Akandi tímasprengjur!

Ég kom við í Litlu kaffistofunni áðan og ræddi að venju við Stefán Þormar staðarhaldara og veitingamann.  Þar er gott að koma. Stefán  var í fréttum um daginn af því að einhverjir dóphausar reyndu að ræna hann og réðust að honum með golfkylfu og hníf. Í raun má hann þakka fyrir að vera óskaddaður.  Þetta var á helgarmorgni, eldsnemma.  Ræningjarnir,sennilega uppdópaðir komu á bíl og fóru á bíl sem þeir gátu svo ekki haldið á veginum. Einhvern morguninn valt smábíl  í reimleikabrekkunni upp af kaffistofunni.  Krakkarnir í bílnum stoppuðu stóran snjóskafara og erindið var að spyrja hvort þeir mættu fá varadekkið hans að láni. Mórallinn í sögunum báðum:  það er uppdópað lið að keyra eftir Suðurlandsvegi af og til og þetta eru auðvitað akandi tímasprengjur.  Hvað kom fyrir ungdóminn.  Hvaða kynslóð gleymdi að ala upp börnin sín. Rammsara bammsara bamm. Við höfum ekki staðið okkur sem hópur.  Svo einfalt er það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Baldur, eru þetta börn og barnabörn hippanna, sem boðuðu pís and love, en fjárfestu síðan í steinsteypu?

Greta Björg Úlfsdóttir, 28.12.2007 kl. 19:00

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég vinn á bar á Laugaveginum og síðast á Þorláksmessu kom ungur maður inn á barinn, pabbi minn sem var að vinna með mér reyndi að tala við hann og koma honum út, og sá dópaði sagði við pabba, "ef þú segir þetta einu sinni enn rota ég þig" sem betur fer fór sá dópaði sjálfur út stuttu seinna...sem betur fer.  En maður veit aldrei hvað útúrdópað fólk tekur uppá.  ein áhyggjufull

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.12.2007 kl. 02:40

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Tek það fram, í framhaldi af #2, að ég telst til þeirrar kynslóðar sem kölluð hefur verið hippakynslóðin. Þó ég hafi víst verið frekar stilltur hippi, mörgum tókst mun betur upp en mér í hippamennskunni.

Greta Björg Úlfsdóttir, 29.12.2007 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband