ágætt fólk. Kv.  B

Baldur Kristjánsson, 28.11.2007 kl. 11:57

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Saggði aldursforsetinn.

En það er fínt, að þetta kom fram hjá þér, lokasetningin.

Mesð kveðju,

Jón Valur Jensson, 28.11.2007 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband