Áramótakveðja!

Ofsalega er Jónas Ingimundarson góður konsert píanisti (er þetta ekki kunnáttusamlega orðað?) Hlýddi á hann á tónleikum í Þorlákskirkju í gærkvöldi.  Hann er frábær.  Jónas er upprunninn í Þorlákshöfn. Faðir hans Ingimundur Guðjónsson var var einn helsti frumkvöðull kirkjubyggingarinnar hér, kórstjóri og organisti.  Hné örendur niður á kóræfingu rétt áður en kirkjan var vígð fyrir 25 árum síðan. Margrét Frímannsdóttir var ræðumaður kvöldsins, flutti góða og tímabæra hugvekju um það einkum hvernig við búum að öldruðum.  Ríkisstjórnin hefði átt að vera þarna. Fágaður og góður var söngur Söngfélags Þorlákshafnar.  Stjórnandinn Róbert Darling var vissulega himnasending.

 Það er líka Barbara Guðnadóttir menningarfulltrúi sem bar ábyrgð á öllu uppistandinu.

Held  áramótin fjarri heimsins glysi. Sendi áramótakveðjur mínar til allra sem komið hafa við mína sögu á liðnu ári og sendi hinum sömu óskir um farsæld á nýju ári.

Livet er ikke det værste man har.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Gleðilegt ár og takk fyrir hið liðna

Sigþrúður Harðardóttir, 29.12.2007 kl. 12:24

2 identicon

...om lidt er kaffen klar.  Veit ekki hvort Björgólfur bjargaði messum eða messuvíni en borðdrukk fyrir heila ríkisstjórn. Meir en ráðherrar spöruðu í jólakortasendingum. Áramótakveðjur.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 15:48

3 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Orðað eins og sagt er oft, en ég er mjög fegin ef bloggað er eitthvað um listamenn þjóðarinnar, Jónas er soldið mikið meira en "ofsalega góður consertpianisti" leyfi mér bara að segja það, en langar núna að nefna tónleika sem hann hélt í Salnum, rétt fyrir jól, án söngs eða meðleiks, sem var heimsviðburður, sem honum hefur svosem tekist fyrr, en ekki eru margir sem spila  ´þrjár sónötur Beethovens á einu kvöldi, á hans aldri.  En gríðarlega er gaman að heyra comment um okkar ágætu menn í þessari grein, og af þessari kynslóð sem Jónas er

Sólveig Hannesdóttir, 29.12.2007 kl. 19:18

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Gleðilegt ár til þín og þinna séra minn héðan frá Norge og takk fyrir það sem er að kveðja. Hittumst heil á nýju ári. Héðan er allt gott, stillan og lognið alveg ærandi í dag og skafheiður himinn. Það verður ljósagangur í kvöld og þá eitthvað annað en flugeldar. Kærar kveðjur...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 30.12.2007 kl. 15:13

5 identicon

   Sæll Baldur.

Ég er þér Sammála .

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 17:45

6 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Geðilegt ár, Baldur og Svafa - grunar hvar þið eruð að horfa á norðurljósin yfir áramótin.

Gunnlaugur B Ólafsson, 30.12.2007 kl. 21:36

7 Smámynd: Svanfríður Guðrún Gísladóttir

Gleðilegt ár séra Baldur,Það viss söknuður yfir því að fara ekki í messu í Strandarkirkju um jól .,en aðstæður hafa breyttst eins og þú veist.Með vinsemd Svanfríður

Svanfríður Guðrún Gísladóttir, 2.1.2008 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband