Strákur eða stelpa -bleikt eða blátt -úrelt?

Er rétt að færa stelpur í bleikt og stráka í blátt – á fæðingardeildum? Er það fallegt og sætt eða ber það stöðnuðum viðhorfum vitni?  Ýtir það undir að við komum öðruvísi fram við stráka og stelpur strax frá blautu barnsbeini! Festir staðalímyndir í sessi?

 Sennilega er svo!  En er það slæmt?  Er ekki erfðafræðilegur munur á körlum og konum? Er því ekki rétt að koma með mismunandi hætti fram með kynin? Er rétt að minnka þennan mun með eins framkomu eða ýkja hann með mismunandi framkomu?

Sennilega er best að fólk ráði þessu sjálft. Komi með föt sem það hefur sjálft keypt á fæðingardeildina, blá, bleik eða röndótt ef það er svartsýnt fyrir hönd barns síns.

Þá kemur það. Sumir hvítvoðungar verða í flottari fötum en aðrir.  Dóttir Bónus og Kvóta verður í safíbleikum silkikjól með ísaumuðum demöntum meðan sonur Strits og Streitu verður í litlausum leppum úr ódýru gardínuefni.

 Nei, þá er best að hafa þetta eins og það er.  Leyfa spítulunum að leggja til fötin og leyfa þeim að leggja  áhersluna á konuna og karlinn í okkur strax frá byrjun. Er það ekki annars okkar fyrsta spurnig:  Var það strákur eða stelpa?

Eða hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Einarsson

það liggur við að ég hrópi bara amen halelúja,  mikið er þetta nú skynsamlega mælt, "eins og talað út úr hjarta mínu".

Hilmar Einarsson, 28.11.2007 kl. 16:35

2 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Vel mælt. Litur á ekki að skipta máli í raun  og mér finnst full mikil viðkvæmni fyrir þessu.  Á sínum tíma um 1978 þá voru barnaföt dökkbrún, appelsínugul, svartblá og heiðgul! Ég verð að segja það að þegar að þeirr tísku var lokið létti mér. Það var ömurlegt að sjá lítil ungabörn svo saklaus og hrein í kaffibrúnum fötum kannski. Mér fannst það ekki eiga við. Ljósir litir hvernig sem þeir eru eru góðir og gildir hvort sem um er að ræða bleikt eða blátt.  Hvernig er það, er ekki enn verið að gefa út tímarit sem heitir bleikt og blátt. Þarf ekki að breyta því nafni?

Sigurlaug B. Gröndal, 28.11.2007 kl. 17:06

3 identicon

Skarplega mælt.  Næst verður kirkjumálaráðherra spurður hvort brúðhjón eigi ekki að vera eins klædd?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 17:13

4 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Ætli það sé ekki best að leyfa foreldrum að ráða þessu, þetta er jú þeirra barn.

Persónulega finnst mér bleikt fyrir stelpur og blátt fyrir stráka stórfínt og myndi vera hæstánægð ef spítalinn klæddi barnið mitt í þessa liti eftir því hvort kynið er. 

Kolbrún Baldursdóttir, 29.11.2007 kl. 09:11

5 identicon

Sæll Baldur. Fínn pistill hjá þér. Ég vil nú meina að Kolbrún Halldórsdóttir hljóti að hafa eitthvað þarfara að gera en að ræða um föt fyrir ungabörn. Vildi óska að alþingismenn myndu nú fara að vinna markvisst fyrir heill þessarar þjóðar. Skömm að heyra um alla fátæktina í þessu mikla góðærislandi sem er jú góðærisland hjá Björgólfsfeðgum, Bónusfeðgum o.fl. en hjá almúganum er eitthvað annað æri. Hræðilegt að heyra líka um fólk sem býr á götunni og það um hávetur. Baráttukveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 23:42

6 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Baldur.  Þu þyrftir nú að glugga í bókina, - Það er til staður í helvíti fyrir konur sem styðja ekki hver aðra,- ( eða e-hvað svoleiðis),- eftir Lisu Marklund og ???  Í þeirri bók er t.d. mikið talað um rannsókn sem gerð var á mismunandi umönnun og dúlli við börn eftir því hvort fólk áleit þau strák eða stelpu.  Nýfædd fengu þau mismunandi umönnun eftir því hvort barnið var í bleikum eða bláum fötum.  Á bleika barnið var sussað og vaggað og sagt,- vertu nú góð stúlka,- bláa barninu var hampað meira , svona svona karlinn minn,- er e-hvað að o.s.frv.

Endilega kíktu í þessa bók.  Hún er mergjuð !!! og ætti að vera skyldueign á hverju heimili.

Mér finnst líka alveg stórmerkilegt að þegar þingkonur og ráðfreyjur vekja máls á hlutum sem eru grunnur í jafnrétti,- þ.e. hlutum sem eiga að jafna VIÐHORF til kynjanna að þá upphefst kórsöngur um að þetta fólk ætti nú e-hvað annað að gera við tímann sinn.  Mér finnst gríðarlega mikilvægt að kvenlæg gildi séu jafns metin og karllæg í okkar samfélagi.

Held að tíma og peningum og umfjöllun um t.d. Baugsmálið svokallaða hefi verið mun betur varið í umræðum um þessi jafnréttismál.

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 30.11.2007 kl. 09:16

7 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Ætla að finna þessa bók, þakka ábendinguna. Það er sjálfsagt ekki spurning að viðbrögð okkar hafa áhrif á barnið.  Næsta spurning er:  Er það gott eða vont?  kv.  B

Baldur Kristjánsson, 30.11.2007 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband