Bridgedæmi


Eftirfarandi bridgedæmi setti ég í lok jólahugleiðingu á hornafjordur.is sem er hornfirskur vefur eins og ráða má af nafninu. Ég mæli með að prestar geri meira af slíku.

Norður
ÁK932
K4
ÁDG10
63
Suður
G4
Á763
K76
ÁD92

Þú ert í suður og lélegur makker þinn hefur komið þér í 6 grönd. Vestur kemur út með tígul þrist. Austur lætur fimmuna. Hvernig er skást að spila? Hver er áætlunin?
Þetta tæknipróf er frá Edwin B. Kantar.

Og hér kemur lausnin.

Besta leiðin er að taka tígulinn í blindum og taka laufsvíninguna.  Ef svíningin gengur ekki þá verður að spila upp á fimm slagi á spaða með því að spila gosanum o g svína síðan níunni, í raun og veru að spila vestur upp á D10x.

 Takist lauf svíningin hins vegar er aðeins þörf yrir fjóra spaðaslagi og þá er best að spila lágu að gosanum.  Ef gosinn heldur ekki er best að toppa spaðann og vona að tían detti.

 

Tækniprófið er að athuga hvort þú spilari góður hafðir vit á að fara í laufið fyrst til þess að athuga hvort þú þyrftir kraftaverk í spaðanum (fimm slagi) eða aðeins smá gæfu (fjóra slagi).

 

Svo þakka ég fyrir gáfulegar fyrirspurnir og óska bridsmönnum gæfu og gengis á árinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Sæll Baldur og gleðilegt nýtt ár!

Þessi brids-uppskrift þín er tær snilld. Þú er hugmyndaríkur. Minnir mig á Þórberg Þórðarson.

Fín tækniþraut, þarna þarf að telja slagina. Spilarar eru etv. hræddir við að fara í laufið, því það er hægt að brjóta litinn ef illa gengur en ágóðinn er mikill.

Það er alltaf gaman að prófa kínverska (pseudo) svíningu í spaðanum. Láta gosann fara og vona að vestur hafi sofnað á verðinum með drottninguna Dxx í vestur.  Lang síðan ég hef landað samningi með kínveskri svíningu enda lítið spilað undanfarin ár.

Sigurpáll Ingibergsson, 3.1.2008 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband