Björn Ingi hæðist að Bjarna!

Björn Ingi Hrafnsson fer nálægt því að hæðast að Bjarna Harðarsyni á vefsíðu sinni:

 ,,Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýndi Evrópusambandið harðlega í blaðagrein um hátíðarnar og gagnrýndi Eirík Bergmann Einarsson sem hann kallaði formann Evrópusamtakanna. Bjarna til upplýsingar er formaður Evrópusamtakanna Andrés Pétursson, framsóknarmaður úr Kópavogi og ákaflega vandaður talsmaður sinna sjónarmiða og fjölmargra fleiri í flokknum.”

 Í Framsóknarflokknum er uppi grundvallarágreiningur um þróun samfélagsins og engin málamiðlunarlykt á þeim bænum. Bjarni Harðarson er lagður af stað á söguslóðir með formanninn meðan aðrir vilja halda sig meðal íbúanna. Skiptir væntanlega ekki höfuðmáli.  Framsóknarflokkurinn hefur lifað sitt fegursta. Mér finnst það blasa við.

 Á Íslandi er það þannig að flokkar verða að ná tiltekinni stærð til þess að gott loft sé í þeim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Góður pistill Baldur. Ég held að það sé erfitt að fá fjöldafylgi með því að færa tímavél Framsóknarflokksins aftur yfir á tíð Jónasar frá Hriflu.

Gunnlaugur B Ólafsson, 4.1.2008 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband