Dómaraskipan í San Marinó!

Í San  Marinó sem er örríki inni miðri Ítalíu hafa menn það þannig að æðstu dómarar verða að vera Ítalir. San Marinó menn ákváðu þetta vegna þess að með lítilli þjóð væri ómögulegt að skipa innlenda menn til þessa ð skera úr um deilumál því að allir væru tengdir ættarböndum eða einhverjum öðrum hagsmunum og því erfitt fyrir menn að vera trúverðugir í dómum sínum.

 Þetta er gullin regla og góð og San Marinó fólki til sóma. Í raun og veru eru önnur ríki heims að fara inn á þessa línu með því í auknum mæli að virða vald alþjóðlegra dómstóla.

 Í einu ríki sem ég þekki til tilnefnir stærsti drengjaflokkurinn alla dómarana. Þetta hefur ekki gefist mjög illa því að flestir þeir sem hyggja á frama innan dómkerfisins verða flokknum hliðhollir strax á námsárum.

 Einu vandamálin koma upp þegar upp kemur skyldleiki. Þá er eins og sumir geti ekki unnt sumum þess að njóta hæfni sinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Við ættum bara að hafa Færeyinga ;)  ja eða Vestmanneyinga...........

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 17.1.2008 kl. 19:43

2 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Já, mér líst vel á þessa hugmynd.

María Kristjánsdóttir, 17.1.2008 kl. 21:22

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Elegant færla Baldur og góða helgi.

Gunnlaugur B Ólafsson, 18.1.2008 kl. 23:51

4 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Gott innlegg í ÁrnaMatt-skandalinn . . . . .  sem ekki er neins kona náttúrulögmál þó hann hafi verið fyrirsjáanlegur . . . .

Mér litist satt að segja ekki svo illa á að fá Færeyinga til að skipa dómsmálum - - kannski mundi nú duga okkur á fá erlenda menn til að ráða dómarana. 

Benedikt Sigurðarson, 19.1.2008 kl. 15:22

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Væri ekki hægt að treysta Danadrottningu til að skipa dómarana eftir umsögn dómnefndar...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 19.1.2008 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband