Elskið hver annan eða glatist ella!
24.12.2007 | 10:17
Mitch Albom er sérdeilis huggulegur höfundur. Bók hans ,,the five people you meet in Heaven" er töfrum líkust. Himnarnir eru ekki neinn Edensgarður heldur staður þar sem líf þitt verður útskýrt fyrir þér af skilningsríku miskunnarleysi. Bókin boðar án þess að vera væmin gildi þess að lyfta undir með öðrum. Ég fékk mér aðra bók höfundar ,,tuesdays with Morrie" - gamall deyjandi félagsfræðiprófessor við Harvard leiðir gamlan nemanda sinn í allan sannleika um lífið og tilveruna ,,elskið hver annan eða glatist" eru hans grunnorð. Aðeins væmnari bók en full af elskulegri hlýju. Sendi andann í þessum bókum til allra vina og félaga og ættingja og auk þess til allra einmana sálna sem e.t.v. flökta inn á síðuna mína um jólin. Megi okkur öllum auðnast að draga uppbyggjandi hluti með okkur út úr því sem liðið er - leggja jákvæðan skilning í basl okkar og vera svo gæfusöm að halda í vonina um að allt fari þetta nú vel.
Leggjum orð hins deyjandi félagsfræðiprófessors á heilann: ,,elskið hver annan eða glatist ella". Gleðilega hátíð lesandi minn góður. Gleðileg jól!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gleðilega jólahátíð sömuleiðis séra minn.
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 24.12.2007 kl. 10:55
tek undir þetta og...GLEÐILEG JÓL
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 24.12.2007 kl. 11:35
Gleðileg jól héðan úr höfuðstað norðurlands.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 12:33
Gleðileg jól.
Þorkell Sigurjónsson, 24.12.2007 kl. 12:44
Kærar jólakveðjur til þín og þinna.
Gunnlaugur B Ólafsson, 24.12.2007 kl. 14:47
Gleðileg jól, Baldur minn og farsælt komandi ár. Hittumst heil. Kveðja, Silla
Sigurlaug B. Gröndal, 24.12.2007 kl. 15:14
Gleðileg jól!
Sigurjón, 24.12.2007 kl. 16:24
Gleðilega jól Baldur minn.
Vignir Arnarson, 24.12.2007 kl. 21:32
Gleðileg jól, Baldur. Báðar bækurnar eru verulega fínt efni, Tuesdays With Morrie nothæf sem innblástur í sálgæslu.
Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 12:12
Bestu jólakveðjur til þín og fjölskyldunnar séra minn.
Sissa og fjölskylda
Sigþrúður Harðardóttir, 26.12.2007 kl. 00:43
Gleðileg jól...(gleðilega rest).
(Eitthvað hefur moggabloggið klikkað á að láta mig vita af nýjum færslum frá þér.)
Jack Lemmon lék prófessorinn afbragðsvel í sjónvarpsmyndinni "Tuesdays with Morrie". Mig minnir að það hafi verið síðasta hlutverkið hans.
Greta Björg Úlfsdóttir, 28.12.2007 kl. 19:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.