Björgólfur bjargi jólamessunni!
25.12.2007 | 10:44
Ég vona að Björgólfur kosti almennilega jólamessu á aðfangadagskvöld í Sjónvarpinu. Það hefur satt að segja alltaf verið pínulítið hallærislegt að sjónvarpa fyrirfram upptekinni messu án nokkurs safnaðar eingöngu með kór organista og biskupi. Enginn söfnuður til staðar, vantar alveg peðin, riddarana og hrókana. Þetta safnaðarleysi er í beinni andstöðu við stefnu þjóðkirkjunnar sem er að hafa fólk í messum - og að það fólk taki þátt í messunni. Auk þessu hefur enginn biskup almennilega valdið þessu síðan Sigurbjörn var erkibiskup enda var þá heimurinn eins og við þekkjum hann glænýr. Þetta er messa sjöunda áratugarins og hún hefur dagað uppi eins og henti tröllin(þegar ég var biskupsritari settum við nokkrar virðurlegar konur með hatta fremst og svissað var á þær þegar gefa þurfti í skyn að þarna væri söfnuður, en það var enn þá verra). Ég yfirgaf í gærkvöldi biskup minn og skipti yfir á páfann en hann mátti m.a. sjá á norrænu stöðvunum. Bein útsending þar og mýgrútur af fólki. Gleðileg jól annars og ég vek athygli á jólapistli mínum á hornafjordur.is sem er ágætur vefur sem Sveinbjörn Imsland sér um. Þar er m.a. ,,bridsþraut í boði mínu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mér sem fannst predikun framúrskarandi. Ég naut þess að hlusta, en horfði ekki. Kannski skilur þarna á milli feigs og ófeigs, leikmanns og lærðs?![](/js/tiny_mce/plugins/emotions/images/Blush.png)
Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.12.2007 kl. 12:08
Toni Blair gerði þetta með róttækari hætti. Hann "svissaði" endanlega á páfann. Kæmi mér ekki á óvart að þessi og hin messan væri kostuð af..... Afhverju eru messur hvítasunnusafnaðarins miklu skemmtilegri en hjá Lúter?
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 14:51
Því ekki að selja jólamessuna, gera auglýsingahlé, það mætti auglýsa meira dót. Því eins og allir vita vinnur sá sem á mest dót þegar hann deyr.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 25.12.2007 kl. 17:45
Sérstakt að sjá og heyra þessa guðsþjónustu. Kórinn andaði yl hugar. Sérstakt að eingöngu kór og þjónustuleiðtogar trúarinnar voru til staðar í þessari sjónvarpsútsendingu. Ætti svo að vera að guðsþjónustur um landið hafi getað synt þörfum eintaklinga með því að vera fjölbreytilegar.
Kannski óskhyggja að friðargangan sem lagði leið sína frá Hallgrímskirkju og niður til miðbæjar á einhvern hátt tengist þessari guðsþjónustu í hjarta borgarinnar og væri þess óskandi að "andadráttur" göngunnar hafið ratað inn í veggi þessarar blessaðrar kirkju. Sökum þess sýnist mér að þessi kirkjuþjónusta í hljóði kvöldsins hafi í kórnum endurrómað tóna friðaróska.
ee (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 22:22
Ég tek undir það væri smemmtilegra að hafa fólk í aftansöngnum og sýna hann beint.
Annar fannst mér biskupinn skila þessu mjög vel, og var ræðan hjá honum mjög góð.
Jens Sigurjónsson, 25.12.2007 kl. 22:45
Af hverju getur ekki þjóðkirkjan tekið upp jólasamkomu/messu með söfnuðinum, sem er síðan sent út á aðfangadagskvöld eins og gert er í Hvítasunnukirkjuinni Fíladelfíu og sent út á Hvítasunnudag á Rúv? Ég er viss um að fólk væri tilbúið að klæða sig upp og mæta í jólamessu í byrjum desember, ég myndi mæta ef ég fengi tækifæri til þess.![](/js/tiny_mce/plugins/emotions/images/Halo.png)
Arnbjörg (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 22:49
Ég er sammála þér.
Einu sinni var okkur boðið að vera viðstödd upptöku á jólamessu í Háteigskirkju. Þar voru örfáir kirkjugestir sem voru látnir sitja yst á fremstu röðunum. Svo var sýnt eins og við værum mörg en þar var engin jólastemming.
Heidi Strand, 25.12.2007 kl. 22:54
Bara að kirkjan fái að vera frí frá stjórnmálaskoðunum. Það ættu prestarnir að hafa á hreinu.
ee (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 23:06
Aðalatriðið er að söfnuðurinn heyri Orð Guðs og hann situr heima við sjónvarpið. Gleðileg jól og megi Guð vera með þér, amen.
Jón Arnarr (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 23:50
Sammála um gagnrýnina á þessari jólamessu en trúi ekki að þér sé í rauninni alvara með Björgólf. Það gengur ekki að láta auðmenn stjórna öllum hlutum.
Sigurður Þór Guðjónsson, 26.12.2007 kl. 10:14
Afhverju halda svo margir, að Aftansöngur, sé bara fyir MAGAVEIKA?
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 07:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.